Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 24
Á heimili sínu við Suð- urgötu situr Bragi gegnt blaðamanni við stofuborð. Á borðinu liggur meðal annars eintak af nýj- ustu bók Braga, Sendiherranum – sögu Sturlu Jóns Jónssonar, hús- varðar og ljóðskálds, sem fer í afdrifaríka ferð á ljóðahátíð í Litháen. Er ráðlegt að byrja viðtal á því að spyrja rithöfund hvað hann sé að fara í verki sínu? „Þú getur svo sem spurt en þú færð ekkert svar,“ segir Bragi kíminn. Hann fellst þó á að í bókinni sé hann á nýjum slóðum. „Hingað til hef ég meira og minna einblínt á míkróheim einnar persónu en í þetta sinn hefur umfjöllunarefnið breikkað. Ég held að það skipti máli að karakterinn er eldri en þeir sem ég hef skrifað um og þetta er meiri fjölskyldusaga, hún lúrir að minnsta kosti í bakgrunninum.“ Hann viðurkennir líka að í bók- inni sýni hann meira af sjálfum sér en áður. „Líklega vegna þess að hún er um rithöfund. Óhjá- kvæmilega hljóta hugsanir – sér- staklega aðalpersónunnar – að koma frá höfundinum. Ég byggi söguna líka á ská á minni eigin reynslu; fyrir ári var ég sjálfur á ljóðahátíð í Litháen og ákvað að nýta mér þá reynslu. En þótt marg- ar af hugsunum Sturlu séu mínar eigin reyndi ég að þurrka út öll líkindi milli okkar og upplifi hann sem mjög ólíkan mér. Við eigum þó hitt og þetta sameiginlegt, höfum til dæmis báðir hlustað á Rod Stewart og hálfskömmumst okkar fyrir það.“ Bragi segir að þegar hann fékk hugmyndina að Sendiherranum í október í fyrra hafi hann strax fundið að hann var tilbúinn að skrifa hana. „Bókin er í grunninn fjórar hugmyndir sem ég stefndi saman. Mig langaði meðal annars að velta upp spurningunni um eign- arrétt á texta, maður er jú alltaf að teygja sig í eitthvað sem maður á ekki sjálfur, og í manns eigin skrif- um er alltaf spurning hvað kemur mikið frá manni sjálfum og hvað frá öðrum. En mig langaði líka að velta fyrir mér mikilvægi – eða lít- ilvægi – ljóðlistarinnar. Maður er alltaf í svo miklum efa með hana. Ég er alltaf að setja mig í stellingar til að fara að yrkja aftur. En mér hefur ekki tekist það; stundum finnst mér það vera fánýtt og stundum finnst mér ég hreinlega ekki ráða við það.“ Sem leiðir hugann að einu höf- uðeinkenna á bókum Braga – hinum undirliggjandi kvíða, óttan- um við það sem fram undan er. Hann játar að sjálfur sé hann kvíð- inn. „Það er alls konar kvíði sem herjar á; maður óttast að standa sig ekki, bæði gagnvart öðru fólki og að maður geri ekki eitthvað úr sjálfum sér. En ég er sérstaklega slæmur hvað bækurnar snertir og viðtökur þeirra. Maður opinberar sig algjörlega í bók, þó að ég sé um leið að fela mig. Ég fékk til dæmis vægt taugaáfall þegar fyrsta skáldsagan mín kom út; var flutt- ur með kvíðakast upp á spítala og fékk viðeigandi lyf. Sagan endur- tók sig svo þegar Gæludýrin komu út. Það er krafan um að standa sig, að eyða ekki of miklum tíma í eitt- hvað misheppnað. En ég er líklega rólegri núna en áður, maður verð- ur það óneitanlega með aldrin- um.“ Er alltaf að fela mig Bragi Ólafsson er meistari vandræðalegheitanna, stigmagnandi tíðindaleysis og nagandi sjálfsefa – í góðum skilningi. Í Sendiherranum er hann á nýj- um slóðum og þykir gefa meira færi á sér en áður. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Braga um reynslu hans á ská, óttann við opinberun og kvíðaköst. Maður op- inberar sig algjörlega í bók, þó að ég sé um leið að fela mig. Ég fékk til dæm- is vægt tauga- áfall þegar fyrsta skáld- sagan mín kom út; var fluttur með kvíðakast upp á spítala og fékk við- eigandi lyf. Þetta hefur verið mikið afmælisár fyrir Braga; fyrir réttum 20 árum gaf hann út sitt fyrsta verk, ljóðabókina Dragsúg, og sama ár slógu Sykurmolarnir svo rækilega í gegn að ekki varð aftur snúið. Bragi gat þar af leiðandi ekki einbeitt sér