Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 71

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 71
23 24 25 26 27 28 29 Sársaukafull fjölskyldumynd Systurnar Kate og Anna eru eins og hverjar aðrar unglingsstúlkur, 16 og 13 ára, að vakna til lífsins og vit- undar um sjálfa sig, fáandi áhuga á útliti sínu og hinu kyninu. Þær deila herbergi, eru trúnaðarvinkonur, eru ósammála um ýmsa hluti, rífast og sættast og eru á margan hátt mjög venjulegar. Í lífi þeirra er þó fátt venjulegt. Kate hefur verið með sjaldgæft afbrigði af hvítblæði frá tveggja ára aldri og Anna var bókstaflega framleidd til að halda halda lífi í Kate eftir nákvæmt glasafrjóvgun- arval – sjá henni fyrir varahlutum. Á þeim þrettán árum sem hún hefur lifað hefur hún margoft þurft að ganga undir erfiðar aðgerðir og nú stendur hún frammi fyrir því að gefa Kate annað nýra sitt. Hún neit- ar. Í fyrsta sinn – og fær sér lög- fræðing til að verja rétt sinn. Í fjölskyldu þeirra snýst allt um veika barnið Kate. Anna er vara- hlutalager, eldri bróðir þeirra, vandræðaunglingurinn Jesse, er, löngu týndur í stríði móðurinnar við sjúkdóminn. Það er hún sem stjórnar öllu og stýrir, faðirinn setur ekki spurningarmerki við ákvarðanir hennar. Það rís enginn gegn þessari sterku, ákveðnu konu – fyrr en Anna segir nei. Frásagnarmáti sögunanr er óvenulegur. Anna er ekki ein um að segja hana, heldur fær lesandinn að skyggnast inn í hugarheim Kate, móðurinnar, föðurins, Jesses, lög- manns Önnu, og konunnar sem er skipuð réttargæslumaður hennar. Anna þarf ekki einungis að taka ákvörðun sem varðar eigið líf og verður til þess að systir hennar deyr, heldur þarf hún að standa á ákvörðuninni gagnvart móður sem virðist all óbilgjörn. Átökin eru fyrst og fremst á milli þeirra tveggja. Til að byrja með er erfitt að hafa samúð með móðurinni sem virðist fátt kunna betur en að þrýsta á sektarkenndarhnappinn hjá fjöl- skyldumeðlimunum. En smám saman verður þreyta hennar skilj- anleg; hún er við það að bugast í stríðinu við sjúkdóminn. Ef ekki væri fyrir varahlutalagerinn Önnu, væri Kate löngu dáin. En það er enginn að nærast í þessari fjöl- skyldu, enginn til að veita næringu. Það eru allir að tapa einhverju stríði. Fjölskyldan fer í gegnum réttarhöld þar sem úrskurða á um læknisfræðilegan sjálfsákvörðun- arrétt Önnu og í því ferli koma upp flóknar sið- og lögfræðilegar spurn- ingar sem er stillt upp andspænis tilfinningalegum spurningum og því flókna mynstri sem ríkir í fjöl- skyldu sem ekki hefur stjórn á aðstæðum sínum. Á ég að gæta systur minnar er virkilega áhrifarík saga. Það er síður en svo að orðræðan í henni sé um lagaflækjur og heimspeki. Það segja allir söguna eins og þeir séu á trúnaðarstigi við lesandann, út frá sínum leyndustu tilfinningum. Það reynir enginn að fegra sig, heldur afhjúpa persónurnar varnarleysi sitt. Fyrir bragðið verða þær allar áhugaverðar og framvindan aldrei fyrirsjáanleg. Síst af öllu endirinn. Þýðingin er prýðisvel unnin, text- inn laus við að vera á nokkurn hátt enskuskotinn, þvert á móti er oft fallega unnið úr honum og alger- lega án þess að fallið sé í væmna pyttinn. Bók sem erfitt er að leggja frá sér eftir að lestur er einu sinni hafinn. Hjartasjúkdómar og of há blóðfita - Ein helsta meinsemd samtímans? Udo Erasmus heldur fyrirlestur á Grand hótel Reykjavík 28. nóvember kl. 10:00 - 12:00 fyrir fagfólk og kl.19:30 - 22:00 fyrir áhugafólk. Aðgangur er ókeypis! Þetta er fyrirlestur fyrir alla þá sem glíma við of háa blóðfitu, þá sem er umhugað um meltingarstarfsemi sína og alls áhuga- og fagfólks um þessi málefni. Nánari upplýsingar hjá Heilsu í síma 533 3232 eða heilsa@heilsa.is Udo‘s Choice vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Lyfju og flestum heilsubúðum Udo Erasmus er alþjóðlegt nafn í umræðunni um Omega-3 fitusýrur, kólesteról, meltingu og almennt heilbrigði. Hann er í hópi helstu næringarfræðinga heims og keppast vísindamenn um að vitna í rannsóknir hans. Einna þekktastur er hann fyrir framlag sitt og þróun á Omega fitusýrum. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um þessi viðfangsefni. Þekktust er bókin: „Fats that Heal Fats that Kills“ Afmælistónar 15:15 Tónlistarhópurinn Camerarctica leikur á tvennum afmælistónleik- um 15:15 í Norræna húsinu á sunnudaginn. Á efnisskránni eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Dimitri Sjostakovitsj í tilefni afmælis tónskáldanna en á þessu ári fagna tónlistarmenn 250 ára afmæli Mozarts og 100 ára afmæli Schostakovitsch. Um er að ræða fjölbreytt kammerverk með mismunandi hljóðfæraskipan sem hópurinn hefur getið sér gott orð fyrir að leika á tónleikum í Reykjavík og vítt og breitt um landið síðastlið- inn áratug. Á fyrri tónleikunum kl. 13.15 verður leikinn flautukvartett eftir W.A. Mozart, rómönsur op. 127 fyrir sópran, fiðlu, selló og píanó eftir Sjostakovitsj og víólukvint- ett eftir Mozart. Sérstakir gestir Camerarctica á þeim tónleikum eru Marta G. Halldórsdóttir sópr- ansöngkona og Daníel Þorsteins- son píanóleikari. Á seinni tónleikunum kl. 15.15 eru á efnisskrá strengjakvartett eftir Sjostakovitsj og klarinett- kvintett eftir W.A. Mozart. Tónleikarnir eru um klukku- stundarlangir hvor um sig og á milli þeirra gefst því gott tæki- færi til þess að njóta veitinganna á kaffistofu Norræna hússins. Camerarctica hópinn skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari, Ármann Helgason klarinettu- leikari, fiðluleikararnir Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Martin Frewer, víóluleikararnir Guðrún Þórarinsdóttir og Jónína Auður Hilmarsdóttir og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari Tónleikarnir fara fram kl. 13.15 og 15.15. í Norræna húsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.