Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 58
22 Kírópraktík, sem einnig er stundum kölluð hnykklækningar, hefur verið stunduð í heiminum í þúsundir ára. Til skamms tíma voru þeir sem ástunduðu slíkar lækningar ekki hátt skrifaðir innan læknavísindanna og jafnvel settir í fangelsi fyrir skottu- lækningar. Kírópraktorar hafa þó fengið uppreisn æru og í Bandaríkj- unum og Skandinavíu vinna kíró- praktorar með sjúkrahúsunum. Hér á landi eru kírópraktorar samþykkt heilbrigðisstétt. Sandra Sigmundsdóttir fór til Bandaríkjanna til að spila fótbolta og læra líffræði. Hún heillaðist af kíró- praktíkinni og er nýkomin heim til Akureyrar eftir framhaldsnám í fag- inu. Hún starfar nú sem kírópraktor með aðstöðu í Bak og fyrir, beint á móti Hótel Kea. „Þetta er frekar langt nám, eða alls sjö ár,“ segir Sandra sem hafði aldrei heyrt um kírópraktík fyrr en hún kom til Bandaríkjanna. „Ég vissi ekkert hvað kírópratkorar gera.“ En hún heillaðist fljótt af þessari lækn- ingaaðferð. „Kírópraktík er svo nátt- úruleg. Við notum hendurnar, engin lyf eða skurðaðgerðir. Þetta býður upp á svo marga möguleika sem og nálægð við sjúklinginn og tengsl við hann. Við vinnum helst að liðlosun en ég nota líka staðbundið nudd, líkamslosun og teygjur og kenni fólki að vinna með líkamann og hjálpa sér sjálft.“ Hún segir Akureyringa hafa tekið vel á móti sér þó að hægt hafi farið af stað. „Það var smá efi í mér að koma heim og vera fyrsti og eini kírópraktorinn hérna á AKureyri. Í Reykjavík eru starfandi fimm eða sex kírópraktorar og þar hefur verið góð reynsla af þessu svo það var mjög spennandi að koma heim og kynna fólk fyrir þessu.“ Hún segir fólk koma til sín að meðaltali í fjögur til sex skipti. „Sumir koma einu sinni tvisvar en aðrir koma oftar. Svo er misjafnt hvað fólk vill fá út úr þessu, vill það láta sér líða aðeins skár eða vill það verða alveg verkjalaust og vinna að því að fyrirbyggja vandamálið?“ Helstu vandamálin sem fólk kemur með til Söndru tengjast stoðkerfinu en höfuðverkir, brjósklos og vöðva- bólga hrjá æ fleiri. Hún segir samskiptin við heil- brigðisstéttirnar hafa verið mjög góð. „Margir heilbrigðisstarfsmenn eru áhugasamir um eitthvað nýtt. Ég vísa fólki til læknis ef ég tel að ég geti ekki aðstoðað með vandamálið en svo bendi ég fólki á að fara í nudd, til læknis eða líkamsrækt meðfram því að vera hjá mér. Auðvitað eru einhverjir tortryggnir, en það er líka skemmtilegt að vinna með því fólki og sýna því hvað möguleikarnir eru margir.“ - bb Úr fótbolta í liðlosun Sandra Sigmundsdóttir kírópraktor fór út til að spila fótbolta en er nú komin heim til Akureyrar eftir langa námsdvöl í Bandaríkjunum. Með því að borða fjölbreytt fæði á líkaminn að fá flest þau vítamín sem hann þarfnast en þó benda næringar- og lyfjafræðingar á það að gott sé að taka lýsi reglulega þar sem fáar fæðutegundir inni- haldi nógu mikið D-vítamín, en það fæst úr lýsinu. Ef fæðið er ekki nógu fjöl- breytt og líkaminn fær ekki öll þau vítamín sem hann þarfnast getur verið nauðsynlegt að taka þau inn í töfluformi. Best er að fá faglega ráðgjöf um það hvaða vítamín ætti að taka því ekki er sama hvað er tekið inn. Fituleysanlegu vítamínin geta til dæmis safnast fyrir í líkamanum og valdið eitrunum og því er alveg jafn slæmt að fá of mikið af þeim eins og of lítið. Eins getur inn- taka ákveðinna vítamína haft áhrif á önnur lyf sem eru tekin inn og því nauð- synlegt að vita hvað fer saman og hvað ekki. Í verslunum Lyfja og heilsu er boðið upp á ókeypis einstaklingsráðgjöf við val á vítamínum og þeir sem hafa hugsað sér að fara að taka inn vítamín á nýju ári ættu því að notfæra sér það áður en þeir hefja átakið. Ekki sama hvaða vítamín eru tekin Vítamín eru líkamanum nauðsynleg og til þess að fá nóg af öllum vítamínum er mikilvægt að borða fjölbreytt fæði. Fitusog án skurðaðgerðar • Á aðeins 10 dögum færðu árangur sem jafnast á við fitusog • Húðin stinnist og appelsínuhúðin hverfur • Öflugasta cellómeðferð hingað til sem stittir biðtímann um margar vikur • 6 mismunandi aðferðir notaðar á þig til að skila sem mestum árangri • 100% ánægja þegar meðferðinni er lokið... Verð: 37.400,- Ef þú pantar strax í dag Minna Mál grenningarmeðferðina færðu hana á tilboðsverði kr: 24.900,- Hringdu núna, síminn er: 577 7007 Kínastofan • Stórhöfði 17 • 110 Rvk Skíðaíþróttin er góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna. Skíða- svæði víðsvegar um land hafa opnað. Hlíðarfjall á Akureyri er vinsælt svæði fyrir heima- menn og aðra sem koma í lengri eða styttri ferðir á Norðurland: www.hlidarfjall.is. Á Ísafirði er eina skíðasvæði Vestfjarða sem má finn á heimasíðunni: www. isafjordur.is/ski/. Á Sauðár- krók er vinsælt svæði þar sem íþróttafélagið Tindastóll æfir sína skíðakappa. En í Böggvis- staðafjalli við Dalvík er að finna fleiri norðlenska skíðagarpa: http://www.skidalvik.is/. Upp- lýsingar um skíðasvæði á Siglu- firði eru á síðunni www.siglo.is. Nánari upplýsingar um Bláfjöll og skíðasvæði sunnan heiða er að finna á vef yfir skíðasvæði landsins á www.skidasvaedi.is. Á skíðum skemmti mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.