Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 4
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið
Efni sem unnið er
hér á landi úr þorskinnyflum drap
99 prósent af fuglaflensuveirum
af H5N1-stofninum á fimm mínút-
um í rannsókn sem unnin var í
Lundúnum nýlega.
Efnið heitir pensím og er ens-
ími sem finnst í meltingarfærum
þorsks, en það hefur hingað til
verið notað í smyrsl sem vinnur
gegn húðmeinum. Nú vonast
íslenskir framleiðendur þess til
þess að hægt sé að þróa lyf úr
pensími gegn ýmsum kvillum.
Fyrirtækið Ensímtækni ehf. hefur
þróað ensímið.
Jón Bragi
Bjarnason, próf-
essor í lífefna-
fræði við
Háskóla Íslands
og stjórnarfor-
maður Ensím-
tækni, segir að
tilraunirnar á
H5N1-veirunni
hafi farið fram
síðasta haust,
en niðurstöðum skilað nýlega.
„Það er mjög spennandi að hafa
fundið efni sem drepur fuglaflensu-
veiruna, menn óttast að hún muni
breytast yfir í mannaflensuveiru,
og þá munum við hafa einhverja
vörn sem líklega mun gagnast,“
segir Jón Bragi.
„Þetta mun efla okkur í þeirri
trú okkar að þetta sé mikilvægt til
lyfjagerðar, og að við verðum að
afla fjár til lyfjaþróunar,“ segir
Jón Bragi. Hann vinnur nú að því
að safna hlutafé til að standa
straum af klínískum rannsóknum
á pensími. Reikna má með að
fyrirtækið þurfi að safna 20-30
milljónum dala í hlutafé til þess að
slíkar rannsóknir geti farið fram.
Lyf gegn fuglaflensu er þó ekki
nóg, heldur segir Jón Bragi að nú
þurfi einnig að rannsaka vísbend-
ingar um það að pensím hafi einn-
ig áhrif á hefðbundna flensu, sem
herjar gjarnan á Íslendinga á
þessum árstíma, og áhrif
pensímsins á kvef lofi líka góðu.
Því þurfi að framkvæma
læknisfræðilegar rannsóknir til
að meta áhrif pensíms á inflúensu,
kvef, barnaexem og gigt, auk
fuglaflensunnar, í skynsamlegri
röð.
Jón Bragi segir að um tvö ár
geti tekið að framkvæma þær
rannsóknir og vinna úr þeim áður
en lyf komi á markað.
Í gær kynnti Jón Bragi nýja
snyrtivörulínu í London, sem einn-
ig er unnin úr þorskensími, undir
merkinu DrBRAGI. Um er að ræða
næringar- og yngingargel, húð-
hreinsivörur og fleiri vörutegund-
ir. Kynningin fór fram á fjölmenn-
um blaðamannafundi, þar sem
meðal annars voru fulltrúar snyrti-
vöru- og tískutímarita. Opnuð var
sérstök kynningarsíða, en snyrti-
vörurnar munu koma á markað 1.
mars. Fyrirtækið Pure Icelandic
sér um markaðssetningu erlendis.
Þorskaensím drepur
flestar H5N1-veirur
Íslenskt þorskaensím drap 99 prósent af fuglaflensuveirum í nýlegri rannsókn.
Unnið er að því að safna hlutafé til að hægt sé að leggja í læknisfræðilegar
rannsóknir. Ensímið er talið geta orðið að lyfi gegn flensu, kvefi og barnaexemi.
Rúmlega tvítug kona var í gær ákærð fyrir
Héraðsdómi Austurlands fyrir tvær alvarlegar lík-
amsárásir. Þær áttu sér stað á Fáskrúðsfirði um
júlínótt á síðasta ári.
Konunni er gefið að sök að hafa slegið aðra konu á
svipuðu reki í höfuð og líkama með vínflösku úr
gleri, tekið hana hálstaki, rifið í hár hennar og lagt
læri yfir andlit hennar. Afleiðingarnar urðu þær að
fórnarlambið hlaut roða, bólgu og blóðrisa fleiður
framan á hálsi, fleiður yfir vinstra handarbak og
rispusár á vinstri baugfingri.
Þá er árásarkonunni gefið að sök að hafa sömu
nótt slegið tvítugan pilt högg í höfuðið með bjór-
flösku, sem brotnaði með þeim afleiðingum að hann
hlaut sár á hvirfilinn.
