Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 10
Pandabjörninn Chu-
ang Chuang er orðinn það feitur
að pandabirnan Lin Hui vill ekki
lengur stunda kynlíf með honum,
að sögn talsmanna Chiang Mai
dýragarðsins í Taílandi.
Chuang Chuang, sem vegur
150 kíló, á meðan Lin Hui er
aðeins 115 kíló, fær nú aðeins
bambuslauf að borða meðan hann
er að ná af sér aukakílóunum. Er
þetta nýjasta ráðið í oft undarleg-
um tilraunum dýragarðsins til að
fá pandabirnina til að makast.
Birnirnir voru gefnir saman í
plat hjónavígslu og síðar var til-
kynnt að þeir yrðu aðskildir til
að reyna að kveikja rómantík.
Jafnvel hefur verið rætt um að
framleiða pönduklám, myndbönd
af öðrum pöndum að makast, til
að koma Chuang Chuang og Lin
Hui í rétta skapið.
Íslendingar eru meðal
fárra tæknivæddra þjóða sem
ekki hafa komið sér upp þjóðar-
tæknisafni. Að mati undirbúnings-
nefndar tækniminjasafns er afar
aðkallandi að byggja upp slíkt
safn, bæði í menningarlegum
skilningi og ekki síður sem
menntastofnun. Staða mála í dag
varðandi þennan hluta þjóðararfs-
ins er þjóðinni til niðurlægingar
að mati nefndar sem kynnti
áfangaskýrslu um Tæknisafn
Íslands í menningarmiðstöðinni
Þjórsárveri nýlega.
Undirbúningur að stofnun
tækniminjasafns var í höndum
Atvinnu- og ferðamálanefndar
Flóahrepps að frumkvæði áhuga-
fólks þar í sveit. Valdimar
Össurarson var verkefnisstjóri og
er einn helsti hvatamaður að stofn-
un tæknisafns hér á landi. Hann
segir að hugmynd nefndarinnar sé
ekki minjasafn í hefðbundnum
skilningi þess orðs heldur fræðslu-
stofnun eins og búið er að byggja
um alla Evrópu. „Þetta byggist upp
af vísindastofu sem er leiktækja-
salur þar sem krakkarnir fá áhuga
með upplifun og leik, tækniþróun-
arsýningu þar sem haldið er utan
um þetta sérstaka í okkar tækni-
menningu og síðan tæknisöguna
og hvernig tæknin er. Reynt verð-
ur að gera tæknina skiljanlega og
segja söguna um leið.“
Rúnar Þorvaldsson, formaður
Félags raungreinakennara, segir
að upplifunarsafn á Íslandi verði
án efa mikil lyftistöng fyrir raun-
greinakennslu í landinu. „Á svona
safni taka nemendur þátt í verk-
efnum í tengslum við ólík þemu
sem kennarar vinna svo áfram með
nemendum sínum. Þetta er upplif-
un sem unnið er úr frekar þegar
komið er inn í skólastofurnar.“
Valdimar minnir á umræðu um
náttúruminjasafn og bendir á að
söfnin séu svo eðlislík að vel komi
til greina að vista þau á sama stað.
„Rekstrarlega er það hagkvæmt
og bæði söfnin munu þjónusta
skólana við raungreinakennslu.
Það á að vista söfnin saman og
gera regluverkið það sama í leið-
inni og fella söfnin helst undir
sömu lög.“
Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen vann kostnaðaráætlun
fyrir nefndina. Búist er við að
1.200 fermetra safnahús með
öllum nauðsynlegum búnaði til
starfseminnar kosti um 300 millj-
ónir króna. Rekstrarkostnaður er
40 milljónir á ári miðað við starfs-
mannafjölda eins og tíðkast í söfn-
um á Norðurlöndum.
Rekstrarlega er það hag-
kvæmt og bæði söfnin
eru að þjónusta skólanna við
raungreinakennslu.
Mikil þörf á tækni-
minjasafni á Íslandi
Ísland er eitt fárra tæknivæddra ríkja án þjóðartæknisafns. Slíkt safn hefur
mikið gildi sem menntastofnun og auðveldar árangursríkra raungreinakennslu.
Kostnaður við byggingu safnahúss og búnaðar er um 300 milljónir króna.
Þeir sem nýta sér þjón-
ustu hraðflutningafyrirtækja til að
flytja inn litlar sendingar, sem kosta
innan við 2.000 krónur í innkaupum
erlendis, þurfa að greiða jafnaðar-
gjald í stað þess að fá vöruna
tollafgreidda á hefðbundinn hátt.
Atli Freyr Einarsson, sölu- og
markaðsstjóri hraðflutningafyrir-
tækisins DHL, segir að viðskipta-
vinir hafi ítrekað kvartað vegna
þessa, en gjaldið hefur verið við
lýði í tæpan áratug. Ítrekað hafi
verið bent á hversu óheppilegt sé að
leggja slíkt gjald á litlar sendingar,
en ekkert hafi breyst. Gjaldið hækk-
aði raunar úr 570 krónum i 750
krónur með breytingum á reglu-
gerð á síðasta ári.
