Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 31

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 31
Sunnudagur 8. april 1979 31 Nytjar Q miklu tryggari samgöngutæki en áöur þekktust, og sömuleiöis fjarskiptatækni, sem veitir mik- iö öryggi og þægindi. Og ef þaö veröur aö veruleika, sem rætt hefur veriö um, aö byggja ferju- bryggjur í helstu eyjunum, sem nú eru i byggö, þá auöveldar þaö samgöngur til mikilla muna. Ég held, aö augu manna muni i vaxandi mæli beinast aö kost- um þess aö búa i Breiöafjaröar- eyjum. Æ fleirum veröur ljóst, aö þaö frjálsræöi sem menn njóta á slikum stööum er eft- irsóknarvert. Menn skylduekki heldurgleyma þvi, aö þótt alltaf sé talað um búskap i Breiöa- fjaröareyjum, og þótt atvinna fólks þar heyri undir landbúnaö, þá eru tekjur manna þar þó fyrst og fremst af hlunnindum, — og þar með hreinar gjald- eyristekjur, — og framleiddar án styrkja. Slika starfsemi mætti efla verulega, á margan hátt. — Þú sagöir áöan, aö þiö heföuö leitaö leyfis til þang- skuröar. Hafa starfsmenn Þörungavinnslunnar annast alla efnisöflun frá upphafi? — í fyrstu var gert ráð fyrir að það yröi þannig, þ.e.a.s. aö allt starfsliöiö væri á vegum Þörungavinnslunnar nema ef verktakar vildu taka öflun aö sér. Siöar hefur þaö hins vegar komiö i ljós, aö miklu hag- kvæmara er aö heimamenn annistþetta sjálfir, hver á sinu svæði. Þarna eiga aö sjálfsögöu mjög margir aöilar hlut aö máli, en viöhjá Þörungavinnsl- unni höfum veriö aö reyna að koma á samstarfi á milliþeirra, m.a. til þess aö tryggjaaöfjörur nýtist sem best, og aö efnisöfl- unin komi aö sem mestu gagni. Hér á ég m.a. viö þaö aö nágrannar vinni saman aö nýt- ingu á fjörum, þannig aö hægt sé aö hafaárlega tekjur af öflun- inni. Þörungavinnslan leggur þeim til tæki ogbúnaðogsér um að þangiö sé sótt og flutt til verksmiöjunnar. Ekki er minnsti vafi á þvi, aö þarna er um mjög verulega tekju- möguleika aö ræöa, — og þar meö styrk fyrir búsetu á þessu svæöi. Mér sýnist lika, aö fjör- urnar muni veröa vel og skyn- samlega nýttar, enda er vitanlega öllum fyrir bestu aö gengið sé aö efnisöfluninni með fullri gát og skynsemd. Við sá- um mörg dæmi um þetta I fyrra ogvæntumþessennfremur I ár, aö gott samstarf komist á milli manna, þeim sjálfum til hags- bóta og fyrirtækinu til heilla. Seljum ekki frum- burðarréttinn. — Viö höfum nú rætt hér drjúga stund um landvernd og landsnytjar. Báöir höfum viö áreiðanlega heyrt það miklu oftar en tölu veröi á komiö, að Islandhafi veriöóskaplega hart leikið af þjóðinni sem byggir það. En þú ert þá væntanlega ekki þeirrar skoöunar, aö þaö að búa I landi þurfi endilega að verasamaogað skemmaland? — Auövitaö getum viö ekki lifaö i landinu nema aö við hag- nýtum okkur það og kosti þess. Fyrr á tlmum var landiö hins vegar án efa oft nyt jaö af lítilli þekkingu á þeim undir- stööuþáttum sem ráöa afköst- um og möguleikum þess til þess aö framfleyta þjóöinni sem byggir þaö. En nú á siöari árum höfum viö öölast talsverða innsýn i þaö, hvaöa atriöi I náttúrufari landsins þaö eru, sem ráöa þessu, og þá þekkingu eigum viö aö geta hagnýtt okk- ur, svo okkur takist að bua i landinu án þess aö þaö leiöi til áframhaldandi vandamála. Hins vegar er víst, aö þaö mun taka langan tfma aö endur- heimta þaö land sem eyöst hef- ur á liðnum öldum. Sjálfsagt er þvi ekki auðsvar- aö, hvort búiö er aö snúa viö þeirriatburðarás sem hófstfyr- irrúmum þúsund árum eöa svo, — þaö er aö segja hvort upp- græösla landsins er orðin meiri en gróöureyöingin, eöa hvort gróður þessa lands er enn á und- anhaldi, þegar á heildina er lit- iö. Ég held aö þegar viö nýtum land okkar, þurfum viö aö hafa a.m.k. þrennt i huga: 1 fyrsta lagi þurfum viö aö nytja landiö og auölindir þess okkur til llfsframfæris. 