Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 15. júnl 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 8C300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 —á mánuöi. Blaöaprent Erlent yfirlit Aflétting viðskipta- bannsins yki vandann Enn er ráðrúm Allir ábyrgir aðilar hljóta að fagna þeirri ákvörðun Vinnuveitendasambandsins að fresta boðuðu verkbanni sem lagt hefði efnahagslif þjóðarinnar iherfjötur ef af hefði orðið. Að sönnu höfðu menn vænst þess að vinnuveitendur hefðu þann skilning á tilmælum rikisstjórnarinnar að verkbanninu hefði mátt aflýsa með öllu. En hvað um það, frestun verkbannsins gefur mikilsvert svigrúm til úrslitatilrauna i vinnudeilunum. Afstaða Vinnumálasambands samvinnufélag- anna i kjaradeilunum nú hefur vakið verðskuld- aða athygli. Það hefur komið fram að það sé óhugsandi af hálfu samvinnuhreyfingarinnar að beita verksviptingu sem sóknarvopni. Þessi af- staða er mjög eftirtektarverð og lærdómsrik og segir meira en langir fyrirlestrar um eðli sam- vinnustarfsins. Hún sýnir hvernig samvinnu- reksturinn eyðir andstæðum fjármagns og vinnu- afls i opnu og frjálsu félagsstarfi almennings. Sú ákvörðun vinnuveitenda að fresta verkbanni er i reynd samþykki þeirra við þá afstöðu Vinnu- málasambandsins að verksviptingu skuli ekki beitt. Slikt er ábyrg afstaða og hlýtur að teljast verulegur skerfur til lausnar vandanum. Ályktun miðstjórnarfundar Alþýðusambands- ins á dögunum hnigur til sömu áttar. Menn sjá það i hendi sér að aðstæðurnar leyfa ekki nýja hækkanaskriðu. Menn vita það gjörla að þjóðar- tekjumar hafa minnkað að undanförnu, og að at- vinnureksturinn berst i bökkum. Menn skilja það lika að viðleitni rikisstjórnarinnar til að hrinda nýsköpun efnahagsmála i framkvæmd er i húfi. Tilverknaður stjórnarandstæðinga er og i sam- ræmi við þetta. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins drekkur sitt kaffi i Alþingishúsinu prúður á svip með alvarlegum augum og segist „fylgjast með framvindu mála”, meðan flokkssendlarnir ham- ast við að auka ýfingar og átök i þjóðfélaginu. Það ráðrúm sem nú hefur gefist til ábyrgra kjarasamninga, með afstöðu samvinnufélag- anna, frestun vinnuveitenda, ályktun Alþýðu- sambandsins og sáttaviðleitni rikisstjórnarinnar, verður að nota til þess að leiða málin til farsælla lykta. Þjóðarbúið hefur þegar orðið fyrir alvar- legu áfalli vegna vinnustöðvana og oliuverðs- hækkana. Nú verður að nota ráðrúmið til fulln- ustu. Ella standa stjórnarvöldin brátt frammi fyrir þvi að þjóðarnauðsyn krefjist harkalegra aðgerða. Það hefur verið afstaða Framsóknarflokksins að fyrst verði að reyna samningaleiðina, áður en til þess geti komið að rikisvaldið gripi inn i. 1 fyrra var hrópað: Samningana i gildi! — Nú eru þessi stóru orð hermd upp á þá menn sem hróp- uðu hæst i fyrra. Nú tjóir þein ekki að sinni að lita til rikisins og kvaka: Elsku mamma! — Og kenna rikisstjórninni svo um ef illa fer. í raun og veru er þetta ráðrúm úrslitatilraunin með það kjarasamningakerfi sem við lýði er i landinu. JS Verður Zimbabwe-Ródesía nýtt Víetnam? Carter SAMBÚÐ Carters forseta og öldungadeildarinnar hefur ekki batnaö viö þaö, aö deildin reynir nú aö beita valdi til aö knýja forsetann til aö falla frá þeirri stefnu, sem hann hefur markaö t Zimbabwe-Ródesiumálinu. Deila þessi hófst á þann hátt, aö deildin samþykkti fyrir nokkru meö 75 atkvæöum gegn 19 aö skora á Carter forseta aö aflétta viöskiptabanninu, sem Bandarikin settu á Ródesiu fyr- ir 14 árum i samræmi viö fyrir- mæli öryggisráös Sameinuöu þjóöanna, þar sem deildin teldi sig hafa komizt aö raun um, aö þingkosningarnar, sem fóru fram I Zimbabwe-Ródesiu I aprillok, hafi veriö frjálsar og fariö heiöarlega fram. Carter tók sér nokkurn um- hugsunarfrest, en birti siöan svar sitt siöastliöinn fimmtu- dag, þar sem hann lýsti þeirri skoöunsinni,aö hann teldi kosn- ingarnar hvorki hafa veriö frjálsar né fariö heiöarlega fram, og bæöi vegna þess og fleiriástæöna, sem hann greinir nánar i svari sinu, myndi hann ekki aflétta viöskiptabanninuaö sinni. Hins vegar heföi ýmislegt stefnt I rétta átt i Zimba- bwe-RódesIu og myndi hann fylgjast meö þróun mála þar og taka þessa ákvöröun sina til endurskoöunar i samræmi viö þaö, ef rétt þætti. Andstæöingar Carters I öld- ungadeildinni brugöust fljótt viö þessari ákvöröun forsetans. Siöastl. fimmtudag samþykkti deildin meö 52 