Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. aprll 1979 9 Verða frímerki aflögð árið 2000? Frímerkjasafnarinn Aö undanförnu hafa fariö fram ýmsar tilraunir meö hentugri leiðir til greiðslu buröargjalda undir bréf en aö kaupa frimerki til aö lima á þau. Orsakir þessa eru m.a. hinar öru burðargjaldahækk- anir, sem hafa gert póststjórn- um erfitt fyrir meö aö eiga alltaf rétt burðargjöld á fri- merkjum tiltæk. Hefir þetta átt sér staö mun viðar en á tslandi. Bandarikin uröu fyrir þessu á s.l. sumri. Þá var innanlands- burðargjald 13 cent, en póst- málastjórnin viidi hækka i 16 cent og átti frimerki til þess. Ráöuneytið samþykkti ekki hækkun nema I 15 cent, svo gripa varð til neyðarmerkja, sem prentuö eru án verötölu. Stendur aöeins A á merkinu sem þýöir, aö þaö gildir fyrir A flokk buröargjalda, sem sé innan lands. Þaö er lika óheimilt aö nota þau nema innanlands. Þessi buröargjaldaflokkur i Bandarikjunum var prentaöur I milljónaupplagi 1975, ef til svona aöstæöna skyldi koma, sem nú varö. Þróun burðar- gjalda i innanlandsburöar- gjaldaflokki hefir hins vegar verið mjög hæg þar vestra. Hann var 2 cent 1885-1932, eða i 47 ár. 3 cent 1932-1958 eöa 26 ár. 4 cent 1958-1963 eöa 5 ár. 5 cent aðeins til 1968, eöa önnur 5 ár. 6 cent til 1971, eða i 3 ár. 8 cent til 1974. 10 cent i eitt ár til 1975, en svo 13 cent til 1978, en þá kom stökkið upp i 15 centin, sem vantaði frimerki fyrir. Þetta gefur þeirri hugmynd byr undir báöa vængi þar vestra, aö fækka almennu burðargjaldaflokk- unum og hafa bókstafi á fri- merkjunum i stað talna. Hin nýju verð séu siðan bókfærð hjá pósthúsunum i bókhaldi á óseld- um birgðum, þegar hækkanir verða, eins og nú er á alþjóðleg- um svarmerkjum. Hin tilraunin sem mest hefir borið á á sl. ári var gerð i Noregi. Þar voru teknir upp sjálfsalar, sem skiluðu úr sér miðum með lími á bakhlið og áprentaðir með verðupphæð Ameriska neyðarmerkiö og ásamt fyrsta dags stimplum. þeirri er kaupandinn stillti inn á á sérstakri skifu, eins og t.d. á burðargjaldavélum. Siðan verður viðkomandi að leggja þá upphæð er hann hefir stillt inn á i sjálfsalann og fær þá út miða tilbúinn til að lima á bréfið, sem hann ætlar að láta i póstinn. Þetta var tilkynnt með góðum fyrirvara. Þessir sjálfsalar voru settir upp þann 2. desember á 5 stöð- um i Noregi, þ.e. i Oslo aðal- pósti , Osló flugvelli , Bergen, -Þrándheimi og Tromsö. Miðana sem úr sjálfsölunum koma á svo að lima á bréfin og vitanlega þarf að stimpla þá, svo að ekki sé hægt að nota þá aftur. Þannig varð fyrsta dags stimplun á þessum stöðum 2. des. En nú voru góð ráð dýr. Þetta voru ekki frimerki, svo að Póststjórnin veitti enga þjón- óstimplaður burðargjaldsmiði ustu um að fá send bréf til áskrifenda eða neitt slikt. Þvi varð hver og einn að sjá um sig. Samt varð mikið um stimplanir. Norömenn kalla þetta „Frankeringsetiketter” og spyrja gjarna hvort söfnunar- gildið sé yfirleitt fyrir hendi. Póstsögulegt er þetta skref svo að i slikum söfnum eiga þessi bréf heima, en frimerki eru þetta ekki,svo að varla eiga þessir BURÐ ARGJALDS- SEÐLAR eða BURÐAR- GJALDSMIÐAR heima i kata- logsöfnum. En eftirspurnin var mikil strax og seljast nú þessar fyrsta dags stimplanir á milli 50 og 100 norskar krónur stykkið. Takist þetta vel, á að setja upp slika sjálfsala viðar um landið með vorinu. Sigurður H. Þorsteinsson. Bifvélavirkjar Atvinna i boði úti á landi. Vantar góðan bifvélavirkja eða vanan viðgerðarmann á verkstæði til alhliða viðgerðarstarfa. Gióð ibúð á staðnum. Allar nánari upplýsingar gefur Haildór Jóhannesson i gegnum simstöðina Viði- gerði V-Húnavatnssýsiu eftir 8. þ.m. Verslunarstjóri Óskum að ráða verslunarstjóra frá og með 1. júni. Æskileg þekking kjötvinnslu. Húsnæði á staðnum. Umsóknir skilist fyrir 20. april. Upplýs- ingar i sima 94-7708. Kaupfélag önfirðinga Flateyri. Orlofsbúðir Umsjónarmaður Óskum að ráða umsjónarmann við orlofs- hús verkalýðsfélaga i Svignaskarði, Borgarfirði, i sumar. Umsjónarmaðurinn þarf að sjá um undir- búning og snyrtingu húsanna áður en orlofstimabilið hefst. Æskilegt er að umsækjendur hafi kunn- áttu i garðyrkju. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Iðju, simi 13082 og i sima 16438. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks, Skólavörðu- stig 16, fyrir 19. apríl n.k. Orlofsbúðir, Svignaskarði. r |WdA Kodak ektra22ef myndavelin MEÐ INNIBYGGÐU EILÍFÐARFLASSI Þessi nýtízkulega hannaöa myndavél meö handfanginu er meö innibyggöu eilífðarflassi, þannig að þú stillir á flassmerkið og styður svo á takkann og tekur allar þær myndir sem þig langar til. Handfangið gerir vélina stöóugri og hjálpar þér til að taka skarpari myndir. Verð á vél í gjafaöskju með 2 rafhlöðum og einni filmu: Kr. 24.700."" HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 20313 S: 82590 S: 36161 Umboðsmenn um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.