Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 22
L öngunin til að líta nyrsta odda Evrópu, Nordkap í Noregi, togar sterkt í margan ferða- fíkil nútímans. En færri vita að talsvert á fjórða hundrað ár eru liðin síðan sú löng- un dró fyrsta ferðamanninn á þennan afskekkta tanga langt norðan heimskautsbaugs. Það var Ítalinn Francesco Negri (1624- 1698). Honum fannst sérkennilegt að Evrópumenn hans samtíma skyldu í öllu landafunda- og land- könnunaræðinu sinna því eins lítið og raun bar vitni að kanna eigin heimsálfu. Hann lagði land undir fót (bókstaflega) árið 1663 og komst um haustið 1664 til Nord- kap. Heim kominn til Ítalíu skrif- aði hann lært rit um ferð sína sem kom út árið 1700, að honum látn- um. Hann er talinn fyrstur manna hafa heimsótt nyrsta odda Evrópu sem ferðamaður. Liðlega 340 árum síðar lét Hjörtur Jónasson, farskipastýri- maður uppi á Íslandi og áhuga- maður til margra ára um klassísk bresk mótorhjól, draum sinn um að ferðast norður til Nordkap verða að veruleika. Og gott betur en það. Hann ók þangað frá Dan- mörku og síðan sem leið lá suður eftir álfunni, um Eystrasaltslönd- in og Pólland alla leið til uppruna- slóða Francesco Negri á Adría- hafsströnd Ítalíu. Þar með var ferðalaginu reyndar ekki lokið því hann ók aftur norður til Danmerk- ur, samtals rúmlega 10.000 kíló- metra leið. Og farkosturinn var ekki af verri endanum: Triumph Trident árgerð 1975. Triumph „Þristurinn“ (nafn- ið Trident vísar til þriggja strokka vélarinnar) var síðasta hjólið sem hinar fornfrægu Triumph-verk- smiðjur þróuðu áður en þær þurftu að játa sig sigraðar fyrir japönsku samkeppninni fáeinum árum síðar. Það má því segja að farkosturinn hafi fengið það í þrí- tugsafmælisgjöf að vera stýrt þessa tíu þúsund kílómetra eftir þjóðvegum Evrópu, yfir álfuna endilanga. Hjörtur segir sig lengi hafa dreymt um að fara þessa leið og loks látið verða af því sumarið 2005. „Ég var búinn að ganga með þetta í maganum lengi en eiginleg- ur undirbúningur fór ekki í gang fyrr en um vorið, þannig séð á síð- ustu stundu,“ segir hann. „Vélin í hjólinu var tekin upp og hjólið allt yfirfarið – ég safnaði saman vara- hlutum og viðlegubúnaði, en eins og nærri má geta þarf að hugsa það vel hvað maður tekur með sér í svona ferð.“ Auk viðlegubúnaðar, varahluta og vista þurfti hann að hafa með sér föt bæði fyrir hita og kulda. „Hitinn fór niður í þrjár gráður norður við Nordkap en upp í 38 gráður þar sem ég lenti í hita- bylgju á leiðinni í gegnum Slóvakíu. Það reyndist líka alveg nauðsynlegt að hafa regngalla meðferðis,“ segir Hjörtur. Ferðaáætlunin var á þessa leið: Hjólið var sent með fragtskipi frá Reykjavík til Árósa með nokkrum fyrirvara, en þaðan var síðan lagt upp í ferðina þann 22. júlí. Áætl- unin var að þeysa norður til Nord- kap á þremur dögum, þ.e. beint strik norður eftir Svíþjóð og Norð- ur-Finnlandi áður en ekið var inn í Noreg á síðasta kaflanum að nyrsta odda álfunnar. Hjörtur útskýrir að það hefði verið miklu seinfarnara að fara í gegnum Noreg alla leiðina. „Áætlunin var að vera kominn til Rimini sunnudaginn 31. júlí en þar beið fjölskyldan og hálfsmán- aðar afslöppun. Áætlunin stóðst – ég var kominn í hádeginu þann dag upp að hótelinu þar,“ segir Hjörtur glettinn á svip, enda þýðir það að hann ók 7.289 km vega- lengd á níu og hálfum sólarhring. Sem er 767 km að meðaltali á