Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 82
Enska úrvalsdeildin England - Championship Skoska úrvalsdeildin Þýska úrvalsdeildin ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Njarð- víkur í 32-liða úrslitum bikar- keppni KKÍ og Lýsingar í karla- flokki, 71-68. Var þetta fyrsti leikur ÍR síðan Jón Arnar Ingvarsson tók við liðinu. „Ég gerði engar róttækar breytingar á liðinu. Menn mættu bara tilbúnir í slaginn og með rétt hugarfar. Menn voru einbeittir og staðráðnir í að vinna og er hægt að fara langt á því,“ sagði Jón Arnar. Hreggviður Magnússon skoraði 16 stig fyrir ÍR og Eiríkur Önundarson 15. ÍR lagði Íslands- meistarana Það var stór stund hjá Eggerti Magnússyni í gær þegar West Ham tók á móti Sheffield United á heimavelli sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins síðan hann eignaðist félagið og náði það með naumindum að landa þremur stig- um með 1-0 sigri. Fyrir leikinn var Eggert kynntur fyrir stuðnings- mönnum og er óhætt að segja að hann hafi fengið góðar móttökur á Upton Park þar sem stuðnings- menn Hamranna klöppuðu honum lof í lófa. Hayden Mullins skoraði eina mark leiksins þegar tíu mín- útur voru til hálfleiks en undir lok leiksins var mark dæmt af Sheffi- eld United. „Það var mikil pressa á okkur í dag, nýr eigandi mættur og mótherjinn var lið sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Hurð skall nærri hælum en ég er hæstánægð- ur með að hafa náð öllum stigun- um og hafa haldið hreinu. Óvissan sem hefur verið í kringum félagið hefur skapað erfitt andrúmsloft en nú eru öll mál komin á hreint og í okkar höndum að byggja upp,“ sagði Alan Pardew, knattspyrnu- stjóri West Ham, en liðið er nú í fimmtánda sæti deildarinnar. Neil Warnock, stjóri Sheffield United, var allt annað en sáttur við að markið undir lokin var dæmt af. „Dómarar ættu að læra eitthvað um fótbolta af okkur stjórunum. Annars gerðum við dýrkeypt mistök í vörninni og fórum illa með okkar færi. En úrvalsdeildin er frábær, ég veit að við eigum í vandræðum en ég elska þetta starf,“ sagði Warnock. Argentínumaðurinn Carlos Tevez var tekinn af velli úr liði West Ham og var allt annað en sáttur. Hann hélt rakleiðis heim á leið og sá ekki sína menn landa sigrinum. „Ég er mjög ósáttur við þessa framkomu hans. Hann sýndi mér, mínum starfsmönnum og öðrum leikmönnum óvirðingu. Ég ætla að hlusta á hans hlið, ég býst við að þetta hafi bara verið vonbrigði hjá honum en samt sem áður er það engin afsökun. Hann var ekki tek- inn af velli af því að mér fannst hann lélegur, hann stóð sig mjög vel í leiknum. Ég setti Teddy Sher- ingham inn á til að verjast föstum leikatriðum,“ sagði Pardew en Tevez hefur enn ekki náð að skora fyrir West Ham frá því hann kom til félagsins. Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading sem vann Fulham 1-0 á útivelli. Á sautjándu mínútu fékk Ian Pearce dæmda á sig vítaspyrnu og jafnframt rautt spjald en Kevin Doyle skoraði eina mark leiksins úr vítinu. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik hjá Reading en Heið- ar Helguson sat allan leikinn á varamannabekk Fulham. Her- mann Hreiðarsson lék allan leik- inn fyrir Charlton sem gerði 1-1 jafntefli gegn Everton en Her- mann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Charlton er enn í neðsta sæti deildarinnar. Steven Gerrard kom Liverpool til bjargar og skoraði sitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni þegar liðið vann Manchester City 1-0. „Hann er kominn í gang og það er mjög mikilvægt fyrir okkur. Hann er leikmaður í heims- klassa og með spilamennsku sinni í síðustu leikjum eykst sjálfs- traust hans,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. West Ham vann nauman sigur á Sheffield United en fyrir leikinn var Eggert Magnússon kynntur fyrir stuðningsmönnum og hlaut góðar móttökur. Carlos Tevez rauk heim eftir að hafa verið tekinn af velli. Keppni IFSA um sterkasta mann heims lauk í Reiðhöllinni í Víðidal í gær og bar Litháinn Zydrunas Savickas sigur úr býtum annað árið í röð eftir harða keppni við Rússann Mikhail Koklyaev. Þeir voru jafnir eftir fyrri keppnisdaginn og fyrir síðustu keppnisgreinina þar sem Savickas hafði betur. Benedikt Magnússon var eini íslenski keppandinn sem komst í úrslit og lenti hann í sjöunda sæti eftir að hafa verið í því fjórða eftir fyrri keppnisdaginn. Alls komust tólf keppendur í úrslit. Benedikt í sjö- unda sæti Arsenal hefur lengi átt í erfiðleikum með Bolton og sú varð raunin í viðureign liðanna á Reebok vellinum í gær. Abdoulaye Faye kom Bolton yfir með skalla á níundu mínútu en Kevin Davies var heppinn að fá ekki rauða spjaldið í fyrri hálfleik eftir að hafa hrint Emmanuel Eboue. Nicolas Anelka var að mæta sínu gamla félagi og sýndi hann enga vægð. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bolton í úrvalsdeild- inni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Það var algjört gull af marki, óverjandi þrumuskot af löngu færi. Strax í næstu sókn á eftir minnkaði Arsenal muninn með skallamarki frá Gilberto Silva og staðan því 2-1 í hálfleik. Eitt mark kom í síðari hálfleik og aftur var Anelka á ferðinni. Arsenal fékk sín færi í seinni hálfleik en liðið komst næst því að skora þegar Emmanuel Adebayor og Cesc Fabregas áttu skot sem höfnuðu í tréverkinu á marki Bolton. „Þetta var virkilega sætur sigur og mörkin hjá Anelka mjög mikilvæg fyrir hann. Eftir að hafa gengið erfiðlega að finna net- möskvana er hann vonandi kom- inn í rétta gírinn,“ sagði Sam All- ardyce, knattspyrnustjóri Bolton. Arsenal er í sjötta sæti deildarinn- ar eftir leiki gærdagsins en liðið er tólf stigum á eftir toppliði Manchester United. Bolton hefur leikið einum leik meira en Arsen- al, er í þriðja sæti og tíu stigum frá efsta sætinu. Anelka í ham gegn Arsenal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.