Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 17
16 Sunnudagur 8. apríl 1979 Sunnudagur 8. aprll 1979 17 Jeppaeigendur! Setjum djúp og slitmikil JEPPA- munstur á hjól- barða. t'LLLULU: Smiöjuvegi 32-34 Símar 43988 og 44880 - Kópavogi íslenskufræðingur íslenskufræðingur óskast til að lesa yfir handrit að stöðlum, skýrslum og öðrum ritum er stofnunin gefur út. Upplýsingar veitir Iðntæknistofnun ís- lands, Skipholti 37, simi 81533. Varnariiðið á eftir að ráða Keflavikurflugvelli óskar fjármála- og rekstrarfulltrúa Starfsreynsla og menntun á sviði reksturs, fjármála og rekstraráætlana áskilinn. Mjög góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknir sendist ráðningarskrifstofu Varnarmáladeildar Keflavikurflugveili, simi 1973. sem einnig veitir nánari upplýs- ingar. BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12. Sími 35810 ,Lá við að ég kenndi Hagstofunni barnið” GIsli J. Ástþórsson rithölundur fyrir framan hús sitt að Fifuhvammsvegi 19 I Kópavogi. Við vitum ekki hvort hann byggöi þaö með eigin handafli, en skorsteininn hlóð hann I öllu falli. Guðný, eiginkona hans, var að kenna þegar Timann bar aö garði. Auk þriggja barna, sem uppkomin eru, Astþórs, Hrafnkeis og Hólmfrlðar eiga Gisli og Guöný ungan uppeidisson I Kenya, Odingo að nafni. Greiða þau sjö þúsund krónur á mánuði og hrekkur sú greiðsla fyrir mat og skólagöngu Odingos Teiknimyndasagan „Sigga Vigga og tilveran" eftir Gísia J. Ástþórsson er komin út i bók undir nafninu „Fjörutíu og sjö snúðar". útgefandi er bókaútgáf- an Bros. Markmiðið fer ekki leynt. Við eigum sem sagt að létta af okkur fargi daglegs lífs og brosa að Siggu Viggu, Bliðu og Gvendi vinnuveitanda þeirra, lengur og betur en hingað til hefur verið mögulegt. Fjórir brosdálkar í Morgun- blaðinu þrisvar í viku nægja engan veginn hrjáðum sálum. Því varð að gera bet- ur. Gálgahúmoristinn Gvend- ur Þaö sem einkennir „Siggu Viggu og tilveruna” er samúðin, sem höfundur hefur meö öllum persónum sögunnar. Samúð, þvi að allar eru þær fyndnar. Jafnvel Gvendur þótt gálgahúmoristi sé. „Mikið hroðalega er hún Guð- finna oröin þreytuleg! Ég hef lik- lega verið alltof harðneskjulegur við hana. Hálfdrep hana fyrir timann. — Best ég sendi einhvern á eftir henn til þess að segja henni upp”. Gvendur vinnur ekki handtak. Hann nennir ekki einu sinni aö segja starfsfólki sínu upp sjálfur. öll þykjumst við þekkja slika þrælapiskara — hver svo sem at- vinnan er, og þess vegna þurfum við ekki endilega að hafa unnið i frystihúsi til þess að lifa okkur inn i Siggu Viggu. En teiknimyndasagan af Siggu Viggu veröur sennilega ekki út- flutninsvarningur á við þorsk, „Superman” eða Ástrik Galla, enda er hér á ferð alislensk stúlka, sprottin úr islenskri fisk- menningu og sé miðað við af- kastagetu, mættum við ekki við þvi að missa hana eða hennar líka úr landi. Fjálglegar útlistanir á Siggu Viggu svipta alls ekki hulunni af höfundi hennar. Hver er raun- verulega afstaða hans i stríði Siggu og Gvendar? „Leiðist þegar flugmenn eru að spila sig sem hale- lúja verkalýð" „Pólitiskt hef ég alltaf legiö undir þeim grun að vera vinstri sinnaður, en ég hef aldrei farið út yí* VÍNARFERÐ - HVÍTAS UNNUFERÐ p£\ Mjög hagstætt verð Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik efnir til Vinarferðar laugardaginn 2. júni, komið heim að kvöldi 9. júni. Ath. Aðeins 4 vinnudagar falla úr. Framsóknárfólk notið þetta einstæð einstaka tækifæri. Upplýsingar á skrifstofu flokksins, Rauðarárstig 18 Simi 14480 Fuiltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík wmmmmmmm Gísli J. Ástþórsson blaða- maður er hress að vanda í þessu