1 öðru lagi þurfum viö aö kunna aö nota landiö til annars œ aöhafa af því efnislegt gagn 1 þrengstu merkingu þeirra oröa. Viö þurfum aö læra aö njóta kosta landsins, okkur til llkam- legrar og andlegrar uppbygg- ingar, meö útiveru, náttúru- skoöun og ööru sliku. Þessi notk un landsins mun fara hraövax- andi á næstu árum og áratug- um, en allt fram á siöustu ár hefur mönnum sést yfir þá staö- reynd, að einmitt þessi þáttur landsnytja er fullt eins mikil- vægur og hinn, sem aflar pen- inga í þjóöarbúiö. í þriöja lagi er þaö svo vernd- unin sjálf, þegar náttúran er vernduð hennar sjálfrar vegna, af þvi að viö viljum halda land- inuog lifríki þess eins heilu og óskemmdu og nokkur kostur er. Mig langar aö minnast ofurlltið nánar á þaö sem ég nefndi sem númertvö í upptaln- ingunni . Þar er um ákaflega stórt mál aö ræöa vegna þeirra gifurlegu breytinga sem oröið hafa á þjóðfélagi okkar síöustu áratugina. Nú býr yfirgnæfandi meirihluti þjóöarinnar I þéttbýli, og þaö mun hafa slvax- andi þýðingu fyrir Ibúa þéttbýlisins, með hverju árinu sem liður, aö eiga aögang aö landinu og kostum þess. Þar á ég viðað menn megi ekki aðeins ganga um landiö og slá tjöldum sínum, heldur eigi þeir llka aö- gang aö ýmsum hlunnindum, svo sem að veiöa fúgla, og sil- ung og lax I ám og vötnum. Þetta á ekkiaðeins aöveraokk- ur leyfilegt, heldur er þaö hluti af frumburðarrétti Islendinga aö hafá aögang aö þessum landsgæöum. A þessu sviöi hef- ur veriö fylgt rangri stefnu á undan förnum árum, þvl aö nú er svo komiö, aö stór hluti islenskra veiðivatna er I hönd- um útlendinga. Þetta er mál, sem landeigendur og eigendur veiöiréttar veröa aö taka alvar- legum tökum á næstunni, og koma til móts viö aöra lands- menn aö fullri sanngirni og viöurkenningu á þessum frum- burðarrétti Islendinga. Allir Islendingar, hvort sem þeir eiga heima I sveit eöa viö sjó, veröa aö geta notið lands sins og gæöa þess. Landeigend- ur annars vegar, og Ibúar .þéttbýlissvæðanna hins vegar, veröa að komast aö samkomu- lagi, þannig að allir geti vel viö unaö, en einskis manns hlutur sé fyrir borð borinn. —VS. Lán tíl þeirri þróun viö, aö eldri hverfi borganna geröust mannlaus eöa þvi sem næst. Sagði Gylfi að nauö syn væri á aö bregöast eins viö hér og menn þyrftu aö hafa í huga hversu ofboöslega dýrt og óhag- kvæmt þaö væri aö byggöin þend- iststöðugtút, oguppvaxandi kyn- slóðir væru alltaf I jaöarbyggða- lögunum á sama tima og skólar tæmdust I eldri byggöahverfum, en eldra fólk heföist þar viö i óþægilegastórum byggingum og I húsnæöi sem nýttist engan veg- inn. Hér væri raunar einn liö hús- næöisvandans aö finna. Góöur rómur var geröur aö þessariathugasemd, en á þaö var þó bent, aö margt eldra fólk I gömlu hverfunum vildi alls ekki yfirgefa Ibúðir sinar, þætti sem þaö væri þá aö slita sig upp meö rótum. Hins vegar voru menn sammála um, aö einhver hluti þessa fólks aö minnsta kosti mundi kjósa nýrra og minna hús- næöi ætti hann á þvl kost án mik- ils kerfisþvargs. Sa mvinnu by gginga rfé- lög Nokkuö var á ráöstefnunni fjallaö um nauösyn þess og leiöir til aö lækka byggingarkostnaö i landinu. Þá var og fjallaö um samvinnubyggingarfélög I þvi sambandi, en þeim hefur viöa tekist aötryggja kaupendum góö- ar Ibúöir viö vægu veröi.auk þess sem kaupendur eru mjög tryggir I sllkum félagsskap. Allt sem unnt er er gert til þess aö koma til móts viö þá og greiöslumöguleika þeirra og þeir geta auk þess unniö viö húsbygginguna og kemur vinna þeirra þá til frádráttar því sem þeir þurfa aö greiöa út i hönd. Byggingarsamvinnufélögum hefur þaö vlöa staöiö fyrir þrifum aö þau fá ekki úthlutaö lóöum nógu reglulega. t Kópavogi tlök- ast þó núoröiö aö úthluta Bygg- ingarsamvinnufélagi Kópavogs lóöum til fimm ára i senn og er slikt til fyrirmyndar. Aö ööru leyti njóta byggingar- samvinnufélög engra forréttinda og sagöi Jóhann, aö hann gæti þvl ekki skiliö þær kvaöir sem hvildu á kaupendum Ibúöa i sllkri sam- vinnu, aö þeir mættu ekki selja þær aftur á frjálsum markaöi fyrr en aö fimm árum liönum. Þó kvaö hann þann kost viö þessa löggjöf aö hún verndaði félögin fyrir peningapúngum sem