Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 2
Stefnir þú ótrauður á hundrað lítra, Sigurður? Ríkissaksóknari hefur vísað máli Byrgisins, sem Ríkis- endurskoðun mælti fyrir að yrði skoðað af ríkissaksóknara, til efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í efnahagsbrotadeild hjá Ríkislög- reglustjóra, í gær. Eins og greint var frá í fjöl- miðlum í gær gerði Ríkis- endurskoðun athugasemdir við fjármál með- ferðarheimilis- ins Byrgisins á árunum 2005 og 2006. Í skýrsl- unni kemur meðal annars fram að ekki hafi verið gerð grein fyrir því hvern- ig rúmlega 45 milljónum króna hafi verið ráð- stafað. Bókhald Byrgisins er í skýrsl- unni sagt í molum og fjárreiður Byrgisins augljóslega samofnar einkaneyslu starfsmanna, að mestu leyti Guðmundar Jónsson- ar, sem nýlega hætti störfum sem forstöðumaður Byrgisins. Meðal annars voru 122 þúsund krónur millifærðar af söfnunar- reikningi, sem stofnaður var eftir að fyrrverandi skjólstæðingur Byrgisins, Haukur Freyr Ágústs- son, lést vegna ofneyslu fíkniefna, yfir á persónulegan reikning Guð- mundar Jónssonar. Starfsmenn Ríkisendurskoðun- ar hafa þegar fundað með starfs- mönnum félagsmálaráðuneytisins vegna málefna Byrgisins með það að markmiði að taka starfslag og verkferla til endurskoðunar, svo fjármálamisferli af því tagi sem upp hefur komist um endurtaki sig ekki. Vistmennirnir í Byrginu, sem voru sex þegar tekin var ákvörð- un um að leggja starfsemina niður eftir að skýrsla Ríkisendur- skoðunar kom fram, hefur verið boðið að fara á Hlaðgerðarkot. Það er sjúkrastofnun sem býður upp á stífa meðferð fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur en Samhjálp og velferðarsvið Reykjavíkurborgar munu vinna í sameiningu að því að taka við verkefnum sem Byrgið var með. Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar, segir enn óljóst hvort Samhjálp geti tekið við öllum þeim vistmönnum sem hafa verið í Byrginu. Á ríkisstjórnarfundi í gær voru málefni langt leiddra vímuefna- neytenda tekin til umfjöllunar að tillögu Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til þess að fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda á víðum grunni. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneyti og félagsmálaráðuneyt- inu. Ríkislögreglustjóri með mál Byrgisins Saksóknari efnahagsbrota hjá embætti Ríkislögreglustjóra hefur fengið málefni Byrgisins til rannsóknar. Unnið er að eflingu á innra eftirliti í félagsmálaráðu- neytinu til þess að tryggja að sambærileg staða komi ekki upp aftur. Árni Magnússon, sem var félagsmálaráð- herra í október 2003 er samkomulag var undirritað til staðfestingar um áframhaldandi greiðslur ríkis- ins til Byrgisins, segir það hafa komið til umræðu að taka málefni Byrgisins til skoðunar skömmu áður en hann hætti sem félagsmálaráðherra í fyrra. „Eins og þetta rifjast upp fyrir mér var um að ræða sam- komulag sem ég undirritaði nokkrum mánuðum eftir að ég varð ráðherra. Ég minnist þess að það hafi í nokkur skipti verið ýtt við forsvarsmönnum Byrgisins þar sem við ætluðumst til þess að sam- komulagið yrði undirritað fyrir þeirra hönd en það var aldrei gert.“ Árni segir augljóst að eftirlitslausar greiðslur ríkisins til starfsemi af því tagi sem fram fór í Byrg- inu bjóði hættunni heim ef ekki eru til staðar sérstak- ir þjónustusamningar þar sem verksvið eru skýrlega skilgreind. „Á þeim tíma sem ég var að hætta sem ráðherra vorum við búin að ræða um nauðsyn þess að skoða málefni Byrgisins rækilega. Sá lærdómur sem ég held að menn þurfi að draga af þessari athugun Ríkisendurskoðunar er að hættan er mest á svona atvikum þegar ekki er um sérstaka þjónustusamn- inga að ræða, því að ef ekki eru fyrir hendi þjónustu- samningar byggir samkomulagið fyrst og fremst á trausti. Því miður er hættan sú að traustið sé misnot- að, eins og sést á skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið.“ Veiðar í Elliðaám verða takmarkaðar enn frekar næsta sumar. Orkuveita Reykjavíkur og Stangaveiði- félag Reykjavíkur hafa ákveðið í sameiningu að grípa til þeirra ráðstafana til þess að fjölga þeim löxum sem eftir verða í ánum til hrygningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni og Stangaveiðifélaginu. Nýlega greindist nýrnaveikismit í klaklaxi úr Ell- iðaánum og var hrognum undan þeim fiskum eytt. Nýrnaveiki er landlægur sjúkdómur í laxfiski á Íslandi, en í haust hefur greinst smit í óvenjumörgum ám. Þetta veldur því að ekki verður hægt að sleppa gönguseiðum í Elliðaárnar vorið 2008, en undanfarin ár hefur slíkum seiðum verið sleppt til að styrkja laxa- stofn ánna. Því verður hámarksfjöldi veiddra laxa hvern hálfan dag næsta sumar þrír laxar, en ekki fjórir eins og áður. Einnig kemur til greina að draga enn frek- ar úr veiðum í Elliðaánum árið 2008 til þess að styrkja hrygningarstofninn í ánni. Að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun, er nýrnaveikin almennt ekki svo hættuleg, hún finnst í náttúrunni í lágri tíðni. Hins vegar getur hún gert usla í eldisstöðvum og menn reyna sem best þeir geta að verja þær fyrir smiti. Veiðar takmarkaðar enn frekar Tuttugu og sex ára karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, grunaður um kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum á aldrinum fimm til tólf ára. Gæsluvarðhaldið gildir til 26. janúar. Meint brot áttu sér stað í Vogahverfinu í Reykjavík síðdegis á mánudag. Maðurinn var handtekinn um kvöldmatarleytið samdægurs eftir að lögregla hafði fengið greinargóða lýsingu á bíl hans. Hann var yfirheyrður í gær. Kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Úrskurðaður í gæsluvarðhald Íslenskir embættis- menn áttu í gær fundi í Lundúnum með breskum embættismönnum um samstarf þjóðanna um öryggismál á Norður-Atlantshafi og fleira, að því er segir í tilkynn- ingu frá utanrík- isráðuneytinu. Í íslensku viðræðu- nefndinni voru fulltrúar frá forsætisráðuneyt- inu, utanríkis- ráðuneytinu og dómsmálaráðu- neytinu. „Rætt var um atriði er varða sameigin- lega hagsmuni og hvernig mætti hugsanlega auka samstarf Íslands og Bretlands. Ákveðið var að skoða frekar hagnýta valkosti til samstarfs og er annar fundur ráðgerður á Íslandi,“ segir utanríkisráðuneytið um niðurstöðu fundarins. Ræddu sam- starf við Breta Þriggja bíla árekstur varð á Garðvegi í Sandgerði um þrjúleytið í gær. Þrír voru fluttir á Heilsugæslustöð Suðurnesja, en meiðsli þeirra voru talin minni- háttar. Veginum var lokað um tíma á meðan bílarnir voru fjarlægðir. Þeir voru allir mikið skemmdir eftir áreksturinn. Að sögn lögreglu atvikaðist slysið þannig að tveir bílar sem komu hvor úr sinni áttinni skullu hvor á öðrum. Mikil hálka var á veginum sem varð til þess að þriðji bíllinn sem kom aðvífandi lenti á hinum tveimur. Árekstur þriggja bíla í Sandgerði Umræður um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkis- útvarpið ohf. héldu áfram í gær. Málið var rætt í rúma tíu tíma á mánudag og hófst þingfundur klukkan 10.30 í gærmorgun. Umræðurnar stóðu enn þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru þá fjölmargir á mælendaskrá. Þingmenn hafa ótakmarkaðan ræðutíma í þriðju þingumræðu en auk hefðbundinna ræða hafa þingmenn lýst skoðunum sínum á málinu og meðferð þess undir liðunum athugasemdir við störf þingsins og um fundarstjórn forseta. Önnur mál hafa ekki verið sett á dagskrá Alþingis. Fjölmargir enn á mælendaskrá Ung kona hefur lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðu- manni Byrgisins. Kæruefnið er kynferðisleg misbeiting og að á þann veg hafi hann misnotað aðstöðu sína sem forstöðumaður meðan hún var skjólstæðingur Byrgisins. Konan lagði fram gögn með kærunni. Þetta er önnur konan sem leggur fram kæru á hendur Guðmundi. Hin fyrri kærði hann til lögreglu í desember eftir umfjöllun Kompáss um málefni Byrgisins. Hún sakar hann einnig um kynferðislega misbeitingu. Hún lagði fram gögn með kærunni, þar á meðal myndbönd. Guðmundur verður boðaður í skýrslutöku hjá sýslumanns- embættinu í þessari viku. Skýrsla verður tekin í vikunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.