Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. júnl 1979 9 Sýsluvegasj óðsgj ald lagt á sumarbústaðaeigendur AM — Llkur eru á aö sumarbú- staöaeigendur veröi senn krafnir um nýtt gjald fyrir sælureiti slna I sveitum landsins, hafi þeim ekki þegar borist rukkunarbréfiö en hér ræöir um vegasjóösgjald sem sveitarfélögum er heimilt aö leggja á þá sem ekki eru útsvars- skyldir i héraöi. Aö sögn Lárusar ögmundsson- ar hjá fjármálaráöuneytier þetta gjald þó ekki nýtt nema aö þvi leyti aö þaö hefur ekki veriö áöur innheimt en heimildin mun oröin gömul. Astæöaþessaö ekki hefur veriö eftir þvi gengiö áöur er sú, aö i eldri ákvæöum var aöeins rættum aö slikum aöilum bæri að greiöa tvö prómill af mannvirkj- um, iandi og lóö. Engin. iág- marksupphæö var þá tilgreind og fasteignamat ófullkomiö svo ekki þótti taka aö ganga eftir sliku smáræöi. Ariö 1977 kom hins vegar inn i lög ákvæöi, sem mæla fyrir um aö „eigendur mannvirkja landa og lóöa”, sem ekki greiöa útsvar, skuli minnst gjalda 7000 kr. i sýsluvegasjóö, sem siöanbreytist i samræmi við kaupgjald og af- gjaldiö sé þrjú prómill eignanna sem nú eru metnar samkvæmt fullkomnara fasteignamati. Munu þvi sveitarfélögin hugsa sér til hreyfings meö inn- heimtuna. Nýskipaöur sendiherra íraks, hr. Abdul Jabbar Al-Haddawi og ný- skipaður sendiherra Kenya.hr. Joel Wanyoike, afhentu forseta tslands trúnaðarbréf sfn I dag að viðstöddum Benedikt Gröndal, utanrikis- ráðherra. Sendiherrar þessir hafa aðsetur I Stokkhólmi. Sfðdegis þágu sendiherrarnir boö forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Vefnaðarsýning á ferð um Norðurlönd Il.sýning norrænnar vefjarlist- ar 1979-80 (Nordisk Textil- triennale II) veröur opnuö i Röhsska listiönaðarsafninu i Gautaborg 20. júni og þaðan fer hún til Kaupmannahafnar, Hel- sinki.Oslóar, Þórshafnar I Fær- eyjum og endar aö Kjarvals- stöðum i april 1980. 3ja manna dómnefnd var kosin i hverju landi fyrir sig,islensku dómnefndina skipuöu Hrafn- hildur Schram listfræðingur, Höröur Agústsson listmálari og Magnús Pálsson myndlistar- maöur. 27 verk bárust eftir 19 höf- unda, 8verk voru valin og var þaö kvóti Islands á sýninguna. Islensku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: As- geröur Búadóttir, Gerla Geirs- dóttir, Guðrún Auöunsdóttir, Guörún Þorkelsdóttir, Hildur Há- konardóttir, Ragna Róbertsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Vinnuhópur úr Textilfélaginu hefur séö um allan undirbúning hér Gisli Kristjánsson: DDLARFULL DAUÐSFÖLL 1 109. tölublaöi Timans þ. 16. mai var frá þvi sagt sem frétt, aö sænskir bændur telji sig hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna þess að háspennulinur hafi verið lagðar um lönd þeirra og af þeirri ástæöu hafi kýr þeirra orðið ófrjóar þegar þær gengu á beit undir loftleiðslun- um þar sem háspennt rafmagn er flutt. Fyrirbæri, álika og þar var komið á framfæri, bárust úr ýmsum áttum eftir aö álit um- ræddra bænda var gefið til kynna i blaöinu LANDogspurn- ingum af þvi tilefni beint til fag- manna. Skyld fyrirbæri hafa viðar veriö á vettvangi og ekki aö til- efnislausu gefiö ástæöu til aö spyrja einnig. Dularfull dauðsföll — rannsókna á orkuverum kraf- ist, var fyrirsögn á grein i Politiken i Kaupmannahöfn I mars s.I. Tilefnið var þaö, að I raf- magnsorkuverum Dana hafa dauðsföll af ýmsum orsökum verið mjög algeng aö undan- förnu, eða er ástæöan aðeins ein, sú að geislun eöa orkusvið rafstöðvanna sé starfsmönnum