Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 15. júní 1979
132. tbl. — 63. árg.
tmtnn
„Stressiö” í hámarki
— bls. 15
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldslmer 86387 & 86392
Ríkisstjórnin leggur áherslu á orkuspamað landsmanna allra:
Olíuhækkunin 750.000 á
• 4% skerðing
þjóðartekna
hverja fjölskyldu
HEI — Miðaö við oliuverð I lok
mai s.l. hækkar oliureikningur
íslendinga um tæpa 44 milljarða
á yfirstandandi ári miðað við
s.l. ár, segir I frétt frá rfkis-
stjórninni. Oliureikningurinn
yrði þá um 28% af áætluðum út-
flutningstekjum ársins, miðað
við 12,3% i fyrra og undir 10%
árin fyrir 1973. Þetta oliuverð
svarar til þess að allt andvirði
útfluttra fiskflaka til Bandarikj-
anna fari til að greiöa fyrir oliu-
innflutninginn — og svarar
verðhækkunin til 750 þús. króna
á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu i landinu.
Reiknað I þjóðhagsstærðum
veldur oliuhækkunin rýrnun
viðskiptakjara um 12% sem
jafngildir 4% skerðingu þjóðar-
tekna.
Mest hefur hækkunin oröið á
gasoliu, sem hækkað hefur um
219% á s.l. niu mánuöum, eöa úr
124 i 395 dollara tonnið. Bensin-
hækkunin er 140%, úr 171 I 410
dollara á sama tima.
Sem kunnugt er stafa þessar
hækkanir af langri stöðvun og
siðan minnkuðum oliuútflutn-
ingi frá Iran sem valdið hefur
oliuskorti bæði I Evrópu og
Ameriku. Búa nú ýmsar ríkis-
stjórnir sig undir að gripa þurfi
til oliuskömmtunar næsta vetur.
Þótt staða landsmanna i orku-
málum sé hagstæð þegar til
lengri tima er litið, telur rikis-
stjórnin nú brýnt að spara oliu-
orku af fremsta megni og gera
ráðstafanir til að mæta röskun
af völdum verðhækkunarinnar á
högum atvinnuvega og einstak-
linga. Hyggst stjórnin þvi beita
sér fyrir samþættum aðgerðum
i þvi skyni.
Ahersla verður lögð á að ýta
undir orkusparnað á sem flest-
um sviðum. Leitað veröur hag-
stæðustu samninga sem völ er á
um oliuinnflutning. Innlendir
orkugjafar verða af fremsta
megni látnir leysa innflutt elds-
Framhald á bls 19
Tómas Arnason spuröur um ágreining
Framsóknarráðherranna:
Úr lausu lofti
gripið
HEI — „Þetta er algerlega úr
lausu lofti gripið. Þvert á móti
hefur samkomulag okkar
ráðherra Framsóknarflokksins
verið bæði náið og góð samstaða
okkar á meðal”, sagði Tómas
Árnason fjármálaráðherra þeg-
arTiminn bar undir hann dagleg
skrif blaðanna um ágreining
milli ráöherra Framsóknar-
flokksins.
„Við höldum reglulega fundi
einu sinni i viku, þar sem við
ræðum þau mál sem til meö-
ferðar eru I rikisstjórninni
hverju sinni. Auk þess höfum
við mikiðsamband okkar á milli
daglega”.
— Þið Steingrimur hafið við
mörg tækifæri undanfarið verið
með yfirlýsingar um stefnumál
flokksins m.a. gagnvart verk-
falli farmanna, sem blööin
leggja út af á ýmsa vegu?
— Þessar yfirlýsingar okkar I
fjölmiðlum hafa verið árétting á
tillögum, sem samþykktar voru
af þingflokki og Framkvæmda-
stjórn Framsóknarflokksins 14.
mai s.l. og bornar upp I rikis-
stjórninni daginn eftir.
— Það hefur einnig verið bent
á að þið Steingrimur hafið notað
tækifærið til að boða til blaða-
mannafundar meðan forsætis-
ráöherra var fjarverandi?
— Þessi blaðamannafundur
var haldinn I framhaldi af
• hugarfóstur þeirra
sem vilja drepa
málum á dreif
með sögusögnum
ályktun, sem Framkvæmda-
stjórn Framsóknarflokksins
gerði m.a. um verkfalls- og
kjaramálin. Það mætti orða það
svo að þessi blaðamannafundur
hafi verið eins konar svar af
hálfu Framsóknarflokksins
vegna bókunar sem ráðherrar
Alþýðubandalagsins gerðu i
rikisstjórninni og birtu I öllum
fjölmiðlum.
