Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 80
„Staðan er 1-0 fyrir Barcelona og það var hann Guðjohnsen landi þinn sem skoraði,“ sagði barþjónn- inn á fótboltakránni í þorpinu Carbonero þegar ég kom þangað inn til að fylgjast með seinni hálf- leik í viðureign Börsunga og Mall- orca. Ég settist niður með kaffi- bollann og var að rifna úr þessu hættulega monti sem stundum getur leikið okkur íþróttaáhuga- menn grátt. Þegar landi minn bætti svo öðru marki við fannst mér ég hafa himin höndum tekið. Mér fannst þorpsbúar horfa á mig með lotningu og ekki var ég frá því að stúlkurnar sem eitthvert vit höfðu á fótbolta nálguðust mig með blik í auga. „Þetta er stórleikur hjá Íslend- ingnum,“ sagði þulurinn og unaðs- kennd sem ég kannaðist við frá því Íslendingar urðu heimsmeist- arar í handknattleik gerði aftur vart við sig. Reyndar var það í B- keppni en það skiptir engu máli. Ég þurfti á þessari upplyftingu að halda þar sem ég hafði spilað minn fyrsta leik með Carbonero-liðinu deginum áður og einhverjir höfðu verið að núa mér því um nasir að hafa klúðrað dauðafæri. En þetta er hættuleg gæfa því maður vinnur ekki fyrir henni sjálfur, nema að því leyti að veðja á heppilegt lið eða leikmann. Henni fylgir einng sú árátta að óska öðrum ógæfu. Til dæmis fyll- ist ég angist fyrir hönd gæfusmiðs míns, Eiðs Smára, þegar Saviola skorar en þeir eru í harðri sam- keppni um framherjastöðuna. Ég er farinn að hata Saviola. Ég sé sömu angist framan í Ronaldo þegar hann situr á varamanna- bekknum og sér annan framherja skora fyrir Real Madrid. Hann var til dæmis að hita upp í leiknum gegn Steaua Bucarest þegar hann heyrði áhangendur Madridinga byrja að fagna marki. Kalt vatn rann honum milli skinns og hör- unds þar til honum varð ljóts að miðvörður Steaua hefði óáreittur skorað sjálfsmark. Þá brosti hann út að eyrum og hélt áfram að teygja nárann. Svona haga áhangendur sér líka. Stuðningsmenn Real Madrid eru oft rétt búnir að skála fyrir sigri síns liðs þegar þeir þurfa svo að drekkja sorgum sínum þar sem Barcelona vann einnig í sinni við- ureign. Sömu sögu er að segja af stuðningsmönnum Börsunga en þeir ganga undir viðurnefninu bossarnir (culés). Bossarnir eru löngu hættir að ergja sig yfir þessu viðurnefni enda er það komið frá upphafsárum Barcelona liðsins. Þá var hár veggur umhverfis leikvanginn og sátu menn uppi á honum. Þeir sem voru utan við leikvanginn sáu því ófáa bossa uppi á vegg og þótti því þetta viðurnefni við hæfi. Ekki veit ég hvort gleður bossana meira, gæfa eigin liðs eða ógæfa óvinanna. Luis Figo gat til dæmis glatt þá mjög með ógæfu sinni meðan hann lék með Real Madrid en þá var hann talinn hataðasti maðurinn meðal bossanna. Nú hefur reyndar Mourinho þjálfari Chelsea skotið honum ref fyrir rass hvað óvild bossanna varðar. Leik Börsunga og Mallorca lauk með sigri Eiðs Smára og félaga, fjórum mörkum gegn engu. Hann var kallaður Góljohn- sen eftir leikinn í útbreiddu íþróttablaði. Ég hélt reyndar fyrst að verið væri að ræða um brekku- söng Árna Johnsen þegar ég rak augun í þetta nýja viðurnefni. Svo heyrði ég nokkra samherja mína ræða um leikinn og minnt- ust þeir á það að Íslendingurinn í Barcelona hefði skorað tvö mörk. „Það er eitthvað annað en þessi klaufski Íslendingur sem við erum með,“ svaraði þá