hættulegt? Þar segir að þrjú fagfélög hafi gengið fram fyrir skjöldu og krefjist þess aö gaumgæfilega verði rannsakaö hverjar ástæö- ur séu fyrir þvi, aö dauösföll hafi verið óeðlilega algeng meö- al starfsliös i dönskum orkuver- um aö undanförnu. Tilefnið var þá, aö fimmtiu og þriggja ára fagmaöur hné dauð- ur niöur I orkuveri I Alaborg, en áöur hefur álika skeö á fjórum öðrum orkustöövum. I raforkuverum á Fjóni og Asnesi hafa um undanfarin 12 ár starfaö 250-270 manns og á sama tima meðal þessa hóps veriö staöfestir kvillar sem hér segir: 19blóðtappar, 4 heilablæöingar, 5 hjartaveilur, 2 krabbamein, 2 gigtveikitilfelli og 4 aðrir alvar- legir kvillar. Innan starfsliösins hafa 14 aö- iljar orðiö að hætta störfum vegna örorku og þvi farið á eft- irlaunalista eftir 14-16 ára störf á umræddum tveim stöövum, þá aðeins 60-61 árs aö aldri aö meðaltali. Heilsufarástæöur al- mennt i orkuverunum þykja svo sérlegar, aö taliö er bæöi eöli- legt og sjálfsagt aö kanna fyrir- bærin nánar. Ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort hér séu orku- svið af einhverju tagi völd aö Hf- eðlistruflunum, sem aö undan- förnu hafa gert sin vart i mönn- um og skepnum eða hvaöa fyr- irbæri eru hér á ferð?? A galdraöld heföi þetta vafalaust verið kennt sendingum og gern- ingum einhverra aöilja, og máske er svo enn, bara i nýjum sniðum nútimans?? FRÁBÆR NÁMSÁRANGUR Þann 25. mai sl. var Valdimar Stefánsson syni Stefáns Stefáns- sonar forseta Þjóöræknis- félags Islendinga i Vesturheimi og konu hans Ollu Stefánsson veitt sú ágætasta viöurkenning sem Wisconsin-Green Bay há- skólinn lætur nemanda i té, er hann var útnefndur besti nem- andi skólans 1979. Er þetta og æösta viöurkenning, sem Alumni háskólastofnunin sem skólinn heyrir til getur veitt. Hér er um myndarleg peninga- verðlaun aö ræöa auk þess sem nafn Valdimars er skráö á töflu framúrskarandi námsmanna viö skóla stofnunarinnar. Verkefni þaö sem Valdimar haföi skilað með svo góöum árangri fjallaði um vatnsmiölun og skynsamlega nýtingu þess og meöferö, enda viöurkenningin grundvölluö á framlagi Valdi- mars til bætts sambands manns- ins við umhverfi sitt. Frá 16. fulltrúaþingi LSFK. i pontu er ólafur S. Óiafsson fyrrverandi formaöur sambandsins sem kos- inn var heiöursfélagi á þessum fundi. Framhaldsskólakennarar einhuga um stofnun Kennarasambands ísiands Víta alþingismenn fyrir málþóf — um framhaldsskólafrumvarpið Kás — A. 16. fulltrúaþingi Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara sem haldiö var fyrir stuttu var lýst yf ir einhuga stuöningi viö stofnun nýrra heildarsamtaka kennara, þ.e. Kennarasambands Islands. Innan Sambands grunnskóla- kennara og Landssambands framhaldsskólakennara eru nú um 2800 félagar en þaö eru þau sambönd sem koma til meö aö sameinast. Stofnþing fyrir hiö nýja kennarasamband veröur haldiö áriö 1980. Fram til þess tima munsérstök samstarfenefnd starfa og fer meö þau mál sem varöa samböndin sameiginlega og núverandi stjórnir fela henni. A þinginu var m.a. samþykkt haröorö ályktun, þar sem al- þingismenn eru vittir fyrir aö nota svo mikilsvert mál sem framhaldsskólafrumvarpiö I póli- tiskum tilgangi og stööva fram- gang þess meö málþófi. Þingiö beinir þvi til stjórnvalda að lög um framhaldsskóla verði sam- þykkt sem allra fyrst, enda alls- endis ótækt aö framhaldsskólar starfi eins og raun ber vitni án þess aö þar aö lútandi löggjöf sé fyrir hendi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.