Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 7
Úrslitakeppni um titilinn
„Sterkasti maður í heimi 2006“
fer fram á föstudag og laugar-
dag í Reiðhöllinni í Víðidal.
Tólf keppendur taka þátt í baráttu
um ofangreindan titil, en áður
höfðu 24 keppendur frá sextán
löndum tekið þátt í forkeppni í
álveri Alcan í Straumsvík.
Þrír keppenda eru íslenskir,
þeir Benedikt Magnússon, Stefán
Sölvi Pétursson og Georg
Ögmundsson.
Keppnin er haldin til að heiðra
minningu Jóns Páls Sigmarssonar,
sem var frumkvöðull íþróttarinn-
ar á Íslandi og hlaut á sínum tíma
alls fjórum sinnum titilinn „Sterk-
asti maður heims“.
Úrslitin hefjast í Reiðhöllinni
föstudaginn 24. nóvember kl. 18
þar sem kraftajötnar munu etja
kappi hver við annan og loka-
keppnin verður laugardaginn 25.
nóvember kl. 15. - rve
Sterkasti maðurinn
Jón Páll Sigmarsson hlaut fjórum sinn-
um titilinn „Sterkasti maður heims“.
Öll sex ára börn landsins fá
endurskinsborða frá skátum.
Skátahreyfingin sendi nýlega
öllum sex ára börnum í landinu
endurskinsborða ásamt riti um
öryggi barna í umferðinni. Þá
fylgdu ritinu tveir endurskinslím-
miðar til að líma á úlpur barnanna.
Þetta er sextánda árið sem skát-
arnir vinna þetta verkefni undir
heitinu Látum ljós okkar skína og
hafa þeir dreift um 75 þúsund end-
urskinsborðum til barna í landinu.
Áður var borða dreift sem brugðið
var um öxl barnanna en í dag eru
borðarnir útbúnir með frönskum
rennilási sem gerir þá endingar-
betri.
Það er margsannað að það dregur
verulega úr slysum gangandi veg-
farenda ef fólk er með endurskins-
merki í svartasta skammdeginu.
Aðalstyrktaraðili er Vátrygginga-
félag Íslands (VÍS), en jafnframt
hafa fjölmörg fyrirtæki og stofn-
anir styrkt verkefnið. Þá er sam-
hliða verkefninu og því til stuðn-
ings rekið bílnúmerahappdrætti á
hverju ári þar sem öllum bifreiða-
eigendum er sendur happdrættis-
miði. Dregið er í happdrættinu 31.
desember.
Skátar láta
ljós sitt skína
Nauðsynlegt er að vera með endurskins-
merki í svartasta skammdeginu.
Læknum hættir til að sjást yfir
mjólkurofnæmi barna sam-
kvæmt nýlegri breskri rannsókn.
Mikill meirihluti lækna sem tóku
þátt í rannnsókninni taldi starfs-
bræður sína rugla einkennum
mjólkurofnæmis saman við aðra
kvilla.
Sérfræðingar segja að ástæð-
una megi líklegast rekja til þess
hversu algeng og óljós einkenni
mjólkurofnæmis séu, það er að
segja útbrot og niðurgangur.
Stór hluti læknanna vissi ekki
hvernig best væri að meðhöndla
mjólkurofnæmið, sem getur haft
alvarlegar afleiðingar og jafnvel
valdið dauða.
Einhverjir mæltu með því að
nota tilbúna mjólk í stað kúamjólk-
ur á meðan aðrir álitu soja-mjólk
vænsta kostinn. Heilbrigðisyfir-
völd töldu það hins vegar óráð, þar
sem vitað er að sojamjólk getur
valdið ófrjósemi hjá einstakling-
um sem hafa drukkið hana í lengri
tíma í barnæsku. Einnig eru líkur
á því að börn með ofnæmi fyrir
kúamjólk þoli heldur ekki soja-
mjók.
Ofnæmi fyrir kúamjólk er
algengara en margur heldur og er
talið að það hrjái allt að tíu þúsund
bresk börn. Nú er verið að setja
saman bækling um slíkt ofnæmi
og er það vafalaust mörgum fagn-
aðarefni.
- rve
Greina ekki mjólkurofnæmi
Ofnæmi fyrir kúamjólk er algengara en
margur heldur.
Sex mikilvæg
næringarefni
NæriNgarefNi eru
aNNað Og meira
eN vítamíN, þótt
Oft álíti fólk
þau eiNN Og
Sama hlutiNN.
kolvetni, hvítuefni,
fita, steinefni, vít-
amín og vatn eru
næringarefni og öll
nauðsynleg góðri
heilsu. Næringarefni
eru nauðsynleg til að fullnægja
orkuþörf, fyrir starfsemi líffæra,
frumuvöxt og nýtingu matar.
Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía
næringarefni }
telpurS onuK r
Staðurinn - Ræktin
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Við bjóðum
fjölbreytta tíma í sal,
margvísleg námskeið, tækjasal og leiðsögn
Opna kerfið - Þinn tími er kominn!
1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki
2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun
3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla
4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð,
stangir, teygjur
5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur
6. Yoga
7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð.
8. Sprengitími, 30 mínútna hádegispúl
9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar
Barnagæsla - Leikland JSB
• TT 3 og 4 Taktu þér tak!
Lokuð 5 vikna átaksnámskeið 3 x í viku
fyrir stelpur16-20 og 21-30 ára
• Rope Yoga
Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi
Lokuð 5 vikna námskeið 2 x í viku
• 6o +
Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri
Lokuð 5 vikna námskeið 2 x í viku
Glæsilegur nýr tækjasalur!
Vertu velkomin í okkar hóp!
Innritun hafin!
Eftirtalin 5 vikna námskeið
hefjast 27. nóvember:
25%
jólaafsláttur
af 4 mánaða kortum
í opna kerfinu