Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 8
Á næsta ári verða minnst tveir friðargæsluliðar sendir til Líberíu á vegum utanrík- isráðuneytisins, í samstarfi við barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og þróunarsjóð SÞ í þágu kvenna (UNIFEM), sagði Val- gerður Sverrisdóttir á morgun- verðarfundi UNIFEM í gær. Verkefnin verða borgaralegs eðlis og mun sá friðargæsluliði sem fer í samvinnu við UNIFEM starfa að uppbyggingu stjórnsýslu í landinu, en UNICEF-liðinn að öðru tveggja; heilsuvernd og nær- ingu eða vatnsfrárennsli og -hrein- læti. „Mikið verk er framundan þar við að tryggja stöðugleika sem er nauðsynlegur grundvöllur upp- byggingar og framþróunar á svæð- inu. Ég sé fyrir mér íslenska frið- argæslu sem hentar báðum kynjum, þar sem uppbygging og friðarferli haldast í hendur og við Íslendingar leggjum af mörkum til alþjóðasamfélagsins sérkunnáttu okkar og þekkingu. Þetta er sú friðargæsla sem við stefnum að,“ sagði Valgerður og fagnaði sam- starfi ráðuneytisins og UNIFEM. Einnig stendur til að bæta við friðargæsluliða á Balkanskaga á næsta ári og verða alls tveir slíkir þar. Friðargæslan breiðir því út vængi sína og er ráðgert að starfs- menn hennar verði fleiri en þrjá- tíu á næsta ári. Það er langtíma- markmið utanríkisráðuneytisins að um fimmtíu karlar og konur starfi víðs vegar um heim á vegum friðargæslu Íslands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska friðargæslan lætur mál- efni Líberíu til sín taka, en síðasta sumar var þar starfandi fulltrúi gæslunnar í samstarfi við mat- vælaáætlun SÞ. Þess má geta að fyrsti kjörni kvenkyns forseti Afríku er Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu. Hún var kjörin í fyrra og var áður stjórnandi þróunarhjálpar SÞ í Afríku. Friðargæslan snýr aftur til Líberíu Friðargæsluliðar fara utan á næsta ári til að vinna að uppbyggingu í Vestur-Afr- íkuríkinu Líberíu. Verkefnin verða borgaraleg og valin út frá getu Íslendinga og kunnáttu. Stefnt er að því að í framtíðinni verði fimmtíu manns í friðargæslu. Ég sé fyrir mér íslenska friðargæslu sem hentar báðum kynjum, þar sem upp- bygging og friðarferli haldast í hendur. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoðun á núverandi mörkum friðlandsins og friðlýsingarskilmálum. Starfshópurinn á að meta stöðuna og ræða við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu og gera tillögur um stækkun friðlandsins svo og hugsanlegar breytingar aðrar á mörkum friðlandsins og einstökum atriðum friðlýsingar- innar. Í hópnum eru fulltrúar þriggja hreppa á svæðinu auk fulltrúa umhverfisráðherra, Árna Bragasonar, sem stýrir hópnum. Stærra friðland í Þjórsárverum Stjórnir Lífeyris- sjóðs Austurlands og Lífeyris- sjóðs Norðurlands hafa staðfest samruna þessara sjóða með þeim fyrirvara að sameiningin verði samþykkt á ársfundi sjóðanna í byrjun næsta árs. Starfssvæði sjóðsins mun ná frá Hrútafirði í vestri að Skeiðar- ársandi í austri og verða sjóðfé- lagar í sameinuðum sjóði um 20 þúsund og lífeyrisþegar um sex þúsund talsins. Eignir sameinaðs sjóðs verða ríflega 80 milljarðar króna og árlegar lífeyrisgreiðslur um 2 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir sameinast Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í vikunni var til meðferðar tillaga um hækkun gjalda á frístunda- heimili