Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 73
37 Hvaða krydd eru hollust? Ítalsk- ir vísindamenn rannsökuðu algengustu kryddin í þeim til- gangi að mæla andoxunarefni þeirra. Þrátt fyrir að lárviðarlauf og saffron tróni efst á listanum, sem þeir unnu í kjölfarið, segja þeir að fátt skáki gamla góða svarta piparnum. Magn andoxunarefna í kryddi (millímól í kílói) Saffron 53 Lárviðarlauf 47,9 Rósmarín 44 Paprika 40 Svartur pipar 37 Oreganó 30,7 Timjan 30,5 Salvía 23,4 Basilíka 21,8 Tíu bestu kryddin { heilsublaðið } F í t o n / S Í A F I 0 1 9 5 1 8 Það er góður siður að borða alltaf morgunmat Þeir sem borða morgunmat eru grennri Það er útbreiddur misskilningur að það sé auðveldara að grennast ef morgunverði er sleppt. Þvert á móti þá sýna rannsóknir að þeir sem borða morgunmat eru alla jafna grennri en þeir sem sleppa því. Ástæðan er m.a. sú að þeir sem sleppa morgunverði hættir til að næla sér oftar í aukabita til að bæta sér upp slen og orkuleysi. Vendu þig á að borða alltaf morgunmat. Það tekur bara fimm mínútur að fá sér skál af Special K með léttmjólk eða undanrennu og þú nýtur þess langt frameftir degi. Morgunmatur kemur brennslunni í gang og gefur þér orku til að byrja daginn. Special K er bragðgóður og hressandi morgunmatur og með honum færðu mörg lífsnauðsynleg vítamín og síðast en ekki síst járn. „Ég á það til að gleyma … ýmsu!“ „Þó ég fari aldrei út úr húsi án þess að borða morgunmat, gleymi ég iðulega að setja diskinn í uppþvottavélina. Skil hann bara eftir á eldhúsborðinu. Ég byrja líka oft á að segja fólki brandara sem ég hef heyrt en man svo ekki hvernig þeir enda.“ Hulda Björk Garðarsdóttir, óperusöngkona Tíu leiðir í átt að heilbrigðara lífi 1.Hættu að reykja. Ef uppáhaldsmaturinn þinn myndi innihalda 400 eiturefni og 60 þekkt krabbameinsvaldandi efni, myndir þig samt langa í matinn? Með því að hætta að reykja eykur þú líka heilbrigði þeirra sem eru í kringum þig. 2.Reykir þú ekki er besta leiðin að bættri heilsu að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Mundu að glas af ósykruðum appelsínusafa telst sem einn skammtur. 3.Til að koma í veg fyrir skapsveiflur er gott að borða lítillega á fjögurra klukkutíma fresti. Látir þú líða meiri tíma á milli snæðinga en fjóra tíma verður líkaminn ansi pirraður og þú finnur vel fyrir því. 4.Ef þú byrjar daginn á því að fá þér egg hjálpar það við að minnka kaloríuneyslu yfir daginn um 400 kaloríur. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum bandarísku offitustofnuninn- ar Rochester Centre. 5.Skiptu um rúmdýnu á sjö til tíu ára fresti til að koma í veg fyrir bakmeiðsli. Á meðan er gott að snúa dýnunni að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að slétta úr svefndældinni sem myndast eftir þig. 6.Líkamar okkar eru gerðir til að hreyfa þá. Gerðu hjartanu góðan greiða og fleygðu stressinu í ruslið með því að hreyfa þig. Nokk- ur skref geta gert gæfumuninn. Gakktu í búðina, farðu fyrr úr strætó. Leggðu bílnum fjær vinn- unni. 7.Drekktu sjö til átta glös af vatni á dag. 8.Fáðu snertingu. Vertu dugleg/duglegur að faðma ættingja, vini, börn og maka. Eða kauptu þér gæludýr. Snerting hjálpar okkur öllum að bættri heilsu og hamingjuríkara lífi. 9.Ekki láta vinnuna eyðileggja fyrir þér frí-dagana. Notaðu frídagana til að slaka á og endurhlaða batteríin en ekki til að sinna auka verkefnum eða stunda fjarvinnu. 10. Hláturinn lengir lífið og hefur það verið sannað að góður skammtur af hlátri tekur nokkur ár af lúinni sál. Gefðu þér tíma til að hlæja með vinum, horfa á fyndið sjónvarps- efni eða lesa góða grínbók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.