Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 1
mest lesna dagblað á íslandi 69,3% 38,5% 45,8% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Þriðjudagar LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið 40 30 50 20 60 70 80 Sími: 550 5000 Þriðjudagur 21. nóvember 2006 — 312. tölublað — 6. árgangur Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Ríkarður S. Ríkarðsson forstöðumaður á upplýsinga- tæknisviði Landsbankans stundar líkamsrækt og sund til að halda sér í formi. „Þetta er lítið í samanburði við það sem áður var,“ segir Ríkarður sem er enginn nýgræðingur í íþróttum og á glæst- an sundferil að baki.Ríkarður fór að æfa sund 10 til 11 ára með sundfélagi Helsingborgar, þar sem fjölskylda hans bjó í nokkur ár. „Foreldrar mínir voru hvattir til að senda mig í sundið þar sem ég þótti sýna góða takta og svo heppilega vildi til að ég lenti hjá þjálfara, sem æfði síðar sænska landsliðið.“ Ríkarði voru kennd sundtökin á þessum tíma og var orð- inn bráðefnilegur sundmaður þegar fjölskyldan flutti til Íslands árið 1992. „Ég tók mér að vísu ársfrí frá sundinu þegar hér var komið við sögu til að æfa skíði og fótbolta,“ segir hann en þess utan hafði Ríkarður einnig reynt fyrir sér í tennis og skák.„Sumarið 1993 vaknaði áhuginn á ný, ég fór að einbeita mér aftur að sundinu og lagði aðrar íþróttagreinar til hlið- ar,“ heldur Ríkarður áfram. „Ég æfði með Ægi og var aftur svo lánsamur að lenda hjá afbragðsgóðum þjálfara, sem átti eftir að þjálfa landslið Finna.“ Á ferlinum setti Ríkarð- ur mörg Íslandsmet, varð methafi og tvöfaldur meistari á Smáþjóðaleikunum árið 1997 og tók þátt í Ólympíuleikun- um árið 2000. Er þá fátt upptalið.„Nú hef ég hætt sundi á afreksstigi og tek þátt í einstaka mótum,“ segir Ríkarður. „Varð reyndar Norðurlandameist- ari á garpamótinu í október, þannig að ég er nú ekki dauður úr öllum æðum,“ segir hann og hlær. Glæstur sundferill Latibær Íþróttahús heitir í höf- uðið á Íþróttaálfinum Magnús Scheving vinsæll í Bretlandi FóLk 46 ríkarður S. ríkarðSSon Heldur áfram að synda Heilsa í miðju bLaðSinS Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga - Lifið heil HÆgLÆTiSVEður Í dag verður yfirleitt hæg norðaustlæg eða aust- læg átt, en þó hvassari norðanátt allra austast. Bjart veður syðra, annars skýjað og úrkomulítið. Þykknar upp suðvestan til í kvöld með slyddu. Vægt frost. VEður 4 �� �� �� �� �� � � � Stjörnuritstjóra meinaður aðgangur Jefferson Hack var vísað frá skemmti- staðnum Rex fyrir misskilning. fóLk 46 Götulistamaður- inn Súrkúla Listin á ekk- ert skylt við skemmdar- verk. mEnning 30 Til hamingju með daginn! „Margir samverkandi þættir urðu til þess að Landssamband framsóknarkvenna var stofnað og konur voru mjög meðvitaðar um stöðu sína á þessum tíma,“ segir Bryndís Bjarnason. í dag 22 uppLýSingamáL Hagsmunir almennings af því að fá vitneskju eða upplýsingar um hvernig opin- berum eignum er varið vega þyngra á metunum en viðskipta- hagsmunir, sem eru grundvöllur leyndarsamninga milli einkafyr- irtækja og hins opinbera. Þetta er niðurstaða úrskurðar- nefndar um upplýsingamál vegna kæru Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi þingmanns og ráð- herra. Hjörleifur leitaði eftir úrskurði nefndarinnar eftir að bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstað- ar meinaði honum aðgang að upp- lýsingum og gögnum um samn- inga milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenskrar orkuvirkjunar ehf. vegna fyrirhugaðra virkjanafram- kvæmda í Fjarðará. Nefndin úrskurðaði Hjörleifi í hag og var Seyðisfjarðarkaupstað gert skylt að veita Hjörleifi aðgang að samn- ingum sem gerðir voru vegna þessara framkvæmda. Hjörleifur segir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar athyglis- verða og gefa vísbendingu um á hvaða forsendum leyndin um samninga milli Landsvirkjunar og erlendra álfyrirtækja byggir. „Eðli málsins samkvæmt hafa allir úrskurðir þessarar nefndar for- dæmisgildi þar sem þetta er æðsti úrskurðaraðili innan stjórnsýsl- unnar á þessum vettvangi. Málið snýst um það, að einkafyrirtæki og hið opinbera ætla sér að halda fullri leynd yfir samningum á grundvelli viðskiptahagsmuna. En á það fellst nefndin ekki. Mér finnst ekki óeðlilegt, á grundvelli þessarar niðurstöðu, að það verði látið á það reyna hvort sambæri- legir samningar sem álfram- leiðslufyrirtæki hafa gert við fyr- irtæki í opinberri eigu, geti talist löglegir á sömu forsendum.