Tryggvi Valdimarsson, upplýs-
ingafulltrúi hjá Tollstjóranum í
Reykjavík, segir að gjaldið sé aðeins
innheimt af sendingum hraðflutn-
ingsfyrirtækja, aðrar reglur gildi
um Íslandspóst. Hann segir að
vissulega geti jafnaðargjaldið
komið vel eða illa út, þeir sem flytji
inn bók myndu venjulega greiða 14
prósenta virðisaukaskatt, eða tæpar
280 krónur af bók sem kostar um
2.000 krónur. Þeir sem hins vegar
flytji inn bílavarahlut sem kosti
undir 2.000 krónum komi betur út
því gjöld á varahlutinn séu um 1.000
krónur.
Fawaz Mohammed
Damra, fyrrverandi bænaformað-
ur í Ohio í Bandaríkjunum, hefur
verið hnepptur í fangelsi í Ísrael.
Hann hafði leitað hælis í 72 lönd-
um en alls staðar verið hafnað og
neyddist því til að halda til fæð-
ingarlands síns, Palestínu, eftir
að hafa verið sviptur ríkisborg-
ararétti í Bandaríkjunum.
Damra er 46 ára og hafði búið í
Bandaríkjunum í áratug, alið þar
upp þrjú börn sín ásamt banda-
rískri eiginkonu sinni, en var
sviptur ríkisborgararétti árið 2004
þegar í ljós kom að hann hafði árið
1991 hvatt til vopnaðrar baráttu
gegn Ísrael.
Situr nú í ísra-
elsku fangelsi
Pandan orðin of
feit fyrir kynlíf
Katrín
Fjeldsted, læknir
og varaþingmað-
ur Sjálfstæðis-
flokksins, tók
sæti Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar
á Alþingi í gær.
Sem kunnugt er
slasaðist Guðlaug-
ur illa er eldur
læstist í skyrtu
hans skömmu
fyrir jól. Hann er
kominn heim af
spítala en þarf að
taka því rólega í
fyrstu.
Katrín
Fjeldsted var
þingmaður á
síðasta kjörtíma-
bili og hefur tekið sæti sem
varaþingmaður fyrr á þessu
kjörtímabili.
Katrín tekur
sæti Guðlaugs
Pyntingaklefar hafa
fundist í búðum tamílatígra á Srí
Lanka sem talið er að hafi verið
notaðir til að refsa liðhlaupum og
uppljóstrurum, þar á meðal konum,
að sögn varnarmálaráðuneytis
landsins.
Klefarnir fundust í síðustu viku
þegar stjórnarherinn náði stjórn á
fjórum stöðvum og sjö búðum
uppreisnarmanna. Í byrjun þessa árs
hóf stjórnarher landsins herferð sem
miðar að því að uppræta búðir
tamílatígra í Ampara-héraði í
austurhluta Srí Lanka.
Tamílatígrar hafa í tuttugu ár
barist fyrir sjálfstæðu heimalandi
fyrir hina 3,1 milljón tamíla sem býr
á Srí Lanka.
Tígrarnir með
pyntingaklefa
Verð til bænda fyrir
nautgripakjöt hefur verið að
mjakast hægt og rólega upp á við
að sögn Baldurs Benjamínssonar,
framkvæmdastjóra Landssam-
bands kúabænda. Kjötið hefur
hækkað úr 300 krónum á kílóið á
helstu flokkum af ungnautakjöti
þegar það var lægst upp í 440
krónur kílóið nú.
Breyting hefur orðið á verði á
kýrkjöti. Verðið á því var komið
niður í um hundrað krónur kílóið,
„sem er ekki neitt, algjört smánar-
verð,“ segir Baldur, og upp í um
300 krónur á algengustu flokkum á
kílóið. „Verðið fór niður úr öllu
velsæmi þegar hvíta kjötið kom í
mestu magni inn á markaðinn 2003
og verðið var pínt niður.“
Verð til bænda
hefur hækkað
Fjögur vinnuslys
voru tilkynnt lögreglu á mánudag.
Tvítugur piltur varð undir hlera
um borð í togara við Holtabakka.
Skömmu síðar skarst karlmaður á
höfði við vinnu sína á lyftara í
Grafarvogi. Síðdegis brenndist
síðan karlmaður á fertugsaldri
þegar hann tók sér hlé frá því að
gera við bensínleka í bifreið til að
fá sér sígarettu. Þegar maðurinn
hugðist slökkva í sígarettunni
mynduðust bensíngufur sem
orsökuðu sprengingu. Hann
brenndist töluvert í andliti og á
höndum. Að endingu slasaðist
maður á sjötugsaldri á hendi
þegar hann klemmdist við
uppsetningu á kælitæki.
Fékk sér reyk í
bensínviðgerð