Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 55
Fyrirsætan Heather Mills gerir
nú allt hvað hún getur til að bæta
ímynd sína eftir að hafa fengið
slæma útreið í breskum fjölmiðl-
um vegna skilnaðarins við Paul
McCartney.
Mills mætti í viðtal við
sjónvarpsstöðina Extra þar sem
fyrirsætan vísaði því á bug að hún
væri eingöngu á höttunum eftir
auðævum fyrrverandi eiginmanns
síns. „Ég varð ástfangin af eðlileg-
um ástæðum, ég elskaði hann
skilyrðislaust,“ sagði Mills. „Mest-
ur hluti af mínum launum og öðrum
tekjum rennur til góðgerðarmála,“
bætti hún við. „Ef ég væri bara á
eftir peningum ætti ég stórar og
þykkar bankabækur. Ég er hins
vegar góð móðir, bara góð mann-
eskja yfirhöfuð,“ lýsti Mills yfir.
Hún lýsti því jafnframt yfir að
það væri enginn nýr maður í lífi
hennar en bresku götublöðin hafa
haldið því fram að Mills væri í
tygjum við einkaþjálfara sinn Ben
Amigoni. „Ég ætla aldrei að gifta
mig aftur og er ekki ástfangin,“
sagði Mills ákveðin.
Í sunnudagsútgáfu Daily Mirror
er því haldið fram að Mills ætli að
bjóða fjörutíu gestum í afmælis-
veislu til Slóveníu en talið er að
herlegheitin muni kosta í kringum
hundrað þúsund pund, sem sam-
svara í kringum þrettán milljón-
um íslenskra króna. Mirror segir
að með þessu vilji Mills þakka
vinum sínum fyrir veittan stuðn-
ing en ónafngreindur heimildar-
maður bætir því við að þarna
gefist henni einnig tækifæri til að
vinna sameiginlega vini þeirra
Pauls á sitt band.
Heather opnar sig
HeatHer Mills Var í sjónvarpsviðtali á
afþreyingarstöðinni Extra þar sem hún
sagðist ekki sækjast eftir auðævum Paul
McCartney.
Leikkonan Reese Witherspoon
hefur nú talað út um skilnað hennar
og leikarans Ryans Phillippe en þau
skildu fyrir stuttu. Witherspoon
segir að ástin hafi verið til staðar
hjá þeim báðum. „Þegar maður
þarf að sinna fimmtíu hlutum á
hverjum degi þá gleymir maður
einhverju og við gleymdum hvort
öðru í of langan tíma,“ segir Reese
en skötuhjúin eiga tvö börn saman.
Miklar sögusagnir hafa verið uppi
um að Phillippe hafi haldið framhjá
Witherspoon með mótleikkonu
sinni Abby Cornish en Reese hefur
neitað að tjá sig um það mál.
Gleymdum
hvort öðru
GleyMin Reese Witherspoon og Ryan
Phillippe voru gift í sjö ár en ástæðan
fyrir skilnaðinum var sú að þau gleymdu
hvort öðru.
Plötur Megasar, Hættuleg hljóm-
sveit og glæpakvendið Stella
(1990), Þrír blóðdropar (1992) og
Drög að upprisu (1994) hafa verið
endurútgefnar. Auk þess kemur út
tónleikaplatan Greinilegur púls
sem var hljóðrituð á tónleikum
Megasar með kjarna Sykurmol-
anna á Púlsinum árið 1991. Þessi
merka upptaka hefur aldrei verið
gefin út áður.
Þetta er í annað sinn sem
Íslenskir tónar senda frá sér veg-
legar endurútgáfur á plötum
Megasar en árið 2002 komu tíu
fyrstu sólóplötur meistarans út
ásamt miklu aukaefni. Þessar
þrjár plötur eru þær sömu og
komu út í kjölfar þeirra tíu fyrstu
á sínum tíma.
Á nýju útgáfunni af Hættulegri
hljómsveit og glæpakvendinu
Stellu má finna heila aukaplötu
sem Megas kallar Óspillt Stella,
ung og stök. Sú geymir frumupp-
tökur nánast allra laga plötunnar.
Endurútgáfa Þriggja blóðdropa
skartar einnig fjölda aukalaga. Ný
útgáfa plötunnar Drög að upprisu
inniheldur einnig aukaplötu með
tíu lögum sem ekki komu út á
upphaflegu plötunni en á Drögum
að upprisu lék Ný dönsk undir hjá
Megasi á tónleikum í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð.
Ferna frá Megasi
MeGas Tónlistarmaðurinn Megas hefur
gefið út fjölmargar vel heppnaðar plötur
í gegnum árin.
www.haskolabio.is
Varðveitt líf mitt
fyrir ógnum óvinarins
kvikmynd eftir baltasar kormák
HAGATORGI • S. 530 1919
Munið afsláttinn
/ ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI / AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.i.16
JónAS M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
ADRIFT kl. 8 - 10:10 B.i.12
THE LAST KISS kl. 8 B.i.12
BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
MATERIAL GIRLS kl. 6 Leyfð
THE DEPARTED kl. 7:30 - 10:30 B.i.16
THE LAST KISS kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12
BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð
JACKASS nUMBER TWO kl. 4 B.i.12
óBYGGÐIRnAR M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð
CASInO ROYALE kl. 4:30 – 7:30 – 10:30 B.i.14
CASInO ROYALE VIP kl. 4:30 – 7:30 – 10:30
JónAS M/- Ísl tal. kl. 4 - 5:45 Leyfð
FLY BOYS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
ADRIFT kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12
VEGGIE TALES M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
FLY BOYS kl. 8 B.i.12
BARnYARD M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
THE DEPARTED kl 8 B.i.12
CASInO ROYALE kl. 7 - 10 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 8 - 10 B.i. 16
THE DEPARTED kl. 9 B.i. 16
THE QUEEn kl. 7 B.i. 12
BÖRn kl. 6 - 8 B.i.12
SCAnnER DARKLY kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16
MÝRIn kl. 7 - 9 - 10:15 B.i. 12
FLY BOYS kl. 6 - 9 B.i.12
Allt mun ekkI verðA í lAgi
Ótextuð
„...Loksins fundinn Leikari sem fyllir
skarð Connerys. Hann Hefur mýkt og
Hörku, drottnandi útgeislun og er ámóta
karlmannlegur á velli og skotinn.”
-SV MBL
Frá höFundi BlAde runner
Sýnd í í SAMbíóunum Kringlunni
empire
ALLAR SÖGUR EIGA SÉR UPPHAF
(síðastikossinn) ( (
( (HinirrÁFÖLLnUF(flugstrákar)
(roFin persónuvernd)
Þriðjudagar eru bíódagar
2 fyrir 1 í Sambíóin
fyrir viðskiptavini sparisjóðsins
gildir ekki á íslenskar myndir né í Vip