Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 72
Það má finna ýmsar furður í bókum Sigrúnar Eldjárn rithöfundar og myndlist- armanns enda segist höf- undurinn vart geta hugsað sér að einskorða efnivið sinn við raunveruleikann. Bækur hennar hlaupa nú á þremur tugum og nú fyrir jólin koma út tvær til. Í þeim má finna bæði nornir, gullorma og dularfull gul sendibréf. Fyrsta bók Sigrúnar, Allt í plati, kom út árið 1980 en áður hafði hún fengist við að myndlýsa bækur annarra. „Ég lærði myndlist en síðan datt mér í hug að kannski væri gaman að prófa að fá að ráða öllu.“ segir hún sposk, „ég hélt þá að þetta yrði eina bókin sem ég myndi skrifa og því varð þetta nokkuð viðburðarík saga. Þá var ekki aftur snúið og síðan hef ég verið með að minnsta kosti eina bók á hverju ári.“ Sköpunarverk Sigrúnar eru líka orðin heimilisvinir hjá ófáum fjölskyldum, Kuggur og vinkona hans Málfríður og mamma henn- ar, hinn uppreisnargjarni Teitur og geimveran lesfúsa Bétveir hafa skemmt lesendum á öllum aldri enda eiga persónur Sigrúnar það til að lenda í eftirminnilegum ævintýrum. Höfundur segir að skilin milli raunveruleikans og fantasíunnar vefjist alls ekki fyrir sér. „Þetta rennur allt saman,“ segir hún og hlær. „Það er alltaf eitthvað skringilegt að gerast og furðuver- ur á ferli. Þannig hefur það alltaf verið. Það hentar mér ekki að vera of raunsæ – ég held að ég gæti ekki skrifað raunsæislegar bækur og einhvern veginn langar mig ekkert til að prófa það. Það verður eitthvað skrýtið og dularfullt að gerast í sögunum.“ Sigrún segist hafa lesið mikið sem krakki og það hjálpi mögu- lega ímyndunaraflinu en áréttar að hugmyndirnar nú komi alls staðar að. „Ég safna þeim í hug- myndabankann, byrja að skissa og punkta hjá mér og síðan leiðir eitt af öðru.“ Hugmyndirnar leiða höf- undinn á ýmsa stigu og oft allt annað en lagt var upp með og per- sónugalleríið á það til að vera býsna fjölskrúðugt. Í nýju bókinni um gula sendibréfið er til að mynda einn ósýnilegur strákur, tröllvaxin kona með óheyrilega langa tungu, ungur vísindamaður sem bundinn er við hjólastól og kínversk stelpa sem hefur gaman af því að baka. Sigrún segir mikilvægt að bæk- urnar höfði til sem flestra og því eigi hún oft erfitt með að skil- greina aldursbil lesenda sinna. „Ég er heldur ekki með neinn sér- stakan boðskap í sögunum mínum – ég reyni bara að skrifa skemmti- legar sögur,“ segir hún. „Ég tók líka eftir því eftir á að persónur í mörgum bókanna eru börn og gamalmenni – það er lítið fjallað um kynslóð foreldranna enda er hún frekar óspennandi. Þeir eru alltaf uppteknir og þurfa að vera svo ábyrgðarfullir en gamla fólkið getur gert næstum hvað sem er,“ áréttar hún og hlær. Á dögunum tók Sigrún þátt í verkefni sem miðaði að því að leiða saman unga lesendur og rit- höfunda og heimsótti hún fjöl- marga grunnskóla, ásamt Gerði Kristnýju rithöfundi, þar sem þær fræddu nemendur um starf sitt og verk. „Við kynntum hvor aðra, útskýrðum af hverju við vildum verða rithöfundar og lásum úr nýjustu bókunum. Það er alveg dásamlegt að hitta lesendur og mjög jákvætt og upp- örvandi að hitta þessa krakka.“ „Ég skrifa vegna þess að mér finnst þetta bara hrikalega skemmtilegt starf og mikilvægt,“ segir Sigrún. „Þetta er brautryðj- endastarf því það er mikilvægt að krakkar hafi aðgang að bókum við sitt hæfi og venjist því að lesa. Ef fólk gerir það ekki þá les það síður á fullorðinsárum.“ Hún bendir einnig á að barnamenningu og - bókmenntum sé lítið sinnt hér á landi og til dæmis sé starf barna- bókahöfundarins verr launað en hins sem skrifar fyrir aðra lesend- ur. „Mér finnst að það mætti vekja meiri athygli á barnabókum, aug- lýsa þær og fjalla meira um þær. Barnabókahöfundar eru oft spurð- ir hvort þeir ætli ekki að fara að skrifa fyrir fullorðna, eins og þetta séu ekki alvöru bókmenntir. Það eru ekki álitin mikilsverð störf að vera kennari eða leik- skólakennari – raunar er flest það sem snýr að börnum undarlega vanmetið.“ Sigrún starfar jöfnum höndum sem rithöfundur og myndlistar- maður og heldur reglulega sýn- ingar. Um helgina verður til dæmis opnuð samsýning í Hall- grímskirkju sem hún tekur þátt í þar sem íslenskir myndlistarmenn munu sína portrettmyndir af skáldinu Hallgrími Péturssyni. Hún kveðst nú einbeita sér að eigin sögum og tekur að sér færri myndlýsingarverkefni en áður þó hún grípi í slíkt ef um sérstök verkefni er að ræða. Á ferli sínum hefur hún til dæmis átt farsælt samstarf við bróður sinn, Þórar- inn Eldjárn, en margir kannast við bækur þeirra Óðflugu og Græn- meti og átvexti. „Eitt af mínum fyrstu verkefnum var að mynd- skreyta ljóðabók eftir bróður minn en síðan höfum við gert sex bækur, fjórar sem ég hef myndskreytt fyrir hann og þrjár bækur sem hann hefur ljóðskreytt. Sú sam- vinna gengur líka mjög vel – við þurfum lítið að funda.“ Hann fór út í bakarí eftir grófu brauði. Nú skyldi kýlt á hollustuna. Sjá hvort Eyjólfur hresstist ekki. Var að breytast í gúmmíkall, ár og öld síðan hann hafði hlaupið eða synt. Alltaf svo djöfull das- aður. Lamaður, dasaður og daufur. Skipið selt í bíó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.