viðtali og lýsir m. a. langri reynslu sinni af íslenskri blaðamennsku i dramatiskar yfirlýsingar um stjórnmál, sagði Gisli í samtali við Tlmann. „Ég hef aftur á móti aldrei legið á þeirri skoðun minni, að hið eiginlega láglaunafólk sé það sem við eigum að hafa mest- ar áhyggjur af. Það þarf að þræla svo grimmt. En launapólitikin eins og hún er rekin hér er á mjög lágu plani. A meðan stöðugt er veriö að hamra á þvi, að Sigga Vigga geti haft 100 þúsund krónur á viku fyrir sinn snúð gleyma menn gjarnan að geta þess, að til þess þarf hún að vinna 14-16 stundir á dag. Maöur verður fábjáni á sliku álagi. Hjá flugmönnum t.d. er ekki hinu sama til að dreifa og mér leiðist, þegar menn með milljón i mánaðarlaun eru að spila sig sem einhverm halelúja verkalýð. Tvö hundruð þúsund króna mánaðar- laun og ein milljón eru ekkert sambærileg. „Líkist helst ólæknandi pest" Er Sigga harður húsbóndi? Já, hún er alltaf að færa sig upp á skaftið, þessi elska, — átti að vera tómstundargaman hjá mér, en er orðin fjandi harður hús- bóndi. Koma hennar i þennan heim var hálfgerð tilviljun. Hún fæddist, þegar ég var ungur að flækjast þetta milli lands og Eyja. Þá kynntist ég bransanum henn- ar fyrir alvöru. Ég kann vel við mig á verstöðvum og eitt sumar var ég á sildarplani. Þaö var nú eftir að ég byrjaði i blaða- mennsku á Mogganum. I heimsókn Texti: Fanny Ingvarsdóttir Myndir: Guðjón Einarsson „Póiitiskt hef ég alitaf legið undir þeim grun að vera vinstri sinnaður....” „Nei, þetta er frænka Siggu Viggu sem er I Sjávarfréttum”. Þér er nú aiitaf frekar hlýtt til Moggans? Já, maður er kominn hringinn og ætli maður sé ekki búinn að koma viö á þeim stööum, sem maður ætlaði sér. Á 33 ára blaða- mennskuferli hef ég tvisvar hlaupið frá. Þetta er svo krefj- andi starf með minum tóm- stundaskrifum, likist helst ólækn- andi pest. En ég fór yfirleitt flatt á þvi, þegar ég þóttist minnka við mig og útkoman var bág. Það er ekk- ert hroðalegra en að komast i þá aðstöðu að hafa hálfan dag til tómstundarglens, smásagna- gerðar og teikninga. Ég þarf dá- litla pressu. Og nú er tauga- veiklunin komin á það stig, að ég verð að vera sivinnandi, grip jafnvel pennan meðan ég er enn á morgunsloppnum. Maður fer að vinna taktvisst. Ég gleymi aldrei þegar ég tók aö mér að rabba um daglega lifið I útvarpsþáttunum „Einn á ferö”. Þættirnir urðu 25 og voru orðnir hálfgerö martröð fyrir mig undir lokin. Ég vil nefnilega ekki skrifa tómt blaður, það verður að vera einhver broddur I þvi”. Sem reyndan ritstjóra og blaðamanna spuröum við Gisla, hvernig honum litist á blaöamenn almennt. „Blaðamenn af öllu sauða- húsi". „Þeir eru nú af öllu sauðahúsi. Ef til vill háir timaskorturinn þeim, en þeir veröa aö skila á ein- um degi, þvi sem erlendir starfs- bræður þeirra skila á þrem vikum kannski. Stéttin var mjög fáliðuð þegar ég byrjaði, — blaöamanna- skirteini mitt er númer 21, og ómögulegt var að klóra sig upp I virðingarstööur innan blaðsins nema pólitikin ýtti undir með manni. Þegar ég tók við ritstjórn Alþýðublaðsins á sinum tima var ég spurður hvort ég væri krati. Gaf ég þau svör, að ég myndi a.m.k. ekki skrifa á móti flokkn- um. Nú er þessu mikið til öðru visi fariö og stéttin opnari en hún var. Stöku sinnum kemur fyrir aö blaðamaður veldur ekki verkfær- um sinum, sem eru orð. Slikt er dálitið dapurlegt, en liklega er vinnuhraðanum um aö kenna. Nákvæmni er einnig mikið atriði og getur það hent bestu menn að skrifa einhverja vitleysu. Ef ég er sjálfráöur með min verkefni, skrifa ég mina pistla heima, þar sem ég hef gott næöi. Og sé ég ekki viss i minni sök um eitthvert atriði, slæ ég á þráðinn