Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 25

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 25
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða rektor til starfa. Rektor á Bifröst Starfssvið • Rektor annast stjórnun og rekstur háskólans í umboði stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni. Hann ber ábyrgð á að starfstilhögun öll sé í samræmi við hlutverk, markmið og gæðakröfur. • Rektor ábyrgist öll fjármál háskólans í umboði stjórnar. • Rektor kemur fram fyrir hönd háskólans gagnvart starfsmönnum, nemendum og út á við og hefur forgöngu um þróunarstarf og stefnumótun. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 11. desember nk. Númer starfs er 6086. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Katrín S. Óladóttir. Netföng: thorir@hagvangur.is og katrin@hagvangur.is Háskólastjórn ræður rektor. Valnefnd mun meta umsóknir og skila tillögum til stjórnar. Háskólinn á Bifröst á sér 88 ára sögu sem stjórnendaskóli á breiðum grundvelli. Hlutverk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í viðskiptalífi og samfélagi, jafnt í innlendu sem alþjóðlegu umhverfi. Bifröst vill veita hæfum einstaklingum sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og samskiptahæfni tækifæri til háskóla- náms sem hentar þeirra þörfum. Við inntöku nýrra nemenda leitast háskólinn við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. www.bifrost.is Menntun og hæfniskröfur • Doktorsgráða og/eða meistara- gráða er nauðsynleg. Að öðru jöfnu er reiknað með að umsækjandi með doktorsgráðu verði ráðinn. • Umtalsverð stjórnunarreynsla úr íslensku atvinnulífi er nauðsynleg. • Alþjóðleg reynsla er mikill kostur. • Góð tengsl við atvinnulífið og þekking á háskólaumhverfi er mikilvæg. • Við leitum að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur góða samskiptahæfni og frumkvæði til að leiða skólann áfram í alþjóðlegu og síbreytilegu um- hverfi háskólastigsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.