Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 13
Viðræður milli sauðfjárbænda og ríkis- ins um nýjan sauðfjársamning hafa nú staðið yfir í nokk- urn tíma, en núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Lítið fréttist af gangi viðræðna, en heimildir tengdar samningamönnum herma að ríkið vilji ekki gera nýjan samning nema útflutningsskyldan verði felld niður. Björn Elíson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að ágætur gangur sé í viðræðun- um, sem hófust síðasta sumar. Trúnaður ríki þó um það sem fram fari í viðræðunum. Aðspurður vildi hann ekki staðfesta að ríkið krefðist þess að útflutnings- skyldan yrði afnumin, en heimildarmenn Fréttablaðs- ins hafa staðfest það. Í útflutningsskyldu felst að bændur skuldbinda sig til að flytja ákveðið magn af lambakjöti úr landi á ári hverju. Um 700 tonn voru seld úr landi árið 2006. Björn segir bændur almennt ánægða með útflutningsskyld- una, það magn sem hægt sé að selja hér á landi sé tak- markað. Björn segir að best væri að skrifa undir nýjan samning sem fyrst, og vonandi verði hægt að skrifa undir fyrir alþingiskosningar í vor til að nýir menn þurfi ekki að seta sig inn í málið verði breytingar á stjórnarsamstarfi. Oddný Sturludóttir Samfylkingunni hefur tekið sæti sem aðalmaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Leysir hún Stef- án Jón Hafstein af hólmi en hann er á leið til starfa í Namibíu. Oddný tekur jafnframt sæti Stefáns Jóns í menntaráði og menningar- og ferðamálaráði og hverfur úr skipulagsráði og velferðarráði. Setjast Stefán Benediktsson og Stefán Jóhann Stefánsson í þau sæti. Dagur B. Eggertsson tekur sæti Stefáns Jóns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur en hverfur um leið úr stjórn Faxaflóahafna. Sæti hans þar tekur Steinunn Valdís Óskars- dóttir. Oddný tekur sæti Stefáns Slagsmál brutust út á tennismóti í Ástralíu á milli króatískra og serbneskra stuðningsmanna nýlega. Stuðningsmennirnir voru í tveimur hópum og hrópuðu þeir vígorð og móðganir til andstæð- inganna á meðan á leikum stóð. Sló síðan í brýnu með hópunum og tóku þeir að slást með spörk- um og fánastöngum, sem notaðar voru sem barefli. Lögregla og öryggisverðir komu 150 manns út af svæðinu eftir átökin sem voru fordæmd víða. Engin umtalsverð meiðsl urðu á fólki að sögn lögreglu og enginn var handtekinn. Börðust með fánastöngum Dr. Ágúst Einarsson var settur í embætti rektors við Háskólann á Bifröst við hátíðlega athöfn í Hriflu, hátíðarsal skólans, á mánudaginn að viðstöddu margmenni úr háskóla- þorpinu sem og nýskipaðri stjórn skólans. Ágúst stundaði nám í rekstrar- hagfræði við Háskólann í Hamborg og í Kiel í Þýskalandi og varði síðar doktorsritgerð sína við Háskólann í Hamborg árið 1978. Ágúst hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 1990. Hann hefur reynslu af stjórnun í atvinnulífinu sem og stjórnmálum og sat meðal annars á Alþingi Íslendinga á árunum 1978-79 og 1995-99. Tekinn við sem rektor á Bifröst Tuttugu og tveir nýir ökukennarar voru brautskráðir við hátíðlega athöfn frá Kennara- háskóla Íslands hinn 9. desember síðastliðinn. Flestir ökukennar- anna eru búsettir á suðvestur- horninu, en nokkrir þeirra á Norðurlandi. Símenntunarstofnun KHÍ hefur haft með höndum menntun ökukennara frá árinu 1993 og hafa nú alls útskrifast 124 ökukennarar frá skólanum. Námið telst nú 30 einingar á háskólastigi, sem samsvarar einu námsári, og krafist er stúdents- prófs eða sambærilegrar menntunar. 22 útskrifuðust í desember 2.790.000kr. Saab 9-3 Linear 1.8 i, beinskiptur Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Framleiðendur hinna virtu Saab bifreiða eiga að baki áratugalanga sögu sem flugvélaframleiðendur. Saab 9-3 hefur fengið fjölda verðlauna fyrir frábæra aksturseiginleika og öryggi. Sannkölluð evrópsk gæði, skemmtileg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður er það sem gerir Saab 9-3 að afburða bíl. Nú bjóðum við þér eina af þotunum í Saab bílaflotanum, 9-3 Linear, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu, finndu muninn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.