Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 18
fréttir og fróðleikur
Ljúka undirbúningi 2008
Norðmenn upplifðu martröðina
Flott föt, gjafavörur
og búsáhöld
Opið 10 -18
í Fellsmúla 28
(gamla World Class húsið)
Ótrúlegt verð!
250 – 500 – 750 – 1.000
1.250 – 1.500 – 1.750 – 2.000
Samskipti menntamála- og
fjármálaráðuneytis á síð-
asta ári við Eftirlitsstofnun
EFTA, ESA, um málefni
Ríkisútvarpsins fóru fram
með níu bréfum. Rætt
var öðru fremur um ríkis-
styrkjareglur, lagatæknileg
atriði og álitaefni sem ESA
hefur enn ekki gefið endan-
legt álit sitt á.
Amund Utne, yfirmaður sam-
keppnissviðs ESA, gerir það að
umtalsefni í bréfi til íslenskra
yfirvalda 30. janúar í fyrra hvaða
ríkisstyrkjareglna og samkeppn-
islaga taka beri tillit þegar hluta-
félagavæðing RÚV gengur í gegn.
Í bréfum í apríl, júní og nóvem-
ber í fyrra er áfram fjallað um
lagatæknileg álitaefni sem ESA
bendir á að geti komið upp verði
hlutafélagavæðing RÚV að veru-
leika.
Öðru fremur má segja að álita-
efnin, sem fjallað er um í bréfa-
skriftum ESA og menntamála- og
fjármálaráðuneytis, tengist tveim-
ur grundvallarspurningum. 1.
Stangast einhverjar greinar laga
um RÚV ohf. á við alþjóðlegar
reglur ESA? 2. Er hugsanlegt að
frumvarp um hlutafélagavæðingu
RÚV feli í sér samkeppnislega
mismunun og brjóti þannig í bága
við samkeppnislög?
Sigurður Kári Kristjánsson, for-
maður menntamálanefndar sem
þegar hefur afgreitt frumvarp um
RÚV ohf. út úr nefndinni, greindi
frá því í Fréttablaðinu föstudag-
inn 12. janúar að hann teldi efnis-
atriði ESA-gagnanna ekki bæta
neinu við þá miklu umræðu sem
málefni tengd hlutafélagavæð-
ingu RÚV hefðu þegar fengið.
Þessu hafa fulltrúar stjórnarand-
stöðunnar mótmælt en forseti
Alþingis, Sólveig Pétursdóttir,
féllst ekki á kröfu þingflokksfor-
manna stjórnarandstöðuflokkanna
um að gefa fulltrúum í mennta-
málanefnd rúm til þess að rann-
saka gögnin og meta efnisatriði
þeirra.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu telur Samkeppnis-
eftirlitið frumvarpið um RÚV ohf.
fela í sér samkeppnislega mis-
munum. Byggist sú niðurstaða
öðru fremur á því að RÚV verður
heimilt að starfa á markaði fyrir
auglýsingar og kostun, á sama
tíma og það hefur tekjur af skatt-
fé. Sú breyting hefur verið gerð á
frumvarpinu, frá fyrri stigum, að
samanlagðar tekjur RÚV ohf. af
kostun geta ekki verið hærri en
sem nemur hlutfalli tekna af kost-
un í samanlögðum tekjum RÚV af
auglýsingum og kostun á síðasta
ári.
Því hefur síðan verið mótmælt
að samkeppnislög geti náð til mál-
efna RÚV þar sem almenn lög,
eins og um RÚV ohf., standi fram-
ar samkeppnislögum. Á þeim for-
sendum telja þeir sem mæla fyrir
frumvarpinu tómt mál að tala um
að frumvarpið stangist á við sam-
keppnislög.
Þessu eru ekki allir sammála.
Grundvallarröksemdin að baki
þeirra skoðun að samkeppnislög
geti ekki talist léttvægari en
almenn lög felst öðru fremur í því
að samkeppnislög ná til, eðli þeirra
samkvæmt, allra þeirra sem starfa
á markaði. Þess vegna geti almenn
lög ekki veitt skjól gagnvart laga-
legu umhverfi markaðarins sem
verður, öðru fremur, að ná til alla
þátttakenda á markaði. Kjarninn í
þessari skoðun er því sá, að almenn
lög eru ekki til þess fallin að veita
skjól fyrir samkeppnislögum sé
þátttaka félags ótvíræð á frjálsum
markaði þar sem samkeppnislög
eru einu leikreglurnar sem hægt
er að styðjast við.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra mótmælti
því harðlega að gögnum um sam-
skipti ESA við íslensk stjórnvöld
hefði verið leynt þegar málið var
rætt á Alþingi á þriðjudag. „Þetta
er fyrirsláttur til að reyna að tefja
málið og ég spyr hvort þetta sé
lýðræðislegt,“ sagði Þorgerður
Katrín er hún svaraði ásökunum
stjórnarandstæðinga um að hún
hefði leynt gögnum fyrir Alþingi.
Fréttablaðið óskaði eftir öllum
gögnum um samskipti ESA við
íslensk stjórnvöld 12. desember í
fyrra. Fallist var á að afhenda
hluta gagnanna, það er sömu gögn
og höfðu verið til umfjöllunar í
menntamálanefnd. Sú niðurstaða,
að veita blaðinu aðeins aðgang að
hluta gagnanna, hefur verið kærð
til úrskurðarnefndar um upplýs-
ingamál. Gögnin hafa þó borist
blaðinu þar sem þau hafa verið
gerð opinber eftir að fulltrúar í
menntamálanefnd fóru fram á að
fá gögnin sem Fréttablaðinu hafði
verið neitað um. Úrskurðarnefnd-
in á þó enn eftir að skera úr um
það hvort réttlætanlegt hafi verið
að neita blaðinu um gögnin sem nú
hafa verið gerð opinber.
Hvort greinar laga um RÚV
ohf. fela í sér brot á alþjóðlegum
reglum ESA, eða brot á samkeppn-
islögum, er enn deiluefni þótt lög-
fræðingar menntamála- og fjár-
málaráðuneytisins hafi gefið
grænt ljós á frumvarpið eins og
það er nú.
Þótt líklegt sé að frumvarpið
um RÚV ohf. verði að lögum sem
taka gildi 1. apríl á þessu ári er lík-
legt að lögin verði ekki til þess að
fallin að kæfa niður álitaefnin sem
ESA á enn eftir að skila lokasvari
sínu um en frumvarpið hefur
þegar verið samþykkt út úr
nefnd.
Álitaefni enn fyrir hendi