fyllilega að skriftum fyrr en eftir að hljómsveitin lagði upp laupana en lítur þó ekki á óvænta vel- gengni Sykurmolanna sem dragbít á feril sinn sem rithöfundur. „Ég hafði ekki séð fram á neina ákveðna rithöfundarbraut þá. Ég ætlaði að halda áfram að skrifa en 24 ára sá ég ekki fram á að eiga eftir að sitja og yrkja milli níu og fimm. En frá því ég var unglingur hafði ég alltaf gruflað í textum og tónlist samhliða og þannig náð að sameina áhugamál mín, tónlist og skriftir. Sykurmolarnir og Smekkleysa tóku hins vegar allan okkar tíma og því er ekki að neita að þegar leið á var ég orðinn þreyttur á þessum eilífu ferðalögum, tímanum sem fór til einskis í stúdíóinu og allri þessari bið sem fylgir tónlistarbransanum. Mig var farið að klæja í að geta skrifað meira og þess vegna var það léttir þegar Sykurmolarnir hættu.“ Bragi segir að af og til hafi það bankað upp á að nota árin með Sykurmolunum sem efnivið í sögu. „En þegar ég máta það við mig finnst mér það ekki passa. Sykurmol- arnir voru svo sem ekki djúpt í rokklifnað- inum sem svo mikið hefur verið skrifað um, eiturlyfin og sukkið, og mér hefur aldrei fundist þetta heillandi. Ég gæti kannski hugsað mér að gera mér mat úr þessu með einhverjum skringilegum for- merkjum. Ég sé fyrir mér á sviði, ekki endilega bók, eitthvað sem hefur með bún- ingsherbergi hljómsveitar að gera. Það myndi ekki fjalla um tónlistina, heldur eitt- hvað sem gerist milli þess hóps baksviðs. Það er eitthvað við þá hugmynd sem ég er hrifinn af.“ Tvisvar á jafnmörgum árum hefur spunn- ist mikil umræða um íslenskar bókmennt- ir, sér í lagi Íslensku bókmenntaverðlaun- in og agnúa á þeim, þar sem skáldsaga eftir Braga var sett í forgrunn. Eiríkur Guðmundsson, útvarpsmaður og rithöf- undur, notaði það sem dæmi um augljósan galla á Íslensku bókmenntaverðlaununum að bók á borð við Samkvæmisleiki skyldi ekki vera tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna 2004. Í fyrra tók Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Hann hélt því hins vegar fram að Samkvæmisleikir hefði ekki staðið undir lofinu sem á hana var borið og væri skýrt merki þess að íslensk menningarumræða væri á villigöt- um. Bragi segir að það hafi verið sérstakt að fylgjast með hvernig bók eftir hann var gerð að miðpunkti umræðu sem snerist um eitthvað annað og meira. „Ég er reynd- ar stoltur af því. Auðvitað vill maður að það verði umræða um bækur manns og það gildir einu þótt sú umræða sé vond, svo lengi sem maður er viss um gildi bók- arinnar sjálfur. Í þessu tilfelli kom umræð- an sér vel fyrir mig og útgefandann; það hlakkaði í rauninni í mér því á endanum græddi ég bara á þessu. Hvað bókmenntaverðlaunin snertir þá held ég að ég sé hreinskilinn þegar ég segi að ég hef aldrei gert ráð fyrir að bækurnar mínar séu tilnefndar til verðlauna. Útgef- andinn minn var hins vegar svekktur og mér þótti þetta leitt fyrir hans hönd. En þetta vakti enn meiri umhugsun um þessi bókmenntaverðlaun, sem mér sannarlega finnst vera gölluð og mætti breyta.“ Bragi kveðst vera með nokkrar hug- myndir til að vinna úr næst en hefur ekki hugmynd um hver þeirra verður ofan á. „Það má vera að í augnablikinu sé ég orð- inn fullsaddur á þessum heimi sem ég hef verið að vinna með síðasta árið, og hef hugsað mér að skoða betur, en verð kannski orðinn spenntur aftur eftir tvo mánuði. Yfirleitt líður hálfur annar mán- uður frá því maður gefur út bók þangað til maður byrjar að skrifa á fullu aftur en á þeim tíma er maður frjór og opinn, hripar niður alls konar hugmyndir í minn- isbókina. Svo fær maður kannski góða hugmynd og byrjar að vinna með hana en hendir henni svo til hliðar og byrjar á einhverju allt öðru. Sem er ágætt, þá fá hlutirnir að halda áfram að gerjast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.