einn þeirra og minnti mig þannig óþægilega á það að hver er sinnar gæfu smið- ur. En það er samt ofsalega gaman þegar Eiður Smári skorar. Gæfan er ekki höndluð með Góljohnsen Hið rétta nafn heimavallar West Ham er Boleyn Ground en oftast nær gengur hann undir nafninu Upton Park, eftir svæðinu í Lond- on þar sem völlurinn er. Völlur- inn var byggður árið 1904. Gras- flötur vallarins er 112x72 metrar. Upton Park tekur 35.647 áhorf- endur í sæti en völlurinn tók miklum breytingum á tíunda ára- tug síðustu aldar. Árið 1993 var suðurstúka vallarins endurbyggð og ný tveggja hæða og 9.000 sæta stúka byggð sem ber heitið Bobby Moore stúkan. Árið 1995 var norðurstúkan endurbyggð og tveggja hæða og 6.000 sæta stúka byggð. Síðustu endurbætur á vellinum voru gerðar árið 2001 þegar vestur- stúka vallarins var tekin út fyrir 15.000 sæta stúku sem kallast Dr. Martens-stúkan. Áform eru uppi um að stækka völlinn á næstu árum og áætlað er að hann taki u.þ.b. 45.500 áhorfendur. Þessar endurbætur eiga að hafa það í för með sér að horn vallarins verða lokuð. Allt veltur þetta þó á því hvort West Ham nái að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Heitir í raun Boleyn Ground West Ham United Foot- ball Club var stofnað árið 1895. Félagið hét upphaflega Thames Ironworks Football Club en það var stofnað af járn- og skipasmíða- félagi í London. Gælunafn félags- ins er The Hammers eða Hamr- arnir, ef við uppfærum það á íslensku. Önnur gælunöfn sem notuð eru um West Ham eru The Irons (Járnin) og The Academy of Football (Knattspyrnuakademí- an). West Ham er Lundúnalið og er staðsett í austurhluta borgar- innar, í Newham-hverfinu í Lond- on. Á upphafsárum félagsins lék það á Hermit Road vellinum og varð fyrsta félagið til að nota flóð- ljós í einhverri líkingu við þau flóðljós sem notuð eru nú til dags, en það var í leik gegn Arsenal. Þessi leikur var í Lundúna-deild- inni sem þá var við lýði. Félagið var að lokum borið út af Hermit Road vellinum og neyddist til að spila leiki sína á heimavöllum ann- arra liða. Thames Ironworks var lagt niður árið 1900 en 5. júlí þetta sama ár var félagið endurvakið og fékk þá nafnið West Ham United Football Club. Þá varð félagið atvinnumannafélag og fyrsti framkvæmdastjóri West Ham var Syd King. Gælunöfn West Ham, Hamrarnir og Járnin, vísa til upp- runa félagsins sem verkamanna félag, stofnað af járn- og skipa- smiðum. Fimm árum eftir að félagið gerðist atvinnumannalið fluttu það á völl sem var á Upton Park svæðinu í London og bar heitið The Castle. Upprunalega hliðið að þeim velli stendur enn fyrir utan Boleyn Ground (Upton Park), núverandi heimavöll West Ham. Þegar saga West Ham er skoð- uð vekur athygli að einungis tíu framkvæmdastjórar hafa verið starfandi hjá félaginu á þeim rúm- lega 100 árum sem félagið hefur verið við líði. Framkvæmdastjór- ar félagsins frá upphafi eru Syd King (1901-1932), Charlie Paynter (1932-1950), Ted Fenton (1950- 1961), Ron Greenwood (1961- 1974), John Lyall (1974-1989), Lou Macari (1989-1990), Billy Bonds (1990-1994), Harry Redknapp (1994-2001), Glenn Roeder (2001- 2003) og Alan Pardew (2003-?) Þekktustu leikmenn félagsins í gegnum tíðina eru líklega Martin Peters, Bobby Moore og Geoff Hurst, en allir voru þeir í enska landsliðinu sem vann heimsmeist- arakeppnina