Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 74
Magnús Scheving fékk nýverið heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til íslensks kvikmyndaiðn- aðar. Hann hefur staðið í ströngu undanfarin ár við gerð Latabæjar og segist hvergi nærri vera hættur. Freyr Bjarnason ræddi við Magnús um Walt Disney, vinsældirnar og spíkat- hoppin endalausu. Latibær hefur verið að hasla sér völl sem eitt vinsælasta barnaefni í heimi. Þættirnir eru sýndir í 103 löndum og ná því til milljóna áhorfenda. Miklu hefur verið til- kostað við gerð þeirra hér á Íslandi. Um 160 manns starfa við þá og yfir 400 brellur eru notaðar í hverjum þætti. Allt þetta skilar sér svo beint á sjónvarpsskjáinn í stafrænum gæðum. Sjálfur hefur Magnús Scheving leikstýrt 40 af þeim 53 þáttum sem hafa verið framleiddir, auk þess sem hann hefur séð um handritsgerð í sam- vinnu við fleiri. Magnús segir að Edduverðlaunin hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta er hvatning fyrir allt fólkið í kring- um mig sem er að vinna að þessu. Ég tók ekki alveg til mín þessi verðlaun. Mikið af því fólki sem hefur komið að þessu hefur aldrei verið nefnt. Það sem er kannski enn mikilvægara eru menn sem ruddu hálfgerðan farveg fyrir Íslendinga, eins og Jón Þór í Saga film, Snorri í Pegasus og náttúru- lega Hrafn Gunnlaugsson og Frið- rik Þór og fullt af öðrum kvik- myndagerðarmönnum sem hafa kannski sett húsin sín undir og líf sitt til þess að mennta og þjálfa fólk í þessum bransa sem maður getur síðan gengið í og notað. Það er efst í huga hjá mér að einhver hafi þorað að gera þetta á undan manni.“ Magnús viðurkennir að hafa sjálf- ur lagt nánast líf sitt undir. „Það kemur eiginlega ekkert af sjálfu sér nema kannski maður sé hepp- inn og heppni er ekki til nema þá tímabundið,“ segir hann. „Ég er að gera eitthvað sem ég hef ánægju af og get ekkert vælt yfir því að það sé eitthvað erfitt. En auðvitað hefur maður tekið á því. Maður hefur komið heim og þurft að sofa í 40 mínútur áður en næsta törn hefst. Þegar við tókum upp þessa 35 þætti þá vorum við að koma heim klukkan fimm og fórum kannski út aftur hálf átta. Þetta gerðum við í fjórtán mánuði alla daga vikunnar.“ En hvernig hefur hann eiginlega farið að þessu? „Ég held að ég hafi verið ótrúlega heppinn að því leyt- inu til að vera í mjög góðu formi áður en ég fór í þetta og ég segi að heimsmeistarakeppnin [í þolfimi] hafi bara verið góð upphitun,“ segir hann og hlær. Magnús segist vera inn- byggður jógi og það hafi komið sér vel. „Ég hef kom- ist að því á seinni árum að ég get fengið orku úti um allt. Að verða bensínlaus gerist ekki oft hjá mér en auðvitað verður maður þreyttur og þá tekur maður rangar ákvarðanir,“ segir hann og líkir sér að sumu leyti við Walt Disney, sem var einmana því enginn skildi hann til að byrja með. Einnig átti Disney oft átt í fjárhagserfiðleikum og varð til að mynda þrisvar sinnum gjaldþrota. Sjálfur segist Magnús aldrei hafa verið nálægt gjaldþroti en samt hafi hann aldrei tekið pening úr Latabæ fyrir sjálfan sig. Magnús hefur verið duglegur, í gervi Íþróttaálfsins, við að styðja gott málefni. Hefur hann fengið þúsundir bréfa þar sem óskað hefur verið eftir kröftum hans. Nýverið var hann staddur í London til að opna íþróttahús sem var nefnt í höfuðið á honum og einnig hefur hann heimsótt veik börn. „Það sem hafði mest áhrif á mig var veikur strákur í Bandaríkjunum sem átti lítið eftir. Ég ákvað að fara strax og spurði hvað ég ætti að koma með til hans. Þá sagði hann íþróttana- mmi, eða eitt epli. Þá áttar maður sig á því þegar maður flýgur um hálfan hnöttinn með eitt epli í far- teskinu hversu rosaleg ábyrgð fylgir þessu og hversu mikil áhrif þetta hefur.“ Nýverið birtist grein eftir íslensk- an bókmenntafræðing þar sem Latibær var gagnrýndur fyrir að vinna gegn öllu sem þátturinn predikar. Þátturinn væri sjálf- ur skyndibiti sem hvetti krakka til að vera inni hjá sér, glápa á sjónvarpið og kaupa síðan alls konar Latabæjar- vörur. Magnús segir að ekkert sé hafið yfir gagnrýni og tvær hliðar séu á öllum málum. „Ég er ekkert viss um að Latibær sé heimsins besta prógramm en ég er viss um að Latibær hefur gert sitt besta. Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. „Ég held reyndar að ef Latibær væri skyndibitaboðskapur þá myndi hann vera auglýstur eins og 99% af öllu barnaefni á sælgæti. Þar er 300% álagning og þar færðu peningana þína til baka. Á Íslandi er Latibær ekki einu sinni kominn á djús, hann fór bara í vatn, sem er ekki mikill gróðabissness. Við eigum íslenskt prumpulag sem er örugglega ekki sú fyrirmynd sem Íslendingar vilja hafa. Mér finnst Prumpulagið hans Dr. Gunna vera með fyndari lögum sem ég hef hoppað með mínum börnum en Latibær er bara að reyna að vera með jákvæðan boðskap og gera hlutina á skemmtilegan hátt.“ Orðróm um að Latibær ætli að hasla sér völl á leikfanga- markaðnum segir Magn- ús á rökum reistan en það sé einungis gert til að hægt sé að framleiða þætt- ina. Hver þátt- ur af Latabæ kostar 42 til 56 milljón- ir króna, sem er mun dýrara en gengur og gerist. Magnús segist vilja tryggja að gæðin séu fyrir hendi og því þurfi að fá inn pening til að borga þetta allt saman, því sjónvarpsstöðvar borgi lítið fyrir barnaefni. Magnús er nýkominn heim frá Bretlandi þar sem hann fór í fjölda viðtala hjá blöðum og í sjónvarpi. Fór hann m.a. í spjallþátt þar sem Michael Bolton var á meðal gesta. Latabæjar-smáskífa verður jafn- framt gefin þar út á næstunni og er henni spáð miklum vinsældum. Vinsældir í S-Ameríku eru einnig að aukast og á næsta ári verða sett- ar myndir af Íþróttaálfinum á 4,5 milljónir mjólkurferna á dag í Mexíkó. Einnig ætla Brasilíumenn og Argentínumenn að setja upp stórar Latabæjarsýningar. Fyrir utan þetta er verið að leggja drög að fyrstu Latabæjar-bíómynd- inni sem mun fjalla um uppruna Íþróttaálfsins. „Latibær er á kross- götum. Latibær getur sameinast stórfyrirtæki, hann gæti verið keyptur af öðru fyrirtæki og við gætum ákveðið að stækka Latabæ og blása til sóknar. Latibær hefur að vísu aldrei fengið styrki. Við sóttum um en höfum alltaf fengið nei, en ég mjög ánægður með að ríkisstjórnin ætli að setja meiri pening í íslenskan kvikmyndaiðn- að,“ segir hann. Magnús segist eiga mörg ár eftir í Latabæ. „Í gær [á fimmtudag] þurfti ég að gera 50 spíkathopp og 150 arm- beygjur og ég verð að viður- kenna að þetta er orðið erfið- ara og erfiðara. Ég varð 42 ára um daginn og það er farið að taka lengri tíma að jafna sig. Ég hef ekki mikinn tíma til að æfa mig en ég er að reyna eftir bestu getu að gera þetta. Þú þarf að vera heitur í öllum tökum. Maður þarf kannski að hoppa í splitt klukkan níu um morguninn, aftur klukkan tvö og síðan klukkan sex. Maður þarf að vera heitur líkamlega allan daginn, dag eftir dag, og það er meira en að segja það. Þessu gerði ég mér ekki grein fyrir þegar ég samdi þetta.“ Söngkonan Gwen Stefani hefur látið hafa það eftir sér að hún sé tilbúin að ganga aftur til liðs við gömlu hljómsveitina sína No doubt þegar önnur sóló plata hennar er komin út. Önnur plata söngkon- unnar „The sweet escape“ kemur út 4. desember næstkomandi. „Ég er viss um að ég vilji ekki gera fleiri plötur ein. Ég held að við hjá No Doubt komum saman aftur á næsta ári til að gera nýja plötu,“ segir Stefani við tónlistar- vefinn NME. Hún er nýbúin að eignast sitt fyrsta barn með eigin- manni sínum Gavin Rossdale söngvara hljómsveitarinnar Bush. Aftur í No Doubt Popparinn Michael Jackson verð- ur viðstaddur jólasamkomu í Tókýó í Japan hinn 19. desember. Miðinn á samkomuna kostar hvorki meira né minna en 245 þús- und krónur. Þrátt fyrir það mun Jackson ekki syngja heldur mun hann fylgjast með þeim skemmti- atriðum sem verða í gangi á sér- stöku VIP-svæði. Einnig mun hann tjá sig lítillega við áhorfendur. Jackson steig á svið í London á dögunum í fyrsta sinn síðan hann var sýknaður af ákæru um barna- níðingshátt á síðasta ári. Vakti frammistaða hans blendin við- brögð. Jackson til Tókýó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.