Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 3
Alltof margir hunsa viðvörun-
armerki um hjartaáfall, sem
getur kostað þá lífið.
Nýleg bresk rannsókn sýnir að allt
að 42 prósent fólks sem finnur
fyrir brjóstverkjum bíða með að
hringja í neyðarlínuna í þeirri von
að verkurinn líði hjá.
Talið er að fólk sem finnur fyrir
brjóstverkjum bíði að meðaltali í
níutíu mínútur með að hringja á
sjúkrabíl. Tveir þriðju þeirra sem
tóku þátt í rannsókninni viður-
kenndu að þeir létu fremur maka
sinn, félaga, ættingja eða heimilis-
lækni vita en að hringja beint í
neyðarlínuna.
Árlega fá um 250 þúsund manns
hjartaáfall á Bretlandi. Þriðjung-
ur þeirra deyr áður en á spítala er
komið, vegna þess að þeir biðu
með að hringja í neyðarlínuna.
Heilbrigðisyfirvöld eru uggandi
yfir niðurstöðum rannsóknarinnar
og hafa hrundið af stað nýrri her-
ferð, í þeirri von um að fleiri nýti
sér þjónustu neyðarlínunnar.
- rve
Að hika er
að tapa
Þriðjungur þungana í Skotlandi
hafa ekki verið ráðgerðar.
Frá þessu er greint í nýjasta hefti
tímaritsins The Lancet. Rannsókn-
in fór fram á Edinborgarsjúkra-
húsi og voru fjögur þúsund verð-
andi mæður spurðar auk 907
kvenna sem sóttu um fóstureyð-
ingu.
Tíu prósent verðandi mæðra
sögðu að þungunin hefði alls ekki
verið ráðgerð og hefðu þær frekar
kosið að hún hefði ekki átt sér stað.
Flestar kvennanna sögðust þó ekki
sjá eftir henni og flestar viður-
kenndu að þó svo að þungunin
hefði ekki verið ráðgerð hefði hún
ekki komið á óvart.
Níutíu prósent kvennanna sem
sóttu fóstureyðingu sögðu þungun-
ina ekki hafa verið ráðgerða.
Óráðgerðar
þunganir
Svokölluð „slysabörn“ eru fjölmörg í
Skotlandi. nordicphoto/getty imageS
Trönuberjasafi inniheldur efni
sem hindrar sýkingar, hefur
góð áhrif á hjartað og virðist
vinna gegn öldrun og krabba-
meini.
Efnið í trönuberjunum sem hindr-
ar bakteríur frá því að setjast að í
kroppnum heitir PAC. Þetta efni
finnst líka í súkkulaði, vínberjum
og tei en hefur þó ekki sömu eigin-
leika og það hefur í trönuberjun-
um. PAC-efnið kemur til dæmis í
veg fyrir að þær bakteríur sem
valda þvagfærasýkingum festist á
veggjum þvagblöðrunnar og skol-
ar þeim í staðinn út úr líkamanum.
Þar sem 50-60 prósent kvenna á
Vesturlöndum fá þvagfærasýk-
ingu einhverntíma á ævinni minnk-
ar það verulega sýklalyfjatöku ef
þeim dugar að taka inn trönuberja-
saft í staðinn.
Trönuber hafa verið rannsökuð
í áratugi og niðurstöður benda til
að þau séu flestra meina bót. Sýnt
hefur verið fram á að þau fækka
magasáratilfellum og draga þar
með úr hættu á magakrabbameini,
einnig bæta þau kólesterólbúskap
líkamans og eru álíka góð fyrir
hjartað og rautt vín í hófi. Ein
merkasta uppgötvunin var gerð
fyrr á þessu ári við háskóla í Dart-
mouth í Massachusetts er sýnt var
fram á að PAC-efnið í trönuberjum
drægi úr vexti æxla í lungum. Enn
er haldið áfram rannsóknum og nú beinist athyglin að áhrifum berj- anna á veirur og sveppasýkingar.
Sannur lífselexír
trönuber virðast gera líkamanum mikið gagn.