og sundstaði um 8,8 prósent. Nái tilllagan fram að ganga mun mánaðargjald á frístunda- heimili hækka úr 7.500 krónum á mánuði í 8.160 krónur. Tillögur um 8,8% hækkun Karlmaður á þrítugs- aldri var dæmdur til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fang- elsisvistar fyrir vopnað rán í Hér- aðsdómi Reykjaness í fyrradag. Maðurinn fór inn í verslunina Apótekarann í Kópavogi í febrúar síðastliðnum með hulið andlit og vopnaður búrhnífi. Hann ruddist inn fyrir afgreiðsluborð verslun- arinnar og heimtaði að sér yrði afhent lyfið contalgin en tók fram að hann vildi enga peninga. Þegar starfsmenn sögðu honum að það lyf væri ekki til heimtaði hann ritalín. Hann fékk afhenta níu kassa af því lyfi og hljóp síðan í burtu. Maðurinn var handtekinn fimm dögum síðar og færður til skýrslu- töku. Þar sagðist hann vera sak- laus af verknaðinum. Daginn eftir var lýst eftir honum og fannst hann þá á hóteli í Reykjavík með hnífinn sem notaður var í ráninu. Hann játaði brot sitt síðar þann dag. Maðurinn kvaðst fyrir dómi hafa verið í fíkniefnaneyslu síð- astliðin tólf ár og sprautað sig helming þess tíma. Eftir ránið og handtökuna leitaði hann sér hjálp- ar við fíkn sinni og hefur að eigin sögn verið allsgáður síðan. Maðurinn hefur hlotið fjöl- marga aðra dóma og var meðal annars dæmdur í tólf mánaða fangelsi í október í fyrra vegna annars ráns. Hann situr þann dóm af sér um þessar mundir og því mun dómurinn í gær bætast við þá fangelsisvist. Vopnaður með hulið andlit Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel með það að markmiði að hafa áhrif á mál hjá Evrópusambandinu sem hafa áhrif á íslensk sveitarfélög og tengja íslensk sveitar- félög betur við verkefni sem Evrópusambandið stendur fyrir. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, segir að það sé síðasta sveitarfélagasambandið í Evrópu til að opna skrifstofu í Brussel. Hann segir það mikilvægt fyrir íslensk sveitarfélög að komast nær málum á vinnslustigi og geta þannig haft áhrif á útkomu þeirra fyrir íslenska hagsmuni. „Dæmi um mál sem við hefðum að öllum líkindum getað haft áhrif á og sparað íslenskum sveitarfélögum veru- lega fjármuni er frárennslistilskipunin,“ segir Halldór. „Hún segir til um hvernig frárennslismál- um skuli háttað í Evrópu og kostaði íslensk sveitar- félög 20 milljarða króna,“ segir hann. Halldór telur að hægt hefði verið að sýna fram á íslenska sérhags- muni og þar með losna við mikinn óþarfakostnað. Anna Margrét Guðjónsdóttir veitir skrifstofunni forstöðu. Þrjátíu og fjögurra ára gömul norsk móðir hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna gæslu- varðhald, grunuð um að hafa reynt að fá fimmtán ára stúlku til að drepa óvin hennar. Mun konan hafa boðið stúlk- unni 10.000 norskar krónur fyrir verknaðinn, eða jafnvirði 112.000 íslenskra króna. Konan, sem býr í Arendal, sendi stúlkunni tíu textaskilaboð þar sem þessar upplýsingar koma fram, segir í frétt norska blaðsins VG af málinu. Mun hún hafa lagt til að stúlkan gæfi manninum eiturlyf og myrti hann síðan. Reyndi að leigja táning til morðs Hvaða íslenska sjónvarpsstöð tryggði sér útsendingarrétt á ensku knattspyrnunni á dög- unum? Hvað heitir skip Binna í Gröf, aflakóngsins úr Vestmannaeyj- um? Hver er nýr rektor Háskólans í Reykjavík?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.