annars væru visir til aö kaupa íbúöir á þessum hagstæöu kjörum til þess eins aö selja þær strax aftur á uppsprengdu veröi sem tiökast á markaönum. Leigjendamál Kristján Benediktsson borgar- fulltrúifjallaði um leigjendamál i framsöguerindi og gat þess fyrst, aö athyglisvert væri hversu upp- lýsingar um þessi málefni og hag leigjenda væru fáar og litlar i kerfinu. A vegum Reykjavíkurborgar sagöi hann vera 800 leigulbúðir en þaö væri ekki nóg eftir þvl aö dæma.aö hjá Félagsmálastofnun lægju fyrir einar 500 umsóknir um leiguhúsnæöi. Þó kvaö hann þann vanda á höndum i þessu efni aö leigukjör hjá borginni væru svo margfalt hagstæöari en á almennum markaöi, aö væru menn einusinni komnir inn i sllkt húsnæði hugsuöu þeir sér varla til hreyfings fyrr en þá I fyrsta lagi að farið væri aö þrengja verulega aö þeim vegna stækkunar fjöl- skyldu. Kvaö Kristján þaö ekki ótltt, aö fólk I fjárhagsörðugleik- um og fólk meö mjög stórar fjöl- skyldur flyttust inn I þessar leigu- ibúöir, og jafnvel þó fólk þetta kæmistl sæmilegar álnir sæti þaö um kyrrt. Þaö yröiaö segjast eins ogþaö væri, sagöi hann, aömargt af þessu fólki væri miklu betur á vegi statt til þess aö byggja á almennum markaöi eöa leigja heldur en margir þeir er ekki kæmust inn i þetta húsnæöi. Hér væri þó um viðkvæmt mál aö ræða og erfitt fyrir opinberan aö- ila aö bera fólk út úr húsnæöi. Þá kvað hann nauðsynlegt aö borgin færi á ný aö hyggja aö byggingu leigulbúöa. 1 pallborösumræöum fjallaöi Jón frá Pálmholti nokkuð um þessi mál og sagöi, aö hin ný- stofnuöu leigjendasamtök hefðu gert nokkrar kannanir á þessu sviöi og meöal annars sent fyrir- spurnir út um allt land um ástand leigumála þar. Alls staöar væri sama sagan.mikill skortur væri á leiguhúsnæöi. 1 könnunum, sem geröar heföu veriö I Reykjavík, sagöi Jón aö útkoman benti til þess. aö þaö væri einkum ungt fólk og ein- stæðir foreldrar sem væru á hrakhólum með húsnæöi og væru jafiiframt leigutakar fengju þeir Ibúöir. Hann vakti jafnframt athygli á þvl, aö bæöi f járhagsaö- stæöurog ýmsar aörar geröu þaö aö verkum.aö menn leigöu sér húsnæði. Sumir væru og þvl marki brenndir að þeir kæröu sig ekki um aö standa i húsbygging- um eða eiga sjálfir sinn kofa og taka þyrfti tillit til allra þjóöfé- lagsþegna jafnt. Jón hvatti til þess, aö viö endur- skoöun á húsnæöismálum íslend- inga yröi miklu meiri gaumur gefinn aö félagslegri hliö þessara mála og ekki lögö sú áhersla sem nú er á þaö,aö hver væri aö bauka i sínu horni viö húsbyggingar. Kvaö hann þaö skyldu þjóöfélags- ins aö koma miklu meira til móts viö óskir og þarfir þegnanna i þessum málum og tryggja þyrfti aö ákveönir þjóöfélagshópar yrðu ekkibeinli'nis undir i þessarisam- keppni einkafjármagnsins. KEJ. SIMI 815QO-ARMÚLA11 HEIMSMEISTARI í LÉTTAVIGT! Á næstunni kynnum við nýja japanska traktorinn frá KUBOTA, traktorinn, sem nú fer sigurför um heiminn i sinum stærðarflokki. KUBOTA L245DT traktorinn er búinn ótal kostum. ★ 25 ha hljóðlátur dieselmótor ★ Fjórhjóladrif fullnýtir aflið ★ Sparneytinn traktor á timum hækk- andi oliuverðs ★ Lipur traktor til léttari verka Hann leynir á sér sá litli. .*■_< ■ . *\ Alternatorar t Ford Bronco, Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge I)art, Playmouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Fíat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá kr. 17.500.- Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, Segulrofar, Miöstöövamótorar ofl. i margar teg. bifreiöa. Póstsendum. Bílaraf h.f. S. 24700. Borgartúni 19. Byggung s.f. Reykjavík Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30 að Hótel Esju A fundinn er boöiö: Borgarstjóra Agli Skúla Ingibergssyni. Borgarráösntönnunum: Albert Guömundssyni, Birgir tsleifi Gunnarssyni, Björgvin Guðmundssyni, Kristjáni Benediktssyni og Sigurjóni Péturssyni. Framkvæmdarstjóra Húsnæöisstjórnar: Siguröi E. Guöntundssyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.