Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 20
greinar@frettabladid.is Nú er verið að keyra frumvarpið um Rík-isútvarpið af miklu offorsi í gegnum þingið. Menntamálaráðherra má ekki við því að hopa með frumvarpið eina ferðina enn, þó svo það hafi versnað við hverja yfirferð. Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins hafa marg- bent á, að frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV sé samið til þess eins að auðvelda sölu þess síðar meir. Ríkisstjórnarflokkarnir gera allt til að auðvelda söluna en þykjast þó ekki ætla að selja! Belli- brögðum er beitt af hálfu stjórnvalda sem héldu mikil- vægum gögnum leyndum fyrir Alþingi; skjölum sem varða stöðu RÚV á samkeppnismarkaði og gagnvart eftirlitsstofnun EFTA verði það hlutafélagavætt. Ég hef haldið því fram að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur muni tapa fylgi í komandi kosning- um vegna afstöðu sinnar til Ríkisútvarpsins. Sérstak- lega finn ég að eldra fólk er afar ósátt við aðförina að Ríkisútvarpinu. Framsóknarmenn þóttust lengi vel ætla að verja Ríkisútvarpið gegn einkavæðingaráformum, en hafa alveg svikið það – og ég leyfi mér að full- yrða að fjöldi framsóknarmanna er mjög ósáttur við það. Hinir ósáttu hafa líklega þegar yfirgefið flokkinn, miðað við fylgistölur. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins, lögum sam- kvæmt, er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Það má eflaust deila um það hvort Ríkisútvarpinu tekst ávallt að rækja þessa skyldu. Hins vegar er óumdeilan- legt að fjölmiðlar í einkaeigu hafa engar slíkar skyldur. Þeir ákveða sjálfir hverjir fá að tjá sig og geta birt efni að eigin geðþótta. Markmið einkareksturs er aðeins eitt: Að skila eigendum fjár- hagslegum hagnaði. Við þurfum þjóðarútvarp í eigu almennings sem er laust við þá fjötra sem fylgja því að vera rekið með arð- semiskröfuna eina að leiðarljósi. . Hollvinasamtökin munu fylgjast náið með því hvaða alþingismenn greiða þessu frumvarpi atkvæði sitt og hverjir verða á móti. Ný ríkisstjórn mun svo á vordög- um fella ólögin úr gildi. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Þjóðarútvarpi fórnað fyrir markaðshyggju Ásíðastliðnu hálfu ári hefur kærunefnd jafnréttismála tví- vegis úrskurðað að Háskóli Íslands hafi brotið jafnréttislög við ráðningar með því að taka karlmann fram yfir jafnhæfa eða hæfari konu. Í bæði skiptin véfengdi Háskólinn niðurstöðuna. Það er ekki nýtt að úrskurðir nefndarinnar séu gagnrýndir. Skemmst er að minnast orða Björns Bjarnasonar um kæru- nefndina sem „barn síns tíma“ þegar honum þótti nefndin skerða svigrúm sitt sem veitingarvalds- hafa um of. Nú hafa menn auðvitað fullan rétt á að véfengja úrskurði nefndarinnar. Það gera líka fjölmargar konur sem leitað hafa réttar síns en tapað. Athyglisvert er að skoða hvernig mál hafa þróast síðan kærunefndin tók til starfa árið 1991. Á árunum 1991–2001 bárust nefndinni 103 erindi og taldi hún um brot að ræða í 55% tilvika. Vildís K. Guðmunds- son skrifaði skelegga grein í Morgunblaðið árið 1997 og hafði áhyggjur af því hve fá mál væru talin brot því slíkar niðurstöður hamli því að kærendur leiti réttar síns fyrir dómstólum. Hún velti fyrir sér hvort nefndin stuðlaði að jafnrétti eða hvort hún væri orðin varðhundur kerfisins. Hin síðari ár virðist úrskurðum um brot fara enn fækkandi. Árið 2006 var fjallað um 16 mál. Í aðeins þremur þeirra (1/5), var talið um brot að ræða. Og enn er spurt. Er kærunefndin of varfærin eða er hún hreinlega að verða óþörf? Hið lága hlutfall brota gæti gefið til kynna að harla lítið misrétti viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. Í ljósi tölulegra gagna um stöðu kynja á vinnumarkaði, m.a. óbreyttan launamun kynja sl. 12 ár (Capacent 2006), er afar ólíklegt að misrétti hafi því sem næst verið útrýmt. Þá er ekki úr vegi að huga að þeim aðstöðumun sem málsaðil- ar búa við. Kærandinn er nánast einn og óstuddur gagnvart kerfinu. Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnu- lífsins fá hins vegar aðstoð frá lögfræðingum SA til að verjast í jafnréttismálum, eins og segir í Ársskýrslu SA 2005-2006, þar sem tíundaður er sigur fyrirtækis í launakæru. Kærunefndin taldi að fyrirtækinu hafi verið heimilt að umbuna karlmanni launalega vegna sérþekkingar á banönum sem hann hafði fram yfir kæranda en starfsskyldur hans voru „yfirum- sjón með þroskun banana á lager“. Alltof lítið er talað um reynslu þeirra sem ganga í gegnum það erfiða ferli að kæra. Ein þeirra sem sagt hefur frá reynslu sinni er Jenný Sigfúsdóttir sem var orðin mjög fullorðin þegar hún kærði (Vera 6/1995). Jenný lýsti sársauk- anum og niðurlægingunni sem fylgir því að vera sniðgengin fyrir einhvern sem hún var sannfærð um að væri minna hæfur en hún sjálf. Hún lýsti kynjuðu orðfæri og stílbrögðum sem notuð voru til að gera lítið úr hennar störfum og upphefja hinn aðilann. Hún var gjaldkeri en hann var titlaður deildarstjóri, hún „vélritaði ráðningarsamninga“ en hann „annaðist ráðningar“. Kannski þekkja einhverjar konur sig í þessum lýsingum. Ýmsar skýringar geta verið á því að svo fá mál eru talin brot árið 2006 í samanburði við fyrri ár. Margir telja að kærunefndin hafi orðið varfærnari eftir að Hæsti- réttur snéri við úrskurði hennar í máli Leikfélags Akureyrar. Í öðru lagi starfar nefndin ekki í tóma- rúmi heldur tekur mið af tíðarand- anum hverju sinni. Stjórnun og starfshættir fyrirtækja taka breytingum og opinberi geirinn líkir nú orðið eftir einkageiranum. Í úrskurðum sínum vísar kærunefnd ítrekað til þess að þess að „játa verði atvinnurekanda nokkurt svigrúm við mat á vægi menntunar og starfsreynslu umsækjenda“. Þetta var t.d. rökstuðningurinn í máli konu með doktorspróf sem talin var minna hæf í lektorsstarf við Háskólann á Akureyri en karl með masterspróf og lengri starfsreynslu. Af þessum ástæðum vekja þau fáu mál sem talin eru brot enn meiri athygli en ella, því eitthvað þarf jú greinilega til. Og ekki síst í þessu ljósi valda viðbrögð HÍ undrun. Björn Bjarnason átaldi kærunefndina fyrir að véfengja dómgreind sína og rökstuðningur HÍ er á svipuðum slóðum: kærunefndin skilur bara ekki reglurnar okkar. Ef málstaður skólans er eins augljós og réttmæt- ur og hann vill vera láta, ætti honum þá ekki að vera í lófa lagið að sýna fram á það? Vera má að Háskólinn ynni þessi mál fyrir dómstólum á lagatæknilegum forsendum ef á það reyndi. Eftir stendur að efnislega hefur honum hvorki tekist að sannfæra kæru- nefndina né almenning um lögmæti máls síns og trúverðug- leiki hans í jafnréttismálum hefur beðið hnekki. Eftir fjögur ár verður Háskól- inn 100 ára. Hann var stofnaður „kvennaárið mikla“ 1911 og áttu konur þar drjúgan þátt, Þorbjörg Sveinsdóttir, Bríet Bjarnhéðins- dóttir og fleiri. Eitt af markmiðum þeirra var einmitt að gefa konum færi á að nota hæfileika sína og krafta með hlutdeild í vísindunum. Hvað skyldi þessum konum hafa þótt um jafnréttisumræðuna í HÍ síðastliðið hálft ár? Háskólinn og jafnrétti Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 *T ire R ev ie w M ag az in e Bestu dekkin átta ár í röð!