Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. aprll 1979 11 lands- Það verður að vera matsatriði hverju sinni, hvort við eigum að byggja hús eða verksmiðju, leggja veg eða rækta, eða láta blettinn ósnortinn, okkur til augnayndis og afkomendunum til ráðstöfunar * Vilhjálmur Lúövíksson. Rætt við Vilhjálm Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins Breiöafjörö og i Breiöafjarðar- eyjum, og Austur-Barða- strandarsýsla er fámennasta sýsla landsins. M.a. af þessum ástæðum var auðvitað mjög æskilegtaökoma á fót einhverri starfsemi sem gæti þrifist þarna. Þörungavinnslan hefur reynst vera þesseðlis, að áhrifa hennar gætir mjög viða. A sið- ast liönu ári voru t.d. greidd laun mönnumsem erubúsettir i fjórum sýslum ogeinum fjórtán hreppum. Þannig eru áhrif verksmiðjunnar ekki einskorö- uð við staðinn, þar sem hún er sjálf, heldur ná þau til allra þeirra staða, þar sem öflun efnisins fer fram, en þeir eru Breiðafjaröarsvæöið. — Hefur þú ekki kynnst Breiðafirði og Breiöafjaröar- eyjum vegnastarfa þinnai þágu Þörungavinslunnar? — Þau kynni hefðu nú mátt vera miklumeiri. Jú, ég ferðað- ist talsvertum þar, ásamt fleiri mönnum, þegar verið var að undirbúa verksmiðjuna og raunar töluvertsiðan. Þá komst ég i snertingu við mannlifið við Breiðafjörö og fékk mætur á þvi. Ég kom i allar Breiða- fjarðareyjar, sem voru i byggð, þegar stofnun verksmiðjunnar var á undirbúningsstigi, árið 1973. Viö könnuðum viöhorf heimamanna til þess aö þetta fyrirtæki risi upp þarna, leit- uöum eftir heimild til þang- skurðar o.s.frv. — Hvernig tóku menn þá þessari nýjung? —Þaðkomufram margvisleg sjónarmið og ýmsir hagsmunir, sem toguðust á. Það var I raun og veru ekki nein von, að þessu væri sérlega vel tekiö i upphafi. Svo fer einmitt oftast um hluti sem eru nýir af nálinni og kannski ekkert sérlega vel skil- greindir heldur. Menn óttuðust eðlilega, að þetta kynni að breyta þvi lifi sém þeir þekktu og skerða þá hagsmuni sem fýrir hendi voru. A hinn bóginn vissu menn ekki í upphafi hvaö verksmiðjan kynni aö bjóða þeim i staöinn. Þar töldu menn að ekki væri á visan að róa, og skynsamlegast að biða og sjá tilhverju fram yndi. — 1 raun og veruer þessi verksmiðjurekstur enn i' mótun gagnvart byggö i Breiðafjaröareyjum, en ég trúi þvi að verksmiðjan eigi eftir að skipta ibúa Breiðafjarðareyja miklu máli, fyrir utan það sem þegar er augljóst, að húnverður mikil lyftistöng fyrir annað fólk á þessu svæði. Starfsemi fyrirtækisins þyrfti að vera með þeim hætti, aö verksmiðjureksturinn aðlagaöist mannlifi og lifriki á þessum slóðum. Þannig höfum viö lagt mikla áherslu á það, að starfs- fólk verksmiöjunnar fari um svæðiðmeðfyllstu gát og tillits- semi við lifriki þessa landsvæö- is. Ég held að þetta hafi tekist vel. AB minnsta kosti hafa ekki borist til okkar kvartanir um aö út af þessu væri brugðið. Auð- vitað verður reynslan að skera úr þvi, hvaöa áhrif þetta hefur á hlunnindatekjur manna viö Breiðafjörð, en ég er alveg viss um, að þau áhrif eru ekki neikvæð, enn sem komið er. Okkur hefði áreiðanlega veriö tilkynnt það, ef svo væri. — Er þessi verksmiðjurekstur þess eðlis, að hann þurfi endi- lega aö raska lifríki nágrennis- ins? — 011 umferð um viðkvæm svæði, t.d. um varplönd, nágrenni selalátra, selalagna o.s.frv. er auðvitaö varhúga- verð. Þar verður að fara meö fullrigát. Hins vegar er reynsla fyrir því, að þegar villtum dýr- um, eins og t .d. æðarfugli og sel, verður ljóst, að þeim stafar ekki nein hætta af tiltekinni umferö, þá hætta þau að hræðast hana. Þegar vélbátar komu fyrst til Breiðafjarðar, héldu margir að af þvi' myndi leiða störkostleg. spjöll. En reynslan er hins vegar sú, að dýrin þar hafa al- veg aölagast þessum nýju sam- göngutækjum, vélbátunum. Þau hafa kannski óttast þá allra fyrst, en ekki lengi. — Sama held ég verði uppi á teningum með þörungaverksmiðjunni. Setja þarf sérstök lög um vemdun Breiða- fjarðareyja. — Eftir þetta, sem við höfum núsagt,þarf égvarlaað spyrja, hvort þú sért ekki áhugamaður um Breiðaf jarðareyjar og verndun þeirra? — Jú, þaöer ég að sjálfsögöu, og hef á vettvangi Náttúru-' verndarráðs, tekið þátt i um- ræðu um þau mál öll. Ég er þvi mjög fylgjandi, að sett verði sérstök lög um verndun Breiðafjarðareyja, og áð komiö verði í veg fýrir aö þar hefjist uppbygging af þvi tagi, sem valdiö getur spjöllum á lifriki þeirra. Ég vil að þau llfsform, sem dafnað hafa 1 Breiða- fjaröareyjum óralengi og eru enn fyrfr hendi þar, fái aö hald- ast óáreitt. Ég vil lika, aö ibúar Breiðafjarðareyja fái að halda tekjum sinum af hlunnindum, sem þeir hafa notiö langalengi. Ég trúi þvi, að byggð í Breiða- fjarðareyjum muniheldur eflast en hið gagnstæða á komandi ár- um. Nú eru komin til sögunnar Framhald á bls. 31 Þörungavinnslan á Reykhólum — Þú hefur haft náfri kynni af Þörungavinnslunni á Reykhól- um. Það væri kannski ekki úr vegi að minnast á hana i þessu sambandi? — Þörungavinnslan er dæmi um nýtúigu landkosta af því tagi, sem ég held að hljóti að vera við okkar hæfi. Þarna fer saman nýting orkulindar, — jarðhitans á Reykhólum, — og not af lífrlki, það er að segja þörunganna á Breiðafiröi. Það var i upphafi augljóst,aðef unnt reyndist að finna tæknilegar og hagrænar forsendur fýrir slik- um framkvæmdum þarna, þá hlyti þar að vera framtiðarmál fyrir okkur. — Ég starfaöi hjá Rannsóknarráði rikisins, þegar byrjaðvaf- aö tala um þetta, og það kom I minn hlut fyrst að fylgjast með þessum rannsókn- um af hálfu ráösins — stjórnunarlega — ai siðar aö koma þessu i framkvæmd, og var settur til þess af iönaöar- ráðuneytinu á sinum tima. — Var ekki mikil þörf á að aukaogefla atvinnulif á þessum slóðum, um það leyti sem hug- myndin um þörungavinnsluna varð til? — Jú, þetta er það svæði landsins, sem hefur staðið einna höllustum fæti hvað atvinnullf snertfr. Byggð hefur verið að hraka við norðan verðan • Tveir vinir. Vilhjálmur Lúðvíksson og hundurinn Skuggi. (Tímamyndir G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.