Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 18
ÍFréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sig- urðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi snið- gengin. Í henni er fjallað um full- gildingu samþykktar Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttind- um launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að full- gilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar. Það var á 68. Alþjóða- vinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guð- mundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðs- sonar? Til fróð- leiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. sam- þykktarinn- ar er heim- ilt að hrinda efni hennar í fram- kvæmd m.a. með kjara- samning- um. Ég minnist þess ekki að rétt- indi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjara- samningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsókn- arflokknum hafi lagt meira af mörk- um í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórn- völd hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og fram- kvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyf- anleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjan- leika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjöl- skylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld sam- þykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launa- fólk sem felast í lögum um fæðing- ar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistrygging- ar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykkt- ar ILO nr. 158. Félagsmálaráð- herra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeining- arreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfs- nefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöll- unar. Höfundur er félagsmálaráðherra. Mannréttindi og ágreiningur plast- kassar 1.290 690 1.990 489 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona hefur sungið á árlegum Vínartón- leikum Sinfóníunnar síðustu daga fyrir fullu húsi. Heimsókn hennar er áhugamönnum um glæsilegan söng kærkomin. Og um leið sorgleg áminning um að listakonan hefur í nær tíu ár átt sinn feril að mestu leyti í erlendum tón- leikahöllum og óperuhúsum en hún starfar við óperuna í Wies- baden. Þóra sneri sér bráðung að söng af fullum þunga atvinnu- manns. Hún hafði tveggja heima sýn, foreldrar hennar stunduðu nám í Danmörku og þegar Þóra sneri hingað heim sem krakki tók hún strax að syngja í kórum sjö ára gömul. Hún var ákaflega lifandi og björt ung stúlka, dæmalaust glöð að eðlisfari og heillaði þá strax alla sem henni kynntust. Ólöf Kolbrún Harðardóttir tók hana undir sinn verndar- væng og leiddi hana í gegnum nám í Söngskólanum í Reykja- vík: „Hún var rosalega áhuga- verð með þetta flotta hljóð- færi, duglegur nemandi sem hafði óvenjulega mikið frum- kvæði, hafði fyrir að hlusta á ýmislegt og kom með það til mín og spurði hvort hún réði við þetta, heilu söngvabálkana. Það var frekar að maður þyrfti að halda aftur af henni. Hún er með keppnisskap: hún lauk áttunda stigs prófinu í Söngskólanum sama vorið og stúdentsprófinu. Hún var strax trú yfir litlu og hefur átt einstak- lega farsælan feril. Það sést á því að þeir í Wiesbaden hafa haldið fast í hana í öll þessi ár.“ Átján ára stóð Þóra á sviði Íslensku óperunnar og söng í Rigol- etto – í kór. Tveimur árum síðar lá leið hennar í Guildhall í London þar sem Diddú hafði síðast stundað nám. Þaðan útskrifaðist Þóra með láði og fór beinustu leið í vinnu hjá Opera Factory hjá David Freeman. Skóli Freemans leiddi hana í kynni við kröfuhörð vinnubrögð sem í þann tíma voru róttæk endurskoð- un á aðkomu óperusöngvara að hlutverki, meir í ætt við vinnu leik- ara. Sá skóli skilaði henni á svið Glyndebourne-óperunnar í hlut- verk Mirror í The Second Mrs. Kong eftir Sir Harrison Birtwistle. Síðan hefur hún sungið við Íslensku óperuna, English National Opera, Opera North í Leeds og Music Theatre Wales, Tónlistarleikhúsið í Malm, Óperuna í Lausanne, Ríkis- leikhúsið í Mannheim, Ríkisóper- urnar í Nürnberg, Darmstadt og Wiesbaden þar sem hún hefur starf- að um fimm ára skeið. Óperuhlutverk Þóru eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið, frá Rameau til Birtwistle, en þó með sérstakri áherslu á Mozart, en hún hefur nú sungið yfir hundrað sinn- um í óperum Mozarts. Á hinum vængnum er Wagner. Hefur Þóra sungið í öllum fjórum óperum Nifl- ungahringsins eftir Wagner. Hér heima hefur hún sungið í La Bohème og Cosi en verkefni henn- ar hafa flest verið í öðrum tónlist- arflutningi en á óperusviði: „Ein af okkar bestu söngkonum,“ sagði Jón Ásgeirsson um hana fyrir tólf árum er hún söng á samsettri dagskrá ungra söngvara hjá Styrktarfélagi óperunnar. Það var 1996. Ólöfu verður tíðrætt um sviðsgeislun Þóru: hún hafi þegar sem unglingur dregið að sér athygli fyrir bjarta fram- komu: „Við vorum að tala um það eftir tónleikana á fimmtu- dag hvað henni tekst auðveld- lega að ná sambandi við salinn, hvernig augun skína við flutn- inginn. Persónutöfra geta menn ekki lært, þeir eru guðs gjöf.“ Þroski söngkonu í harðri samkeppni óperuhúsa Evrópu kemur ekki af sjálfu sér: Þóra hefur sótt námskeið hjá mönn- um á borð við: Elisabeth Söder- stöm, Mirellu Freni, Emmu Kirkby, Sherrill Milnes, Katiu Riccarelli og Dalton Baldvin. Þóra hefur margoft komið fram á tónleikum á Íslandi og víða um Norðurlönd, einnig í Eistlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Englandi og Bandaríkjunum. Þóra hefur unnið með mörgum virtum hljómsveitar- stjórunum og hljómsveitum: Orchestre de la Suisse Romande, Berliner Rundfunk Orchester í Berliner Dom, með Mozart Festival Orchestra í Royal Albert Hall og Royal Festival Hall í London, svo og Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi og í Kennedy Centre í Wash- ington og í Weill Recital Hall í Carn- egie Hall. Stærstu hallir hefur hún sótt heima og heiman. Útrás henn- ar spannar nú rúman áratug og er langt í að linni. Því er henni vel fagnað þá hún kemur heim og syng- ur, eins og þessa vikuna. Einstaklega farsæll ferill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.