Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2
 „Okkar niðurstaða er sú að það hafi algerlega eðlilega verið staðið að skoðun á mannin- um og það hafi ekkert við skoðun- ina bent til þess sem síðar átti sér stað,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir um niðurstöður rann- sóknar á aðdraganda þess að rúm- lega fertugur íslenskur karlmaður lést um borð í Norrænu í október. Morguninn eftir að maðurinn steig um borð í Norrænu á Seyðis- firði sáu tveir erlendir klefafélag- ar Íslendingsins að hann var lát- inn í rúmi sínu. Krufning landlæknis í Færeyjum leiddi í ljós að banameinið var innvortis blæðingar frá milta. Þriðjudagskvöldið 17. október, kvöldið áður en maðurinn fór um borð í Norrænu, velti hann bíl sínum í Berufirði. Sjúkraflutn- ingamenn úr Djúpavogi óku honum í kjölfar- ið til skoðunar á heilsugæslu- stöðunni á Egils- stöðum. Móðir mannsins ósk- aði eftir því að landlæknir kannaði hvort sonur hennar hefði fengið við- eigandi læknismeðferð. Matthías segir bílveltuna ekki hafa verið mjög harkalega. Maðurinn hafi aðeins kvartað undan lítilsháttar höfuðverk en þess utan sagst vera í góðu lagi. Eftir að vörubílstjóri sem kom að slysinu hafi ekið honum til sjúkra- flutningamannanna á Djúpavogi hafi hann meira að segja óskað eftir því að áður en farið væri með hann til Egilsstaða yrði ekið til baka að slysstaðnum eftir munum úr bílnum. Einnig segir landlæknir að maðurinn hafi á engum tímapunkti misst meðvitund eða virkað eins og hann væri við skerta meðvit- und. Vakthafandi læknir á Egilsstöð- um skoðaði manninn á heilsu- gæslustöðinni. Eingöngu fundust lítils háttar áverkar og skrámur á manninum. Lungna- og hjarta- hlustun sýndu ekkert óeðlilegt. Þreifað var á kvið mannsins sem reyndist ekki aumur. Um nóttina gisti maðurinn á hóteli á Egilsstöðum. Morguninn eftir sást til hans taka saman far- angur sinn, meðal annars þunga steina sem hann hugðist flytja með sér til Danmerkur þar sem hann bjó. Hann sigldi síðar um daginn með Norrænu frá Seyðis- firði áleiðis til Færeyja. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins báru útlendingarn- ir tveir sem voru með Íslendingn- um í klefa að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þá um kvöldið. Þeir munu hafa þurft að styðja hann til rekkju eftir að hann hafi fallið við inni á salerni. Um morg- uninn hafi hann verið látinn. „Í tilvikum sem þessu er afar sjaldgæft að blæðing taki sig eftir svo langan tíma en það er hugsan- legt að hnjask við fall hafi getað valdið áverka ofan í það sem áður hafði gerst og komið af stað blæð- ingu. Um það verður þó ekkert fullyrt,“ segir Matthías Halldórs- son. Fékk jafnvel áverka um borð í Norrænu Matthías Halldórsson landlæknir segir algerlega eðlilega hafa verið staðið að læknisskoðun á manninum sem lést um borð í Norrænu. Hugsanlega hafi hann fengið áverka á ferjunni og innvortis blæðingar eftir bílveltu tekið sig upp. Drengurinn sem fékk hjartastopp í baði á heimili sínu á aðfangadag, eins og greint var frá í Frétta- blaðinu, lést miðvikudaginn 3. janúar síðastliðinn á Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hafa fengið hjarta- stopp í baði sökum súrefnis- skorts. Sjúkraflutningamönnum og lækni tókst að lífga drenginn við á heimili drengsins og var hann í skyndi fluttur á sjúkrahús. Drengurinn hlaut alvarlega höfuðáverka sem leiddu til ólækn- andi veikinda. Drengurinn var níu ára gamall og hét Jón Ævar Ármannsson. Lést vegna höfuðáverka Í dag, 6. janúar, er þrettándinn haldinn hátíðlegur víða um land. Í gegnum tíðina hefur þótt til siðs að skjóta upp flugeldum og kveikja brennur á þessum síðasta degi jóla . Tvær flugeldasýningar verða á höfuðborgarsvæðinu; önnur við Ráðhús Reykjavíkur klukkan hálf sjö og hin klukkan níu á Rykvöll- um í Mosfellsbæ. Brennurnar eru fjórar og verður kveikt í þeirri fyrstu við Ægisíðu klukkan tuttugu mínútur í fimm síðdegis. Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og við Brennu- stæðið við gamla Gufunesbæinn er stefnt að því að tendra bálið klukkan sex og síðasta brenna dagsins hefst klukkan korter yfir átta neðan Holtahverfis í Reykjavík. Jólin kvödd á þrettándanum Óprúttnir sprelligosar hafa skrumskælt auglýsingar frá Kaupþingi sem birst hafa í fjöl- miðlum upp á síðkastið. Í útgáfum háðfuglanna á auglýsingunum sést ungur maður allur útgrátinn undir yfirskriftinni: „Skuldar milljónir hjá Kaupþingi.“ Önnur auglýsingin sýnir grátþrútna mið- aldra konu, Svanhildi Nóadóttur, sem er buguð yfir yfirdrætti með 22 prósenta vöxtum hjá Kaup- þingi. Sú þriðja sýnir Tony Hall, viðskiptavin Kaupþings í London, og renna tárin í straumum niður kinnarnar á honum. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengsla hjá Íbúðalánsjóði, sendi tölvupóst með myndunum óvart á stóran hóp fólks í gær, meðal annars á nokkra fjölmiðlamenn. „Ég get ímyndað mér að það sé ólöglegt að fara svona með höfundarverk annarra, en ég hef ekki hugmynd um hver skrumskældi auglýsing- arnar,“ segir Hallur, en hann ætl- aði aðeins að senda póstinn á nokkra samstarfsmenn hjá Íbúða- lánasjóði. Hallur segir í gríni að hann sé líklega í vondum málum fyrir að senda auglýsingarnar til svona margra manna af netfangi sínu hjá Íbúðalánasjóði. „Þetta er slæmt stöðu minnar vegna. En um var að ræða mistök hjá mér en ekki viljaverk,“ segir Hallur. Frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðis- manna (SUS) voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Valhöll í gær. Þau eru veitt í tveimur flokkum, annars vegar í flokki einstaklinga og hins vegar í flokki félagasamtaka. Í einstaklingsflokknum féllu þau Andra Snæ Magnasyni rithöfundi í skaut en í flokki félagasamtaka hlaut Andríki, útgefandi Vefþjóðviljans, verðlaunin. Verðlaunin eru kennd við Kjartan Gunnarsson, sem nýlega lét af störfum sem framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins eftir áratuga starf. Andri og And- ríki verðlaunuð Sorphirða Vesturlands urðaði samtals 179 tonn af hvalúrgangi vegna veiða á sjö langreyð- um síðasta haust. Miðað við áætlaða meðalþyngd langreyðanna er það rúmur helmingur af heildar- þyngd þeirra. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorphirðu Vesturlands, segir að úrgangurinn hafi verið innyfli, afskorningar og bein. Úrgangurinn hafi verið meðhöndlaður eins og hver annar sláturúrgang- ur og grafinn á urðunarstað sorphirðunnar í Fíflholt- um á Mýrum. Hún segir að innheimt hafi verið gjald fyrir hvert kíló, 8,70 krónur að viðbættum virðisaukaskatti. Kostnaður við urðunina var því um tvær milljónir króna. Hún segir það ekki óeðlilega mikið þar sem mikið pláss fari undir úrganginn á urðunarsvæðinu. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrann- sóknastofnunarinnar, segir að meðalþyngd á lang- reyð sé um 40 tonn, en þar sem þau dýr sem veidd voru hafi verið stór sé óhætt að reikna með að meðal- þyngd þeirra hafi verið um 50 tonn. Því fór um helm- ingurinn af þyngd langreyðanna sjö í úrgang. Helmingurinn fór í úrgang Karlmaður í Hafnar- firði er ósáttur við að þurfa að greiða eftirlitsgjald til bæjarins vegna tveggja hunda. Maðurinn er krafinn um gjaldið fyrir árin 2005 og 2006 en segir hundana hafa verið aflífaða í mars 2005. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis synjaði því að fella niður eftirlitsgjöldin af því að hann hefði ekki tilkynnt aflífun hundanna fyrr en í október síðastliðnum. Maðurinn kveðst hins vegar á sínum tíma bæði hafa hafa hringt í yfirvöld og sent til þeirra tölvupóst um málið þótt hann ætti ekki afrit af póstinum lengur. Rukkaður fyrir dauða hunda Tíðni ungbarnadauða minnkaði umtalsvert milli ára á Kúbu, niður í 5,3 látin börn á hvert þúsund nýfæddra, en var 6,33 árið 2005. Sambærilegar tölur eru ekki komnar frá öllum ríkjum fyrir árið 2006, en miðað við tölur ársins 2005 er dánartíðnin minni á Kúbu en til dæmis á Írlandi, Ítalíu og í Færeyjum. Kanada er eina landið á vesturhveli jarðar sem kemur betur út úr samanburðinum, en þar var hlutfall látinna ungbarna 4,75 af hverjum þúsund fæddum. Þess má geta að á Íslandi var hlutfallið 2,34 árið 2005. Minni en í Færeyjum Árni, hefur þér verið boðin kennarastaða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.