Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 28

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 28
Vetrarvefur námsgagnastofn- unar er nýr vefur með fróðleik fyrir miðstig og yngsta stig grunnskólanna um snjó og vetrarárstíðina. „Snjórinn hefur verið óvenjumikill í ár og þess vegna gaman að geta boðið upp á vefinn einmitt núna,“ segir Jón Guðmundsson sem hefur yfirumsjón með vef Námsgagna- stofnunar Í dagsins önn, þar sem vetrarvefinn er að finna. Vefurinn tekur fyrir þætti sem snúa að snjónum. Hvernig hann verður til, árstíðaskipti í heimin- um og íslensk orð yfir snjó og veðrið. „Ég fékk sérfræðiaðstoð meðal annars frá Veðurstofu Íslands, enda veðurfræðin flókin og mikilvægt að gera hana aðgengi- lega fyrir börnin. Þeim er kennt að mæla hita og aðeins að lesa í veð- urspá til að vekja áhuga þeirra á íslenska vetrarveðrinu,“ segir Jón sem jafnframt segir vefinn hafa fengið mjög góð viðbrögð. Á vetrarvefnum eru orð sem notuð eru yfir snjó útskýrð. En þrátt fyrir að hafa fengið merk- ingu orðanna frá íslensku orða- bókinni fékk hann mikil og skemmtileg viðbrögð. „Almenn- ingur hefur miklar skoðanir á orðum um snjó. Hvernig þau eru notuð og hvað þau þýða. Sem dæmi má nefna orðið drífa sem þýðir snjókoma samkvæmt íslensku orðabókinni en er í hugum margra snjókoma við mismunandi aðstæð- ur. Þetta fer líka eftir landshlutum og það er virkilega gaman að fólk skuli taka við sér,“ segir Jón. Vefurinn Í dagsins önn leitast við að taka fyrir efni líðandi stund- ar fyrir börn og kennara og má nefna upplýsingar fyrir börn um kosningar með vorinu, vef um Darwin ásamt kortavef þar sem þróun landakorta af Íslandi verð- ur kynnt í máli og myndum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Námsgagnastofnunar. Á for- síðunni er smellt á Í dagsins önn og þar undir er meðal annars að finna Vetrarvefinn. www.nams.is Veturinn hefur frá mörgu að segja Ertu í útrás? Ertu á leið til útlanda?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.