Í gær var einnig þingfest fyrir Héraðsdómi ákæra
á mann vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar á
veitingastaðnum Cafe Kósý á Reyðarfirði í
september. Manninum er gefið að sök að hafa kastað
bjórglasi í andlit annars manns þannig að sá síðar-
nefndi hlaut langan skurð vinstra megin í andlit sem
náði frá nefi niður á kinn.
Sá sem fyrir árásinni varð krefst skaðabóta upp á
rúmlega hálfa milljón króna.
Sergei Ivanov,
varnarmálaráðherra Rússlands,
staðfesti í gær að Rússar hefðu nú
þegar afhent Írönum loftvarna-
flaugar af gerðinni Tor-M1.
Hann sagði ekki hve margar
flaugarnar væru, en starfsmenn
ráðuneytisins höfðu áður upplýst
að Rússar hefðu samið við Írana
um sölu á 29 loftvarnavopnum og
mundu Íranar greiða fyrir 700
milljónir dala.
Bandarísk stjórnvöld hafa
gagnrýnt þetta, enda hafa þau
hvatt öll ríki heims til þess að
hætta allri vopnasölu til Írans.
Ísraelsk stjórnvöld hafa sömuleið-
is gagnrýnt harðlega sölu á
vopnabúnaði til Írans.
Rússar afhenda
Írönum vopn
Hans-Gert
Pöttering, kristilegur demókrati
frá Þýskalandi, var í gær kjörinn
eftirmaður spænska sósíalistans
Joseps Borrell á forsetastól
Evrópuþingsins.
Pöttering,
sem var áður
formaður
stærsta
þingflokksins á
Evrópuþinginu,
Evrópska
þjóðarflokksins,
náði kjöri strax
í fyrstu umferð
atkvæðagreiðsl-
unnar meðal
þingfulltrúanna
785.
Í þakkarræðu sinni sagðist
Pöttering myndu vinna að
einingu Evrópu þar sem allar
þjóðir álfunnar, stórar sem
smáar, hefðu sitt fram að færa.
Pöttering tekur
við af Borrell
Tuttugu og fjórar þjóðir
sem stunda fiskveiðar í Miðjarð-
arhafinu hafa heitið því að taka
höndum saman við aðgerðir gegn
rýrnun á fiskstofni samkvæmt
tilkynningu frá Matvælastofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Þjóðirnar samþykktu að deila
upplýsingum um fiskveiðiflota
sína til að auðvelda eftirlit en
heildstæðar upplýsingar um
veiðar á svæðinu hafa ekki legið
fyrir. Einnig sammæltust þjóðirn-
ar um að nota sérstaka gerð neta
við botnvörpuveiðar sem hleypa
ungum fiski í gegn.
Aðgerðir til að
reisa við stofn
Maður var handtekinn á
Hong Kong-flugvelli nýlega fyrir
tilraun til að smygla tösku með lif-
andi dýrum, þar á meðal krókódíl og
46 skjaldbökum. Hugðist maðurinn,
sem kom frá Taílandi, selja dýrin á
meginlandi Kína, þar sem þau eru
eftirsótt í matseld og lækningar.
Leyfi þarf frá stjórnvöldum
Hong Kong fyrir innflutningi skrið-
dýra, fugla og spendýra, að því er
greint er frá á fréttavef BBC. Þar
sem sum dýrin eru í útrýmingar-
hættu er ólíklegt að hann hefði feng-
ið slíkt leyfi.
Hlaut maðurinn sex mánaða skil-
orðsbundinn fangelsisdóm fyrir
ólöglegan dýrainnflutning.
Með krókódíl
í farangrinum
Eftirlit með styrkjum
til aðila utan ríkiskerfisins verður
til umræðu á sameiginlegum
fundi fjárlaga- og félagsmála-
nefnda Alþingis með ríkisendur-
skoðanda í fyrramálið.
Birkir Jón Jónsson, formaður
fjárlaganefndar, segir tilefnið
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Byrgið. „Við viljum draga
lærdóm af þessu máli,“ segir
hann og tekur fram að í engu sé
efast um heilindi þeirra fjöl-
mörgu sem vinni óeigingjarnt
starf í þágu þjóðfélagsins og njóti
til þess opinberra styrkja. Fara
eigi yfir verklagið og ræða hvort
því þurfi að breyta.
Farið yfir eftirlit
með styrkjum