árið 1966. Bobby Moore var fyrirliði liðsins og Geoff Hurst er eini maðurinn í sögunni sem skorað hefur þrennu í úrslitaleik HM en sú þrenna kom árið 1966 þegar England vann Vestur-Þýskaland í úrslitaleik keppninnar, 4-2. Geoff Hurst er næst markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann skoraði 252 mörk á þrettán ára ferli sínum sem leikmaður West Ham. Markahæsti leikmaður West Ham er hins vegar Vic Watson sem skoraði 326 mörk á árunum 1920 til 1935. Fyrir utan Upton Park má sjá styttu af Bobby Moore þar sem hann er að fagna heimsmeistara- titlinum ásamt Martin Peters, Geoff Hurst og Ray Wilson, sem var leikmaður Everton. Styttan er gerð eftir frægri ljósmynd sem tekin var á Wembley stuttu eftir úrslitaleikinn. Moore lést 24. febrúar árið 1993 úr krabbameini en til marks um vinsældir Moores þá var suðurstúka Upton Park nefnd eftir honum skömmu eftir andlát hans. Ef við færum okkur aðeins nær nútímanum og skoðum þá leik- menn sem slegið hafa í gegn hjá félaginu á undaförnum áratug eða svo er Paolo Di Canio ofarlega í hugum manna, en það var Harry Redknapp sem keypti ítalska snill- inginn til félagsins. Di Canio lék frábærlega á þeim tíma sem hann var hjá West Ham og gladdi oft augað með skemmtilegum tilburð- um á vellinum. Annar ástsæll sonur West Ham er Trevor Brooking en hann lék allan sinn feril hjá félaginu, frá 1967 til 1984. Brooking vann tvo bikarmeistaratitla með West Ham og skoraði m.a. sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Arsenal. Markið skoraði hann með skalla sem þótti sjaldséð á þeim bænum. West Ham er þekkt fyrir að ala af sér afbragð knattspyrnumenn og nægir þar að nefna leikmenn eins og Joe Cole, Rio Ferdinand, Frank Lampard, Michael Carrick og Jermain Defoe sem dæmi. West Ham hefur ekki verið mjög sigursælt félag í gegnum tíð- ina en einkenni á West Ham er að það hefur ávallt alið af sér góða leikmenn, sem félagið neyðist svo til að selja frá sér, auk þess sem það hefur ávallt þótt leika skemmtilegan fótbolta. West Ham hefur aldrei unnið efstu deildina á Englandi en félag- ið hefur þrisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari í ensku bik- arkeppninni, 1964, 1975 og 1980, og tvisvar endað í öðru sæti í bik- arkeppninni, árið 1923 og nú síð- ast í vor þegar liðið tapaði fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Liðið vann Evrópukeppni bik- arhafa tvisvar í kjölfar þessara bikarmeistaratitla, fyrst árið 1965 og einnig árið 1976. West Ham vann einnig góðgerðarskjöldinn, sem nú heitir samfélagsskjöldur- inn, árið 1964 en það var einmitt Bobby Moore sem var fyrirliði í þessu sigursælasta liði West Ham. West Ham hefur tvisvar unnið næstefstu deildina á Englandi, fyrst árið 1958 og svo aftur árið 1981 en nýjasti titill félagsins kom árið 1999 þegar liðið vann Intertoto keppnina.. Eggert Magnússon er núver- andi stjórnarformaður West Ham en hann tók við því starfi af Terry Brown sem hefur gegnt stjórnar- formennsku hjá félaginu frá árinu 1992. West Ham hefur alið af sér margan góðan knattspyrnumanninn um árin en félagið hefur ekki unnið marga bikara. Gullöld liðsins var á sjöunda og átta áratugnum með Bobby Moore sem fyrirliða. Dagur Sveinn Dagbjartsson kynnti sér sögu West Ham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.