“ Í úrskurðarorðum nefndarinn- ar er tekið fram að ekki sé „eðli- legt að þessar upplýsingar fari leynt“ einkum á „þeim ríku almannahagsmunum sem eru tengdir því að almenningur eigi kost á að fá upplýsingar um ráð- stöfun opinberra eigna“. Atli Gíslson, lögmaður Hjör- leifs, segir úrskurðinn vera merki- legan fyrir margra hluta sakir. „Kjarni málsins er sá að upplýs- ingaskyldan er rík. Við búum í lýð- ræðisþjóðfélagi. Meginreglan hlýt- ur að eiga að vera sú að það sé gegnsætt lýðræði í landinu og allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Samkvæmt þessum úrskurði er það alveg klárt, að viðskiptahags- munir nægja ekki til þess að halda leynd yfir samningum milli einka- fyrirtækis og hins opinbera. Á þeim forsendum finnst mér niður- staðan athyglisverð.“ - mh / sjá síðu 4 Gert að létta leynd af orku- samningum Seyðisfjarðarkaupstað og Íslenskum orkuvirkjunum var gert að létta leyndinni af samningum vegna virkjanaframkvæmda. Viðskiptahagsmunir nægja ekki til þess að halda leynd á virkjanasamningum, segir Atli Gíslason lögmaður. Eggert kaupir West Ham Búist er við að tilkynnt verði í dag um kaup Eggerts Magnússonar og fjárfestahóps hans á enska úrvalsdeildar- félaginu West Ham. íÞróTTir 40 & 43 veðrið í dag STjórnmáL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sagðist á Alþingi í gær telja að jafnræðisreglan gilti fyrir dómstólum, hann hefði ekki orðið var við annað. Jóhanna Sigurðardóttir Sam- fylkingunni spurði Björn um traust hans til dómstólanna í kjölfar nýlegrar greinar Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Morgunblaðinu. Þar sagði Arnar að ekki fengju allir sömu réttlátu málsmeðferðina innan réttarkerfisins. Baugsmálið sýndi það. Lýsti Arnar eftir við- brögðum yfirvalda. Auk þess að segjast telja að jafnræðisreglan gilti fyrir dóm- stólunum kvaðst Björn vonast til að geta síðar á þessu þingi lagt fram frumvarp um meðferð saka- mála og þá hlytu álitamál um rétt- arfar að koma til skoðunar. Jóhanna var ekki sátt við svör ráðherrans og fannst hann skauta fram hjá spurningum hennar. „Er hann að lýsa trausti á dóms- kerfið og dómstólana og ef hann er að því þá er varla hægt að líta fram hjá því að hann brigslar hátt- settum lögreglumanni hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra að fara með rangt mál,“ sagði Jóhanna. Þessum vangaveltum svaraði Björn með þeim orðum að skoð- anafrelsi ríkti í landinu. „Menn geta látið skoðanir sínar í ljós án þess að ráðherrar þurfi að tjá sig um þær hér í þingsalnum,“ sagði dómsmálaráðherrann. - bþs Dómsmálaráðherra um skrif Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns: Björn treystir dómstólunum björn bjarnaSon Segist ekki hafa orðið var við annað en að jafnræðisregl- an gildi fyrir íslenskum dómstólum. FréttaBlaðið/GVa Eðli málsins samkvæmt hafa allir úrskurðir þess- arar nefndar fordæmisgildi þar sem þetta er æðsti úrskurðaraðili innan stjórnsýslunnar á þessum vettvangi. HjörLeiFur guttormSSon FyrrVerandi ÞinGMaður íÞróTTir Keppnin um sterkasta mann heims hófst í Reykjavík í gær. Alls eru 24 þátttakendur skráðir til leiks, þar af þrír íslenskir aflraunamenn, þeir Benedikt Magnússon, Georg Ögmundsson og Stefán Sölvi Pétursson. Síðasta keppni fór fram í Kanada og þá fór Litháinn Zydrunas Savickas með sigur af hólmi. Framleiddir verða sjónvarps- þættir um keppnina sem sýndir verða í 219 löndum og ná þeir til 350 milljón heimila. Úrslit keppninnar fara fram á föstudag og laugardag í Reiðhöllinni í Víðidal. - shá Sterkasti maður heims: Minning Jóns Páls heiðruð tekur á Honum Stóra Sínum Keppnin um sterkasta mann heims hófst í álverinu í Straumsvík í gær. Átökin voru mikil eins og þessi mynd af Benedikt Magnússyni ber með sér en hann er kominn í úrslitin sem fara fram um helgina. FréttaBlaðið/VilHelM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.