Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 15
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að
verðbólgubreytingin komi á óvart, almennt
hafi menn átt von á því að allt yrði með kyrrari
kjörum hvað verðbólgu varðar í verðbólgu-
mælingunni nú í janúar. Þó að fasteignaverð
hafi lækkað hafi annað hækkað, til dæmis
gjaldskrár sveitarfélaga.
Gylfi telur að hækkanir á matvöru hafi
verið óþægilega miklar síðustu daga þó að þar
hafi árviss tilboð í aðdraganda jóla haft áhrif.
Ekki sé launung á því að fókusinn verði áfram
á matarverði. „Það er dapurlegt að hækkanir á
opinberri þjón-
ustu ýti við verð-
bólgu við þær
aðstæður í hag-
kerfinu að þörf er
á aðhaldi. Það er
mjög mikið
áhyggjuefni og
stendur upp úr,“
segir hann.
Halldór Hall-
dórsson, formað-
ur Sambands
íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin
hafa neyðst til að hækka gjaldskrár sínar til að
koma til móts við launahækkanir frá því í
haust.
„Launaþátturinn er svo ríkjandi í rekstri
sveitarfélaga að hann ræður miklu um tekju-
þörfina. Taka þarf saman heildaráhrifin af
gjaldskrárbreytingunum, ég held að þau séu
minni en fólk gerir ráð fyrir,“ segir hann.
„Þörf er á því að laga tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Sveitarfélögin urðu að gera
breytingar á gjaldskrám til að reksturinn
plumaði sig.“
Hátt í 35.000 borgarar
féllu í Írak árið 2006 samkvæmt
tölum Sameinuðu þjóðanna sem
Gianni Magazzeni, mannréttinda-
fulltrúi SÞ í Írak, kynnti í gær. Er
þetta næstum þrisvar sinnum
hærra hlutfall en írösk stjórnvöld
lýstu yfir nýlega. Tæplega 36.700
borgarar særðust á sama tímabili.
Þessar nýjustu tölur SÞ byggja
á upplýsingum frá heilbrigðisráðu-
neyti Íraks, líkhúsum, sjúkrahús-
um og öðrum stofnunum að sögn
Magazzenis. Hann varaði við því
að ofbeldi í Írak gæti aukist og að
lokum farið úr böndunum ef betri
árangur næðist ekki í að halda
uppi lögum og reglu.
35.000 borgarar
féllu í Írak 2006
Þorsteinn Birgisson
rekstrartæknifræðingur hefur tekið
við nýju starfi á Framkvæmdasviði
Reykjavíkurborgar sem tæknilegur
rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar á
Stórhöfða. Þetta kemur fram á vef
Reykjavíkurborgar.
Í þjónustumiðstöð starfa um 35
manns í nokkrum deildum sem
sinna umferðarmerkingum,
umferðarljósum, snjóruðningi,
hálkueyðingu og fleiri þáttum sem
tilheyra verksviði skrifstofu gatna-
og eignaumsýslu.
Þorsteinn er
tekinn við
Finnair fær að halda
launum flugliða frá Asíu leyndum.
Það er ákvörðun finnsks dómstóls.
Megn óánægja er hjá stéttarfélagi
flugliðanna, SLSY, að sögn finnska
dagblaðsins Hufvudstadsbladet. FL
Group er stærsti hluthafinn í
Finnair á móti finnskra ríkinu.
Mauri Koskenniemi, formaður
stéttarfélagsins SLSY, telur
ákvörðun dómstólsins verða til
þess að hvaða fyrirtæki sem er í
Finnlandi geti ráðið starfsmenn frá
Asíu og haldið kjörum þeirra
leyndum. SLSY hefur lengi talið
flugliðana á mun lægri launum en
finnskir flugliðar og barist fyrir
leiðréttingu.
Launaleynd
hjá flugliðum