atkvæöum gegn 41, aö banninu skyldi aflétt. BU- izter viö, aö þetta veröi einnig samþykkt i fulltrúadeildinni. Forsetinn stendur þá frammi fyrir þeirri staöreynd, aö hann veröur aö beygja sig fyrir þing- inu eöa neita aö undirrita lög, sem þingiö hefur afgreitt um þetta efni. Til þess hefur hann vald og getur þingiö ekki breytt þessari synjun hans, nema þaö endursamþykki lögin meö tveim þriöju atkvæöa meiri- hluta.Ef forsetinn syrijarlögun- um, veröur hann aö treysta á, aö þau fái ekki tilskilinn meiri- hluta, ef reynt er aö fá þau endursamþykkt I þinginu. FRÉTTASKÝRENDUR segja, aö Carter hafi Ihugaö þetta mál vandlega áöur en hann tók á- kvöröun slna, og lokaákvöröun- ina hafi hann tekiö einn eftir aö hafa rætt viö helztu ráögjafa sina eöa þá Vance, Brzezinski, Mondale og Young, sem allir voru á þvi máli, aö ekki ætti aö aflétta viöskiptabanninu. Cart- er geröi sér vel ljóst, aö hann var aö leggja út i styrjöld viö þingiö, ef hann aflétti ekki banninu. Eftir aö hafa hugsaö sig um I einrúmi, ákvaö hann heldur aö taka áhættuna af þvi en aö vikja frá stefnu, sem hann taldi rétta. Carter létglögga greinargerö, en stutta, fylgja svari sinu. Hannsagöist sannfæröur um aö aflétting bannsins þjónaöi hvorki hagsmunum Bandarikj- anna eöa Zimbabwe-Ródesiu. Hann kvaöst hafa ráögazt Itar- lega um þessi mál viö brezku stjórnina, og vera sammála, aö sjálf kosningaathöfnin á kosn- ingadaginn heföi fariö vel fram. Hins vegar heföu kosningarnar fariö fram samkvæmt stjórnar- skrá, sem aöeins heföi veriö samþykkt af þingi, þar sem 4% ibúanna réöuöllu, og I þjóöarat- kvæöagreiöslu um hana hefðu aöeins 4% kjósenda haft at- kvæöisrétt. Stjórnarskráin geröi ráö fyrir mikilvægum sér- réttindum þessa litla minni- hluta. Þá heföi andstæöingum þáverandi stjórnar veriö mein- aö aö taka þátt i kosningunum og halda uppi áróöri málstaö sinum til styrktar. Þegar allt þetta sé tekiö meö i reikninginn, geti kosningarnar hvorki talizt frjálsar eöa heiöarlegar og full- nægi á engan hátt þeim kröfum, sem bandarlsk lög krefjist I þessum efnum. Carter lýkur greinargerö sinni meö þvi aö segja, aö hann geri sér grein fyrir þvi, aö meirihluti öldungadeildarinnar sé ekki á sama máli og hann. Hann segist álita ákvöröun sina siöferöilega rétta og þaö skipti höfuðmáli. En jafnframt beri aö taka meö i reikninginn, aö af- létting viöskiptabannsins nú myndi hafa slæm áhrif á sam- skipti Bandarlkjanna viö marg- ar aörar þjóöir og ekki veröa Ibúum Zimbabwe-Ródesiu til hags. EINS OG áöur segir, brugöust andstæöingar Carters I öld- ungadeildinni þannig viö þessu, aö þeir fengu samþykkt aö viö- skiptabanninu yröi þegar aflétt. Það er vafalitiö, aö Carter hefur hér rétt fyrir sér'. Undan- tekningalitiö eða undantekning- arlaust ailar þjóöir I Afriku sunnan Sahara neita aö viöur- kenna nýju stjórnina i Zimba- bwe-Ródesiu, þar sem kjör hennar byggist á stjórnarskrá, sem felur I sér stórkostlegt kyn- þáttalegt ranglæti. Ef Banda- rikin og Bretland viöurkenndu stjórn, sem byggir á slikum grundvelli, myndi þaö vekja stóraukna andstöðu um ger- valla Afriku og geta oröiö til þess, aö mörg riki þar veittu skæruliðahópum Nkomos og Mugabes stóraukinn styrk, sendi þeim jafnvel sjálfboöa- liöa. Ennfrekariástæöa er til aö reikna meö þessu, þar sem stjórn Muzorewa biskups virðist lúta yfirstjórn Smiths, a.m.k. enn sem komið er. Þetta gæti hæglega leitt til þess, að borg- arastyr jöldin i Zimba- bwe-Ródesiu magnaðist og gæti oröiö aö nýrri Vietnam-styrjöld áöur en menn vissu af. Vegna þessa hefur stjórn Thatchers tekiö mun varlegar á þessum málum en búizt hafði veriö viö eftir yfirlýsingarnar fyrir kosn- ingar. Brezka stjórnin virðist vilja stefna aö þvi, aö stjórnar- skrá Zimbabwe-Ródeslu veröi breytt ogreynt veröi aö ná sam- komulagi milli helztu blökku- mannaforingjanna áöur en viö- skiptabanninu sé aflétt. Frá þvi sjónarmiöi aö formlega er Zim- babwe-Ródesia enn brezk ný- lenda, er það rétt afstaöa hjá Carter aö láta Breta hafa hér frumkvæöi, enBandarikin haldi að sér höndum á meðan. Ef Carter veröur undir I þess- ari deilu, getur skapazt gjá milli Bandarikjanna og Afriku, sem seint veröur brúuð. óneitanlega bendir þetta til, aö margir bandariskir þingmenn einangri sig innan borgarmarka Washington og fylgist alls ekki meö þvi sem er aö gerast I þriöja heiminum. Þ.Þ. Musorewa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.