Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 29

Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 29
Engar evrur | Útilokað er að íslensku viðskiptabankarnir færi uppgjör sitt og eigið fé í evrur á árinu. Samkvæmt lögum hefði umsókn um slíkt þurft að liggja fyrir 1. nóvember á síðasta ári. Greiðslur hækka | Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna stefnir á að hækka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sjóðsins um sjö pró- sent, sem nemur 11,8 milljörðum króna. Breyttur hópur | Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópn- um ehf., sem hefur verið áberandi á fasteignamarkaðnum að undan- förnu, til Merlu ehf. sem er í eigu Róberts Melax. Fær einkunn | Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið láns- hæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyr- irtækinu Moody´s. Einkunnin er sú þriðja besta sem íslenskt fyrir- tæki fær, á eftir Landsvirkjun og Íbúðalánasjóði. Met slegið | Rabobank í Hollandi hefur gefið út jöklabréf fyrir fjörutíu milljarða íslenskra króna til eins árs. Útgáfan er sú lang- stærsta til þessa en útgáfur hafa gjarnan verið í kringum þrjá milljarða. Óvænt hækkun | Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,26 prósent á milli desember og janúar. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr sjö prósentum í 6,9 pró- sent síðastliðna 12 mánuði. Nærri fullkomnun | Í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch á Actavis segir að félagið komist nærri því að vera hið fullkomna fyrirtæki. Bankinn metur gengi félagsins á 67 krónur á hlut. Heimskringlan Allt að opnast í Búlgaríu 22 Gnúpur fjárfestingarfélag Vöxturinn liggur í fjármálageiranum 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Jafnrétti kynjanna Í rétta átt á hraða snigilsins 12-13 G O TT F Ó LK M cC A N N Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar- sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s- l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 3,2%* GBP 5,7%* ISK 13,3%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,3%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007. Á sama tíma og íslensk fyrirtæki keppast um að kaupa fyrirtæki í öðrum löndum fjölgar ört þeim útlendingum sem kjósa sér að búa á Íslandi. Samspil þessara tveggja hliða á alþjóðavæðing- unni er þó með minnsta móti. Á næstu mánuðum mun Markaðurinn fá innflytjendur til liðs við sig, einn í hverju blaði. Leitast verður eftir að þeir gefi lesendum Markaðarins innsýn í aðstæður í heimalandi þeirra, hvaða tækifæri leynist þar, hvað beri að varast og þar fram eftir götunum, allt eftir reynsluheimi og áhugasviði hvers þeirra. Með því verður um leið athygli vakin á mannauðinum sem leynist að baki þeim fjölda fólks af erlend- um uppruna sem búsettur er hér á landi. - hhs Ósýnileg auðlind Gangi Seðlabankinn of langt í stýrivaxtaaðhaldi gæti það leitt til flótta úr krónunni. Þetta sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, á morgunverðar- fundi um efna- hagshorfurnar í gær. Ásgeir segir raunvaxtaaðhald rétt vera að byrja að bíta og bend- ir á að verðbólga sé að ganga niður. „En það þýðir hækkandi raun- vexti,“ segir hann og kveður við því að búast að raunvextir fari í tíu prósent á fyrsta og öðrum fjórðungi þessa árs. „Það er náttúrlega ljóst að Seðlabankinn notar krónuna til að halda hagkerfinu niðri og fyrir það blæða bæði fyrirtækin og heimilin í landinu því þau þurfa jú að borga hærri vexti. Hins vegar held ég reyndar að nokk- ur takmörk séu fyrir því hvað Seðlabankinn geti þrýst á hag- kerfið með þessu eina stýritæki. Ef gengið er of langt gætum við séð flótta úr krónunni.“ - óká Háir vextir geta leitt til flótta Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í nýrri greiningu Fox-Pitt Kelton á Kaupþingi er vikið að því að Kaupþing verði æ ákjósanlegri yfir- tökukostur fyrir stærri fjármálafyrirtæki, meðal annars sökum aukins hagnaðar sem verði til erlend- is. „Með því að taka yfir Kaupþing trúum við því að yfirtökubankinn myndi ná eftirsóknarverðri stöðu á Norðurlöndum og í Bretlandi.