Ég er þeirrar skoðunar að þaö
eigi alls ekki að birta bókanir
einstakra ráðherra i fundargerö
rikisstjórnarinnar, þar sem
slikt á að vera trúnaðarmál,
samkvæmt reglugerð um
stjórnarráðið. Þess vegna höf-
um við i Framsóknarflokknum
aldrei haft þann hátt á. Hins
vegar geta hinar ýmsu stofnanir
flokksins svo sem þingflokkur
og framkvæmdastjórn sent frá
sér og birt samþykktir sem
gerðar eru á þeirra vegum. Við
það er ekkert að athuga.
Afstaða Framsóknarflokksins
til þessara stóru mála er bæöi
skýr og ákveðin. Hins vegar
virðast aðrir stjórnmálaflokkar
vilja drepa málum á dreif meö
þvi að breiöa út sögur um
ágreining ráðherra Fram-
sóknarflokksins sem er aðeins
þeirra hugarfóstur.
Við stjórnarkjöriö á þingi BSRB I gær. Gamla stjórnin sjálfkjörin meö lófaklappi. A myndinni eru
Kristján Thorlacius, formaður BSRB, Hersir Oddsson, fyrrverandi 1. varaformaður og Haraldur Stein-
þórsson, 2. formaöur. Timamynd: Róbert
Atakalaus endir á
vinnusömu þingi
Kristján sjálfkjörinn formaöur BSRB
Kás — Kristján Thorlacius var I
gær endurkjörinn, reyndar sjálf-
kjörinn formaöur BSRB, fyrir
næstu þrjú árin. Hersir Oddsson
sem var fyrsti varaformaður á
siðasta kjörtimabili gaf ekki kost
á sér til endurkjörs og var Þór-
hallur Halldórsson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavlkur-
borgar kosinn I hans stað.
Haraldur Steinþórsson var
endurkosinn sem annar varafor-
maður bandalagsins.
Það verður þvl ekki annað sagt,
Sáttafundur í farmannadeilunní seint í gærkvöldi:
Vinnumálasambandið
gerir ákveðið tilboð
Kás —Um nluleytið I gærkveidi
komu saman til sáttafundar
fulltrúar yfirmanna á
kaupskipunum og vinnuveit-
enda. Fundurinn fór rólega af
stað og áttu menn jafnvel von á
næturfundi. Sáttanefnd
stjórnaði samningaviðræðun-
um.
Siðdegis I gær sagði Jón Þor-
steinsson sáttanefndarmaður,
að sér þætti óllklegt aö nefndin
kæmi með sáttatillögu á fundin-
um, en þó væri það ekki meö
öllu útilokaö. Sagði hann að
aðilar ættu eftir að koma fram
með sinar tillögur um kaupliði,
og siðan ætti eftir að rökræða
þær. ömögulegt væri að segja
fyrir um hvað gerðist á fundin-
um.
Rétt fyrir sáttafundinn sagði
Hallgrimur Sigurðsson for-
maður Vinnumálasambands
samvinnufélaganna að Vinnu-
málasambandið væri ákveðið i
þvi að gera yfirmönnum
ákveðiö tilboö. í þvi fælist sá
launalausi samningsrammi
sem aöilar heföu oröið sammála
um, auk þess sem yfirmenn
fengju 3% grunnkaupshækkun,
og geröardómi yrði faliö að
ákveða launaliðina ekki ósvipað
samkomulaginu viö mjólkur-
fræðingana. Ekki var vitaö
hvernig yfirmenn tækju I þessa
hugmynd.
1 samtali sem Timinn átti viö
Þorstein Pálsson, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambands tslands sagði hann að
VSl hygöist ekki leggja fram
Framhald á bls 19
en með stjórnarkosningunni, sem
var siðasta verkefni þingsins,
hafi átakalaust veriö bundinn
endi á vinnusamt þing. öll fyrr-
verandi stjórn BSRB, aö for-
mönnum undanskildum var
endurkosin.
Siðasta þingdaginn voru af-
greiddar margar tillögur og
ályktanir, svo margar, að ekki er
þess nokkur kostur að nefna þær
hér.
Mikill timi fór I umræður um
efnahags- og kjaramál, siöasta
þingkvöldið. I efnahagsmálasam-
þykkt þingsins er stjórnvöldum
bent á að taka þurfi upp heildar-
stefnu i fjárfestingarmálum, þar
sem fjárfestingar- verði skipu-
lagöar meö tilliti til þjóðhagslegr-
ar arðsemi, samtimis og stuðlað
er að fullu atvinnuöryggi i land-
inu.
Höfuðeinkenni islensks efna-
hagslifs sé sú óöaverðbólga, sem
geisaö hafi undanfarin ár. Allar
aðgerðir stjórnvalda gegn henni
hafi reynst haldlitlar, enda nær
alltaf veriö gerðar út frá þvi
sjónarmiði að kaup launafólks sé
verðbólguvaldur umfram aðra
þætti þjóölifsins.
1 lok efnahagsmálasam-
þykktarinnar segir, að orsakir
verðbólgunnar sé ekki að finna I
kaupgreiöslum til verkafólks.