* S amviska gamals vinnufélaga okkar hér hjá 365 var til umræðu á Alþingi í gær þegar menntamálaráðherra varði undirmann sinn, Pál Magnússon útvarpsstjóra, með þeim orðum að hann gæti ekki starfað öðruvísi en eftir sam- visku sinni. Ástæða málsvarnar menntamálaráðherra var grein sem Páll skrifaði í Morgunblaðið á mánudag þar sem hann sakaði okkur sem störfum á Fréttablaðinu um hagsmunagæslu fyrir eigendur blaðs- ins vegna gagnrýnna skrifa í leiðurum þess um fyrirhugaðar breyt- ingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Þetta er athyglisverður málflutningur hjá Páli svo ekki sé meira sagt. Meginþema gagnrýni sem komið hefur fram í skrifum leiðara- höfunda Fréttablaðsins er að frumvarp menntamálaráðherra reisir nánast engar skorður við samkeppni RÚV við einkafyrirtæki á aug- lýsingamarkaði. Af þessu skapast tvennt. Í fyrsta lagi nýtur RÚV óeðlilegs fjárhagslegs forskots á keppinauta sína þar sem tekju- grunnur stofnunarinnar er settur saman af skylduáskrift auk aug- lýsingatekna. Í öðru lagi með því að berjast um hylli áhorfenda á svipuðum forsendum og auglýsingastöðvar verður Ríkissjónvarpið óhjákvæmilega keimlíkt þeim í efnistökum og áherslum. Fyrir vikið minnkar fjölbreytni á markaðinum. Þessi mál voru einmitt Páli hugleikin þegar hann var ráðinn sem útvarpsstjóri RÚV fyrir um átján mánuðum. Í viðtali á þeim tíma- mótum lýsti Páll því yfir að hann teldi RÚV „vera betur sett og betur til þess fallið að uppfylla þær skyldur sem því er ætlað að sinna ef það þyrfti ekki að keppa um þessar auglýsingatekjur á markaði heldur væri fjármagnað alfarið með öðrum hætti eins og raunin er með BBC,“ eins og hann orðaði það í viðtali við Morgunblaðið. Og þegar hann var spurður hvort honum fyndist þá eðlilegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði stóð ekki á svörum: „Að því gefnu að því yrðu tryggðar þær tekjur sem töpuðust með öðrum hætti, já, þá væri það betra fyrir stofnunina sjálfa og hún væri betur í stakk búin til að uppfylla skyldur sínar ef hún væri ekki á auglýsingamarkaði.“ Þessi málflutningur Páls rímaði prýðilega við skýrslu starfshóps sem hann sat í 1996 um endurskoðun á útvarpslögum, og vildi RÚV af auglýsingamarkaði. Starfshópinn skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, sem lýsti sig sáttan við skýrsluna en setti þó þann fyrir- vara við brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði að sú ákvörðun yrði „ekki tekin án tillits til stöðunnar á einkamarkaðnum,“ eins og hann komst að orði í ræðu á fundi sjálfstæðismanna í maí 1996. Var Björn þar að vísa til þess að á þeim tíma var starfrækt eitt einkafyrirtæki í sjónvarpsrekstri og samkeppnin því engin ef RÚV nyti ekki við. Enginn vafi lék þó á í hvaða átt hugur ráðherrans stefndi eins og kemur skýrt fram í sömu ræðu: „Séu menn sammála um að ríkið eigi að reka hljóð- og sjónvarp, þarf að fá fjármagn til þess og gera það á þann veg, að ekki sé gengið á rétt þeirra, sem keppa við ríkið.“ Ástæða er til að rifja upp þessi orð því þau lýsa vel sjónarmiðum sem voru ríkjandi innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Af hverju flokkurinn hefur snúið svo rækilega við blaðinu er erfitt að skilja. Kannski fyrrverandi menntamálaráðherra geti útskýrt það? Minni vafi leikur hins vegar á sinnaskiptum Páls Magnússonar sem nú styður með oddi og egg að RÚV haldi sínum hlut á auglýs- ingamarkaði. Samviska hans sýnist sveiflast eftir því hverjir borga honum laun hverju sinni. Samviska til sölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.