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr hagnaði og tekjum Kaupþings á Íslandi telja sérfræðingar Fox-Pitt Kelton að íslenska starfsemin fæli ekki hugsanlega kaupend- ur frá. Stórir bankar gætu líka séð samlegðaráhrif í lægri fjármögnunarkostnaði. Fox-Pitt Kelton telur þó líklegra að Kaupþing sjálft ráðist í fleiri yfirtökur og horfi einkum til þess að bæta í safnið heildsölubanka, með hátt hlut- fall innlána, eða bankarekstur sem hefur litla og meðalstóra kúnna í viðskiptum en takmarkað vöru- framboð. „Þýskaland, Benelux og Eystrasaltslöndin hafa verið nefnd til sögunnar sem hugsanleg markaðssvæði í framtíðinni. Við teljum hins vegar að fyrirtækið muni einbeita sér að eflingu á þeim mörkuðum sem það er þegar fyrir,“ segja skýrslu- höfundar. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans sjá einnig fyrir sér að spennandi ár sé í vændum hjá Kaupþingi. Bankinn safnaði yfir 55 milljörðum króna í hlutafjárútboði til erlendra fjárfesta í haust í þeim tilgangi að ráðast í frekari ytri vöxt. Fyrir skemmstu yfirtók Danske Bank banka- hluta finnsku Sampo-samstæðunnar á álitlegu yfir- verði. Danske Bank greiddi um 3,5-falt bókfært eigið fé Sampo-bank. Markaðsvirði Kaupþings er 1.050 milljarðar króna miðað við 3,5-falt eigið fé, sem er ekki undir 300 milljörðum króna. Þetta samsvarar genginu 1.418 krónum á hlut, en 1.215 krónum miðað við þrefalt eigið fé. Fox-Pitt Kelton verðleggur Kaupþingshlutinn á 968-970 krónur en gengið stóð í 910 krónum í Kauphöllinni í gær. Í viðtali við Markaðinn í dag spáir Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gnúps fjárfest- ingafélags, að miklar fréttir berist af fjármála- og fjárfestingarfélögum á þessu ári. Hann telur hugsanlegt að í náinni framtíð verði innlend fjár- málastofnun sameinuð eða yfirtekin af erlendum samkeppnisaðila og erlendir fjárfestar verði meira áberandi í bönkunum. „Það er nauðsynlegt að ráð- andi hluthafar fjármálafyrirtækja finni leiðir til þess að auka breidd í hluthafahópi með því að laða til sín erlenda fjárfesta en nýlegt útboð Kaupþings til erlendra fagfjárfesta er gott dæmi um þetta.“ Sjá bls. 10 Kaupþing áhugavert fyrir erlendan banka Fox-Pitt Kelton sér það fyrir sér að Kaupþing sjálft verði yfirtekið af erlendum banka. Hluturinn í Kaupþingi gæti þá farið á allt að 50 prósenta yfirverði. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir á þessu ári í nýjum endurskoðuðum hagspám bæði Kaupþings og fjármálaráðuneyt- isins. Spár komu frá báðum í gær- morgun, en eru þær þó ekki alveg samhljóma. Í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, í stað eins prósents í síðustu spá. Heldur meiri sveifla er hins vegar í spá Kaupþings, sem gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti í stað 0,2 prósenta áður. Munurinn á spánum endur- speglast að stórum hluta í forsend- unum sem að baki þeim liggja en Kaupþing reiknar með áhrifum af stækkun álversins í Straumsvík og metur þau á um eitt prósent. Fjármálaráðuneytið hefur hins vegar þá stefnu að taka ekki með í reikninginn framkvæmdir fyrr en búið er að fastsetja þær, en nokk- ur óvissa er enn um stækkunina. Almenn er ráð fyrir því gert að á árinu takist að ná verðbólgu niður í markmið Seðlabanka Íslands, en að á næsta ári taki svo verðbólga að aukast á ný. Landsbankinn, sem birti fyrir helgi álit sitt á þróun verðbólgu, gengisvísitölu og stýrivaxta, gerir þannig ráð fyrir að Seðlabankinn hefji ekki lækkunarferli stýrivaxta fyrr en í júlí, en hafði áður gert ráð fyrir að lækkun hæfist í mars. Bankinn telur þó ekki líkur á að stýrivextir verði hækkaðir frekar á árinu, „enda eru horfur á að áfram dragi úr verðbólgu jafnvel þó að horft sé framhjá áhrifum lækkunar á virðisaukaskatti á matvælum“. Landsbankinn telur hins vegar líka að verðbólga muni hækka á ný árið 2008. Sjá síður 2 og 4 / - óká Ráð gert fyrir meiri hagvexti Landsbanki, Kaupþing og fjármálaráðuneyti hafa endurskoðað spár sínar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.