Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 4
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins, deilir þeirri skoðun Valgerðar Sverrisdótt- ur utanríkisráðherra að það væri minna skref að stíga fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið en aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu var á sínum tíma. „Það var stórkostlegt framfaraskref þegar við gengum í Evrópska efnahagssvæðið og það hefur haft stórkostleg áhrif á þróunina á Íslandi,“ segir Jón. Hann ítrekar um leið fyrri orð sín um að fyrst sé að ná langvarandi og varanlegum stöðugleika í efnahagslíf- inu áður en spurningar um hugsanlega aðild að ESB komi á dagskrá. „Þetta tekur fjögur til fimm ár. Á þeim tíma breytist veröldin; bæði Ísland og Evrópu- sambandið, en þá getum við fjallað um þetta út frá styrkleika okkar og metnaði.“ Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, segir ummæli Valgerðar hluta af fræðilegri umræðu um málið. „Margir héldu fram að EES væri forstofan og fyrst við hefðum sagt A þyrftum við að segja B. EES- samningurinn var stórt skref og honum hafa fylgt mikil tækifæri sem hafa breytt íslensku samfélagi mikið.“ Aðild að Evrópusambandinu sé hins vegar gríðarlega stórt og pólitískt mál. „Það kemur auðvitað fram hjá Valgerði að það snýr að okkar auðlindum og sjálfsákvörðunarrétti þannig að á meðan okkur líður vel og ráðum okkar auðlindum sjálf sé ekki að neitt knýi á um átök um þetta mál.“ Sigurgeiri Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, líst svo á áform Alþjóðaviðskipta- málastofnunarinnar (WHO) um aukið frelsi í viðskipt- um með búvörur að svo gæti farið að íslenskur land- búnaður ætti skárra skjól innan Evrópusambandsins. Guðni lítur málið öðrum augum og kveðst ekki sjá fyrir sér að Evrópusambandið hafi, eftir inngöngu margra stórra og fátækra ríkja, ráð á að styrkja land- búnað með sama hætti og áður. Hann segir einnig að landbúnaður í Finnlandi og Svíþjóð hafi lent í miklum þrengingum við inngöngu ríkjanna í ESB. „Menn hafa áhyggjur af alþjóðasamningunum en það er ekki hægt að fullyrða um að okkur mundi ganga betur í Evrópu- sambandinu. Íslenskum landbúnaði hefur vegnað vel undir hægfara þróun þar sem tollar hafa lækkað stig af stigi. Greinin hefur verið að búa sig undir framtíð- ina og ég trúi að hún muni standast þessa WTO-samn- inga.“ Guðni segir óþarfa að takast á um ESB-mál Varaformaður Framsóknarflokksins segir að á meðan Íslendingum líði vel og ráði auðlindum sínum knýi ekkert á um átök um Evrópumál. Formaður flokks- ins segir fyrst hægt að fjalla um hugsanlega aðild eftir fjögur til fimm ár. Spurning er hvort hagkvæmt sé að huga að nýjum höfuðstöðvum fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við nýtt gæsluvarðhalds- og mót- tökufangelsi að því er kom fram í svari Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, vara- þingmanns Framsóknarflokksins og formanns borgarráðs á Alþingi á föstudag. „Slíkt sambýli er vel þekkt í nágrannalöndum okkar og hefur reynst vel bæði faglega og fjárhagslega.“ Björn sagði nýbyggingar í þágu fangelsa vera forgangsverkefni í byggingarmálum hjá dómsmála- ráðuneytinu, þar á meðal bygging nýs fangelsis á höfuðborgarsvæð- inu. Valtýr Sigurðsson fangelsis- málastjóri segir að rætt hafi verið um að vel passaði að hafa lögreglu í námunda við nýtt fangelsi sem áformað er að rísi á svæðinu á Hólmsheiði. „Það er núna verið að gera forathugun og þarfagrein- ingu og gert ráð fyrir tveimur árum í þá vinnu. Áformað er að fangelsið verði risið árið 2010.“ Valtýr gerir ekki ráð fyrir að áform um staðsetningu breytist. „En það er þó ekki heilagt, bara að við fáum þessa vinnuaðstöðu.“ Björn Ingi segir heilmikil tíð- indi felast í þessu svari dómsmála- ráðherra og ljóst að þetta mál verði tekið til umræðu milli borgaryfir- valda og ríkisins í kjölfarið. Sambýli lögreglu og fangelsis Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt upp á sextíu ára afmæli sitt í gær. Málþing var haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem Stefán P. Eggertsson, formaður félagsins, flutti ávarp ásamt fleirum. Á þinginu var Páli Samúels- syni, fyrrverandi eiganda Toyota- umboðsins á Íslandi, veittur þakklætisvottur vegna framlags hans til skógræktar í Esjuhlíðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur er eitt af fimmtíu og níu skógrækt- arfélögum sem starfa undir Skógræktarfélagi Íslands. Í félaginu eru yfir þúsund manns. Sextugsafmæli í Ráðhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.