Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. júnl 1979 7 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Eflum Tímann Góðir íslendingar í meira en 62 ár hefur dag- blaðið Tíminn verið mjög mikilvægur þáttur í íslensku þjóðlífi/ ég vil leyfa mér að segja ómissandi þáttur. Tíminn hefur kappkostað að flytja mönnum fréttir, skoð- anir og skýringar á atburðum og viðhorfum í íslensku þjóðlífi. Tíminn hefur ætið verið í fremstu röð fjölmiðla. Blaðið hefur verið og er vett- vangur þeirra afla í þjóðfélag- inu sem berjast fyrir samstöðu og samvinnu þjóðfélagsþegn- anna um framfaramálin en gegn öfgum og sundrung. Á þessum 62 árum hefur Tíminn oft átt í erfiðleikum. Blaðið hefur aldrei verið rekið með hagnaðarsjónarmiði í huga. Slíkum erfiðleikum hef- ur hins vegar ávallt verið bjargað fyrir velvilja fjöl- margra velunnara blaðsins, manna sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess í frjálsri skoðanamyndun. I verðbólgudansi undanfar- inna ára hefur fjárhagsstaða Tímans versnað mjög. Þó keyrði um þverbak á síðast- liðnu ári. Þá varð rekstrarhalli u.þ.b. 65.000.000.- Þetta hefur valdið mikilli skuldasöfnun sem er að verða blaðinu óbæri- leg vegna vaxtakostnaðar. BÍaðstjórn Tímans hefur skoðað þessi mál öll og rekstur blaðsins almennt mjög vand- lega. Blaðstjórnin hefur ákveðið að gera stórt átak til þess bæði að bæta efnismeð- ferð blaðsins á allan máta og losa það við skuldabaggann. Ljóst er að afkoma blaðsins hlýtur að byggjast á sölu þess. Til þess þarf þaðávalltað vera í fremstu röð fjölmiðla. Því eru í undirbúningi víðtækar og róttækar breytingar á efnis- meðferð. Þær munu koma til framkvæmda á þessu sumri. Slíkar breytingar kosta mikið fé og verða ekki framkvæmd- ar nema um rýmkist að því leiti. Blaðstjórnin hefur því ákveðið að hefja nú þegar víð- tæka söfnun til þess að losa blaðið úr f járhagserf iðleikum. Tíminn hefur ekki til annarra að leita í þessu sambandi en Islendinga almennt. Á þeim grundvelli hefur því þessi söfnun verið vandlega undir- búin. Við f jölmarga hefur ver- ið rætt og móttökur alls staðar verið góðar. Frá skipulagi þessarar söfnunar er nánar greint í blaðinu. Ég veit að tslendingum er Ijóst að mikið skarð yrði fyrir skildi ef útgáfu Tímans yrði hætt. Þá má segja að fjár- mála- og öfgaöfl yrðu alls ráð- andi í dagblaðaútgáfu hér á landi. Til þess má að sjálf- sögðu ekki koma. Ég vil því leyfa mér að treysta því að landsmenn bregðist vel við þessari málaleitan um stuðn- ing við Tímann og tryggi þann- ig áf ramhaldandi útgáfu blaðsins. Ávarp í tilefni söfnunarinnar, „Eflum Tímann” k ii 11 ..— i !■—.i i * Skipulag fjársöfnunar til eflingar Tímanum sumarið 1979 • Meðan söfnunin stendur yfir verður nokkrum sinn- um dregnir út vinningar til áskrifenda Tímans. Dregið verður úr öllum áskrifend- um Tímans. • Sú svæðanefnd, sem fyrst nær settu marki í söfnuninni mun hljóta sér- stök verðlaun frá Tíman- um, sem viðurkenningu fyrir góð störf í þágu blaðsins. • Ákveðið hefur verið að leita til velunnara Tímans um f járstuðning. Mark- miðið er að efla og bæta Tímann og auka fjöl- breytni blaðsins. Svigrúm til þess ,er lítið vegna skulda sem stafa af halla- rekstri undanfarinna ára. Því er nauðsynlegt að það takist að safna verulegu fé fyrir Tímann og leggja þannig grunn að bættu blaði. • Herferð er hafin til f jár- öflunar. Blaðstjórn Tím- ans hefur skipað sérstaka f járöflunarnefnd I nefnd- inni eru: Jóhann H. Jónsson Pétur Einarsson Geir Magnússon Alexander Stefánsson Guðmundur G. Þórarins- son • Ákveðið hefur verið að hrinda af stað landssöf nun sem standi frá 15. júní til 1. september 1979. Mark- miðið er að safna 100 milljónum króna • Söf nunin er byggð upp af fjórum aðalþáttum: 1) Fjársöfnun meðal ein- staklinga sem vilja Tímanum vel. 2) Fjársöfnun meðal fyrir- tækja sem vilja efla Tímann. 3) Áskrifendur eru beðnir að greiða styrktar- áskrift í eitt ár t.d. 1 1/2 eða 2 áskriftargjöld. 4) Almenn áskrifenda- söfnun. • Skipulag söfnunarinnar er með þeim hætti að skipaðar hafa verið svæða- nefndir í hverjum einasta þéttbýlisstað landsins. Svæðanefndir eru alls um 80 talsins og í þeim eru 3 til 5 menn. Alls starfa því að söfnuninni á milli þrjú og f jögur hundruð manns. • Svæðanefnd ber ábyrgð á söfnuninni á sínu svæði. Hverri svæðanefnd er sett ákveðið mark að keppa að, þ.e. ákveðið mark í fjár- söfnun, ákveðið mark í áskr if endasöf nun og ákveðið mark í söfnun styrktaráskrifta. • Sérstakur framkvæmda- stjóri söf nunarinnar verður ráðinn og verður hann í stöðugu sambandi við svæðanefndir. • Heiður Helgadóttir, blaðamaður mun sjá um að reglulega verði birtar fréttir í blaðinu af gangi söfnunarinnar. • Sérstök efnisnefnd starfar nú áð tillögum um breytingar á blaðinu. í henni eru: Magnús Bjarnfreðsson Gerður Steinþórsdóttir Haukur Ingibergsson Heiður Helgadóttir • Sjálfboðaliðar óskast. Leggjum öll hönd á plóginn og eflum Tímann: • Haíið samband við framkvæmdastjóra Tím- ans ef þið hafið tillögur, hugmyndir eða framlög í síma 86300. Gerist áskrifendur að Timanum Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík §«--------------------------------------------------- * Eg undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn_________________________________________________ Heimilisf.------------------------—------------------ Sfmi ___________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.