sól- arhring. Það sem rak á eftir honum fyrstu dagana var líka rigningin, sem dundi á honum nánast látlaust frá því hann lagði af stað frá Dan- mörku – með því að hraða sér í gegnum hana vonaðist hann til að komast út úr henni – en varð ekki kápan úr því klæðinu: það rigndi meira og minna alla leiðina til Nordkap og þaðan til Helsinki. Þar norður frá gekk á með skúrum en það hellirigndi á leiðinni suður í gegnum finnsku skógana. „Úrhellið var þannig að ég ók framhjá mörgum bílum stopp í útskotum frá malbikuðum þjóð- veginum þar sem rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan. Ég varð auðvit- að holdvotur í gegnum allt, en þar sem þetta var hlý rigning kom það lítið að sök. Ég valdi að minnsta kosti frekar að keyra sem hraðast í gegn um þetta, enda orðinn leið- ur á að pakka saman rennblautum útilegubúnaði,“ segir Hjörtur. Hann bætir við að ekki hefði verið nóg með að hann sjálfur varð votur inn að beini heldur fylltust líka stefnuljósin af vatni! Loft- kældri Triumph-vélinni varð þó ekki meint af. „Hættulegast var þó að á veg- unum þarna norður frá stukku hreindýr gjarnan fyrirvaralaust upp á veginn, en það er yfirleitt mjög erfitt að koma auga á þau fyrir skóginum. Einu sinni munaði mjög mjóu, ég hefði getað gripið í hornin á einu hreindýrinu sem ég þurfti að nauðsveigja framhjá – og var þá kominn yfir á öfugan veg- arhelming,“ segir Hjörtur. „Þá var gott að vera með „ABS“ – Antique Brake System,“ bætir hann við kíminn. Úrhellið var mest á leiðinni í gegn- um skógana í Suður-Finnlandi en það stytti upp þegar til Helsinki var komið – „þar fór ég beint í ferju yfir til Tallinn í Eistlandi,“ heldur Hjörtur ferðasögunni áfram. „Þar var komin heiðríkja og sól.“ En mestu viðbrigðin við að koma yfir í Eystrasaltslöndin – sem voru hluti af Sovétríkjunum frá seinni heimsstyrjöldinni til ársins 1991 – voru vegakerfið. „Það er hræðilegt ástand á því víða ennþá. Það eru alls staðar framkvæmdir í gangi við endur- nýjun og betrumbætur veganna eftir áratuga viðhaldsskort. Sem flýtir ekki för ferðalangs,“ segir hann. Það hafi hins vegar ekki reynst neitt vandamál að rata. „Enda var ég með þokkaleg kort og GPS-tæki.“ Þegar Hjörtur ók í gegn um löndin þar eystra varð hann var við að framförunum er misskipt. „Í dreifbýlinu er eins og tíminn hafi staðið í stað.“ Á nýlögðum hrað- brautarspotta í Litháen rakst hann aftur á móti á nokkra stráka á dýrum nýjum kappakstursmótor- hjólum að leika sér, spóla í hringi og spyrna á ofsahraða, með hrað- brautina sem einkaleikvöll. Næsti áfangi var frá Kaunas í Litháen til Krakár í Suður-Pól- landi. Það reyndist ekkert mál að komast yfir landamærin inn í Pól- land. En það reyndi mjög á demp- arana í hjólinu að skrölta yfir pólsku þjóðvegina; þeir voru í afleitu ásigkomulagi,“ segir Hjört- ur. „Á leiðinni flæktist ég inn í miðborg Varsjár, inn í mitt öng- þveitið. Það tók svolítið á taugarn- Evrópa endanna á milli á þrítugum Þristi Margur ferðaglaður Íslendingurinn lætur sig dreyma um að komast einhvern tíma ævinnar á nyrsta odda Evrópu. En að aka þangað á þrjátíu ára gömlu mótorhjóli dettur fáum í hug, hvað þá að fram- kvæma það. En það er einmitt það sem Hjörtur Jónasson gerði – og gott betur því hann ók líka alla leið suður að Miðjarðarhafinu og aftur norður. Hann sagði Auðuni Arnórssyni ferðasöguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.