Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 12
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd- uð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa Andrésar Magnússonar Kleppsvegi 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild B-4 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Svava Jónsdóttir Jóna Andrésdóttir Sigurður Ingi Ingólfsson Edda Andrésdóttir Stefán Ólafsson Gunnar Andrésson Margrét Jónsdóttir Barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. Þökkum innilega samúð, hlýju og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, Jóns Guðmundssonar frá Raufarhöfn. Þökkum einnig starfsfólki á Seli frábæra umönnun. Hrefna Friðriksdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Þórarinn Stefánsson Friðrik Jónsson Steinunn Leósdóttir Gissur Jónsson Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurbjörn Þorleifsson Maríubaugi 123, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 17. nóvember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Hulda Fríða Ingadóttir Þorleifur Sigurbjörnsson Catherine Elisabet Batt Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Ármann Fr. Ármannsson Ingi Guðmundsson Hildur Pálsdóttir Jón Ó. Guðmundsson Erla Guðný Gylfadóttir Andri Ingason Birta Ingadóttir Sara Huld Ármannsdóttir Thelma Huld Ármannsdóttir Alexander Batt Þorleifsson Guðný Dís Jónsdóttir Ólafur Þorláksson bóndi á Hrauni í Ölfusi, er látinn. Útför hans fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 2. desember kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta dvalarheimil- ið á Blesastöðum í Árnessýslu njóta þess. Helga Sigríður Eysteinsdóttir Þórdís Ólafsdóttir Ólafur Þór Ólafsson Guðrún Ólafsdóttir Helgi Ólafsson Hjördís Ólafsdóttir Origer Marc Origer Ásdís Ólafsdóttir Sverrir J. Matthíasson Þórhildur Ólafsdóttir Hannes Sigurðsson Herdís Ólafsdóttir Þórhallur Jósepsson barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Þorvarðardóttir Dvalarheimilinu Seljahlíð, andaðist laugardaginn 11. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug. Eva D. Þórðardóttir Kristján J. Bjarnason Valdís Þórðardóttir Þórður Þórðarson Þorvarður Þórðarson Guðríður Vestars barnabörn og barnabarnabörn. Gröf Tutankamons rofin Ég lýg aldrei. Nema kannski til að gera gaman- sögu skemmtilegri. Helgi Ólafsson stórmeistari varð fimm- tugur í sumar og af því tilefni blása vinir hans og velunnarar til afmælis- skákmóts í Reykjanesbæ í dag. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Helgi, fullur tilhlökkunar, en hann mun í dag mæta mörgum göml- um andstæðingum við skákborðið. „Þarna verða flestir stórmeistarar landsins og svo mætir Ivan Sokolov, gamall vinur okkar.“ Sokolov er firna- sterkur serbískur stórmeistari sem hefur margoft sótt landið heim og lagt þung lóð á vogarskálar skákvakningar- innar á Íslandi með Skákfélaginu Hróknum. Auk Helga og Sokolovs taka stór- meistararnir Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Friðrik Ólafsson þátt í mótinu. Hendrik Danielsen, Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Lenka Ptacnikova, Róbert Harðarson og fleiri munu svo einnig blanda sér í baráttuna. Helgi segir því að það megi með sanni kalla þetta stóran góðra vina fund. „Þarna verða samankomnir margir samferðamenn, vinir og fóst- bræður. Gamlir skólafélagar mínir úr Vestmannaeyjum, Árni Sigfússon bæj- arstjóri og Ásmundur Friðriksson hafa verið að bræða þetta mót með sér síðan í sumar og ég er auðvitað til í tuskið.“ Helgi hefur oft teflt við Ivan grimma, Sokolov, og segist alltaf hafa gaman af því að mæta honum. „Ég hef verið að vinna hann dálítið undanfarið og það er alltaf jafnskemmtilegt en ég hef það á tilfinningunni að hann verði mjög harður núna.“ Helgi er skólastjóri Skákskólans og hefur það að aðalstarfi að þjálfu upp næstu kynslóðir íslensks skákfólks en er þó ekki alveg hættur að keppa. „Við, þessir gömlu fjórmenningar svoköll- uðu, Margeir, Jóhann, Jón L. og ég, höfum teflt miklu minna í seinni tíð en ég keppi nú með Taflfélagi Vestmanna- eyja. Við erum í öðru sæti núna á miðju keppnistímabili og enduðum í öðru sætinu í fyrra.“ Afmælisskákmótinu verður lýst beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og það er enginn annar en sjálfur Hemmi Gunn sem sér um lýsinguna. „Við erum miklir vinir og höfum brallað ýmislegt saman,“ segir Hemmi um Helga. „Hann á þetta skilið, ekki síst vegna þess hversu vel hann hefur sinnt unglingastarfinu í skákinni.“ Hemmi spáir miklu fjöri á mótinu og gengur að því vísu að einhverjar flugeldasýningar verði á skákborðun- um. „Þeir eru svo flinkir þessir meist- arar og vilja allir vera með og það verður gaman að fylgjast með svip- brigðum þeirra enda er þetta sér þjóð- flokkur. Þeir eru mikið í sínum heimi en ég slapp þarna inn og nýt þess að hafa kynnst þessu fólki.“ Afmælismót Helga Ólafssonar hefst í Listasal Duus-húsa klukkan 12 og stendur til klukkan 16. Keppendur tefla hraðskákir á mótinu og aðgangur að viðburðinum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.