Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 22
Einn af hápunktum ársins 2006
var án efa frumsýning Tesla
Roadster.
Tesla Roadster er hreinræktaður
sportbíll. Hann kemst upp í hundr-
að kílómetra hraða á um fjórum
sekúndum, hámarkshraðinn er
210 kílómetrar á klukkustund, og
hann er hlaðinn hátæknibúnaði.
Vélin í honum er hins vegar
nær hljóðlaus af þeirri einföldu
ástæðu að hún er knúin af raf-
magni. Tesla Roadster er raf-
magnsbíll sem kemst um 400 km á
einni hleðslu og það án þess að líta
út eins og sápukúla á hjólum.
Roadsterinn endurnýjaði
áhuga bílaheimsins á rafmagns-
bílum og sýndi að þeir eru ekki
dautt hugtak sem tilheyrir fortíð-
inni, heldur raunhæfur möguleiki
í framtíðinni. Bíllinn kostar um 7
milljónir og er til í afar takmörk-
uðu upplagi. Hver er hins vegar
ekki til í að borga 7 milljónir til að
geta keyrt um með hreina sam-
visku?
Rafdrifinn sportbíll
Út frá fjárhagslegu sjónarmiði
er mun ódýrara að treysta á
almenningssamgöngur en eiga
og reka bíl. Munurinn getur
hlaupið á hundruðum þúsunda.
Bílar eru ekki ódýr tæki, hvorki
að kaupa né reka. Á vef FÍB eru
útreikningar yfir hvað kostar að
reka bíla, þriggja til fimm ára, á
verðbilinu 1,4 milljónir til 2,6
milljónir. Útreikningarnir byggj-
ast á kostnaði vegna notkunar,
trygginga, skatta og skoðana, bíla-
stæða og þrifa, og verðrýrnunar.
Eðlilega er um mat að ræða á upp-
hæðum og er sá fyrirvari settur að
bíleigendur geti verið heppnir
með bíla sína eða óheppnir (hvað
varðar bilanir, verðsveiflur og
annað slíkt).
Á síðasta ári kostaði um 655.000
að reka fimm ára gamlan bíl, að
verðmæti 1,4 milljónir króna, sem
ekinn var 15.000 kílómetra á árinu.
Þetta er ódýrasti kosturinn sem
boðið er upp á í útreikningum FÍB.
Sambærilegur þriggja ára bíll
sem ekinn er 30.000 kílómetra á
árinu kostar um 895.000 krónur í
rekstri. Til samanburðar kostar
rekstur þriggja ára bíls, að verð-
mæti 2,6 milljónir króna, sem
ekinn er 30.000 kílómetra á árinu
tæpar 1,3 milljónir.
Ef farið er með almennings-
samgöngum er kostnaðurinn öllu
minni. Sé gert ráð fyrir kaupum á
rauðu korti (þriggja mánaða korti
í Strætó bs), tuttugu leigubílaferð-
um á mánuði og fjórum helgum
þar sem bílaleigubíll er leigður er
kostnaðurinn 434.000 krónur.
Munurinn á ódýrasta kostinum
á vef FÍB og almenningssam-
göngum er því um 300.000 krón-
ur. Munurinn á almenningssam-
göngum og 2,6 milljóna króna bíl
er um 900.000 krónur. Þetta er
gríðarlegur munur enda margt
hægt að gera við 900.000 krónur.
Fjárhagslega er ljóst að það
margborgar sig að kjósa almenn-
ingssamgöngur fram yfir einka-
bílinn. Það er þó kostur sem ekki
hentar öllum vegna atvinnu,
búsetu eða lífsstíls. Einkabíll veit-
ir ákveðið frelsi og fyrir suma eru
þeir áhugamál og ástríða sem
ómögulegt er að losna við hafi hún
náð fótfestu.
Hversu dýr er bíllinn?
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
ÞAR SEM ALLT SNÝST
UM FÓTBOLTA!
NÝTT
Á GR
AS.IS
Leikir Skemmtun
NÚ FÆRÐU GRAS.IS
FÉTTIR Í SÍMANN!
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is