til fróöra manna I stað þess að vera i óvissu. Listin er að vita, hvað maöur veit litið og viðurkenna aö maður er ekki hundrað prósent nógu klár. „... en fyrsta flokks skri- bentar innan um" En það eru til innan um fyrsta flokks skribentar i stéttinni, þó að þeir riti ekki einhverja gull- aldarislensku. Sjarminn sem fylgir þessari stétt liggur m.a. i, aö blaðamann- inum er ólikt smiðnum t.d., dag- lega stillt upp við vegg. Lélegur smiður heldur aftur á móti andliti sinu þar til húsið hrynur. Og hvenær skyldi mál að leggja pennann á hilluna? Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, og liklega hef ég lesið það einhvers staðar, að sé maður i almennri blaðamennsku i 15 ár án þess að klóra sig upp i ábyrgðarstöðu á ritstjórn, megi hann gjarnan pakka saman. Ekki geta nú allir orðið ritstjórar og þvi veröa dálkahöfundar til, — er- lendis. Á Islandi er ekki hægt að gefa mönnum kost á slikum munaöi, hæfileikar starfsmanna eru aldrei fullnýttir og meðan svo er getum viö ekki gefiö út nema mjög ófullkomin blöð. Þetta er staðreynd, sem mun svekkja mig fram á siöasta andvarp, vilji maður á annað borð láta svekkj- ast. (Hann hlær). En blaöamönnum er einnig gert erfitt fyrir úr öðrum áttum. Ég minnist samtals sem ég átti við ágætan mann. Viðtalið var I min- um búningi mjög gott en sagan endar illa. Hann fékk viðtalið til yfirlestrar og strikaði út öll þau atriði, sem gerðu hann að per- sónu. Lá beinast við að ég kenndi Hagstofunni barnið, þvi að þetta var skýrslugerð. „Stemmning sem við þekkjum ekki" Nú var verið aö hengja Ali Bhutto fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans i dag. Hvernig list þér á? Mér finnst það hroðalegt, en um leið spyr maður, hvort það sé ekki jafn hroðalegt að fjórir menn voru hengdir með honum. Ég hef komist nokkuð nálægt þessari pólitisku grimmd, sérstaklega i Grikklandsferð og Tryklandsferð Framhald á bls. 29 hefur þú gluggaó í okkar gler Hér eru nokkrar staóreyndir varóandi hió fullkomna - tvöfalda - einangrunargler GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt I framlelöslu einangrunarglers á fslandl, meö endurbótum ( framleiöslu og fram- lelóslutækni. Meó tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæóu I fram- leiðslunni getum við nú I dag boöiö betri fram- leióslugæði, sem eru fólgin I tvöfaidri llmingu I staó einfaldrar. Af sérfræóingum sem stundað hafa rannsóknlr á einangrunargleri er tvöföld llming besta framlelðslu- aðferð sem fáanleg er I heiminum I dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, I það sem hún núær. Aóferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekkl hefur verió hægt að samelna I einfaidri llmingu, en þaó er þéttleiki, viðloðun og teygjanleiki. f grundvallaratrióum eru báðar aðferóirnar eins. Sú breyting sem á sér staö I tvöfaldri llmingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verið skornir I nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir með rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt I gegn um vél sem sprautar „þutyl“ llmi á báðar hllðar listans. Llm þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúöunnar. Yflrlimi er Sþrautað slðast inn á milli glerja og yfir álrammann, með þvl fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess að þola vlndálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga. Helstu kostlr þessarar aðferðar eru: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og^ loftrúmslisti liggja ekki saman. 3. Meiraþolgagnvartvindálagi. LOFTRUM ALLISTI ■ MILLIBIL ÞETTILISTI RAKAEYOINGAREFNI SAMSETNINGARLIM DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.