Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 29
Engar evrur | Útilokað er að íslensku viðskiptabankarnir færi uppgjör sitt og eigið fé í evrur á árinu. Samkvæmt lögum hefði umsókn um slíkt þurft að liggja fyrir 1. nóvember á síðasta ári. Greiðslur hækka | Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna stefnir á að hækka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sjóðsins um sjö pró- sent, sem nemur 11,8 milljörðum króna. Breyttur hópur | Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópn- um ehf., sem hefur verið áberandi á fasteignamarkaðnum að undan- förnu, til Merlu ehf. sem er í eigu Róberts Melax. Fær einkunn | Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið láns- hæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyr- irtækinu Moody´s. Einkunnin er sú þriðja besta sem íslenskt fyrir- tæki fær, á eftir Landsvirkjun og Íbúðalánasjóði. Met slegið | Rabobank í Hollandi hefur gefið út jöklabréf fyrir fjörutíu milljarða íslenskra króna til eins árs. Útgáfan er sú lang- stærsta til þessa en útgáfur hafa gjarnan verið í kringum þrjá milljarða. Óvænt hækkun | Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,26 prósent á milli desember og janúar. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr sjö prósentum í 6,9 pró- sent síðastliðna 12 mánuði. Nærri fullkomnun | Í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch á Actavis segir að félagið komist nærri því að vera hið fullkomna fyrirtæki. Bankinn metur gengi félagsins á 67 krónur á hlut. Heimskringlan Allt að opnast í Búlgaríu 22 Gnúpur fjárfestingarfélag Vöxturinn liggur í fjármálageiranum 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Jafnrétti kynjanna Í rétta átt á hraða snigilsins 12-13 G O TT F Ó LK M cC A N N Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar- sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s- l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 3,2%* GBP 5,7%* ISK 13,3%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,3%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007. Á sama tíma og íslensk fyrirtæki keppast um að kaupa fyrirtæki í öðrum löndum fjölgar ört þeim útlendingum sem kjósa sér að búa á Íslandi. Samspil þessara tveggja hliða á alþjóðavæðing- unni er þó með minnsta móti. Á næstu mánuðum mun Markaðurinn fá innflytjendur til liðs við sig, einn í hverju blaði. Leitast verður eftir að þeir gefi lesendum Markaðarins innsýn í aðstæður í heimalandi þeirra, hvaða tækifæri leynist þar, hvað beri að varast og þar fram eftir götunum, allt eftir reynsluheimi og áhugasviði hvers þeirra. Með því verður um leið athygli vakin á mannauðinum sem leynist að baki þeim fjölda fólks af erlend- um uppruna sem búsettur er hér á landi. - hhs Ósýnileg auðlind Gangi Seðlabankinn of langt í stýrivaxtaaðhaldi gæti það leitt til flótta úr krónunni. Þetta sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, á morgunverðar- fundi um efna- hagshorfurnar í gær. Ásgeir segir raunvaxtaaðhald rétt vera að byrja að bíta og bend- ir á að verðbólga sé að ganga niður. „En það þýðir hækkandi raun- vexti,“ segir hann og kveður við því að búast að raunvextir fari í tíu prósent á fyrsta og öðrum fjórðungi þessa árs. „Það er náttúrlega ljóst að Seðlabankinn notar krónuna til að halda hagkerfinu niðri og fyrir það blæða bæði fyrirtækin og heimilin í landinu því þau þurfa jú að borga hærri vexti. Hins vegar held ég reyndar að nokk- ur takmörk séu fyrir því hvað Seðlabankinn geti þrýst á hag- kerfið með þessu eina stýritæki. Ef gengið er of langt gætum við séð flótta úr krónunni.“ - óká Háir vextir geta leitt til flótta Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í nýrri greiningu Fox-Pitt Kelton á Kaupþingi er vikið að því að Kaupþing verði æ ákjósanlegri yfir- tökukostur fyrir stærri fjármálafyrirtæki, meðal annars sökum aukins hagnaðar sem verði til erlend- is. „Með því að taka yfir Kaupþing trúum við því að yfirtökubankinn myndi ná eftirsóknarverðri stöðu á Norðurlöndum og í Bretlandi.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr hagnaði og tekjum Kaupþings á Íslandi telja sérfræðingar Fox-Pitt Kelton að íslenska starfsemin fæli ekki hugsanlega kaupend- ur frá. Stórir bankar gætu líka séð samlegðaráhrif í lægri fjármögnunarkostnaði. Fox-Pitt Kelton telur þó líklegra að Kaupþing sjálft ráðist í fleiri yfirtökur og horfi einkum til þess að bæta í safnið heildsölubanka, með hátt hlut- fall innlána, eða bankarekstur sem hefur litla og meðalstóra kúnna í viðskiptum en takmarkað vöru- framboð. „Þýskaland, Benelux og Eystrasaltslöndin hafa verið nefnd til sögunnar sem hugsanleg markaðssvæði í framtíðinni. Við teljum hins vegar að fyrirtækið muni einbeita sér að eflingu á þeim mörkuðum sem það er þegar fyrir,“ segja skýrslu- höfundar. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans sjá einnig fyrir sér að spennandi ár sé í vændum hjá Kaupþingi. Bankinn safnaði yfir 55 milljörðum króna í hlutafjárútboði til erlendra fjárfesta í haust í þeim tilgangi að ráðast í frekari ytri vöxt. Fyrir skemmstu yfirtók Danske Bank banka- hluta finnsku Sampo-samstæðunnar á álitlegu yfir- verði. Danske Bank greiddi um 3,5-falt bókfært eigið fé Sampo-bank. Markaðsvirði Kaupþings er 1.050 milljarðar króna miðað við 3,5-falt eigið fé, sem er ekki undir 300 milljörðum króna. Þetta samsvarar genginu 1.418 krónum á hlut, en 1.215 krónum miðað við þrefalt eigið fé. Fox-Pitt Kelton verðleggur Kaupþingshlutinn á 968-970 krónur en gengið stóð í 910 krónum í Kauphöllinni í gær. Í viðtali við Markaðinn í dag spáir Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gnúps fjárfest- ingafélags, að miklar fréttir berist af fjármála- og fjárfestingarfélögum á þessu ári. Hann telur hugsanlegt að í náinni framtíð verði innlend fjár- málastofnun sameinuð eða yfirtekin af erlendum samkeppnisaðila og erlendir fjárfestar verði meira áberandi í bönkunum. „Það er nauðsynlegt að ráð- andi hluthafar fjármálafyrirtækja finni leiðir til þess að auka breidd í hluthafahópi með því að laða til sín erlenda fjárfesta en nýlegt útboð Kaupþings til erlendra fagfjárfesta er gott dæmi um þetta.“ Sjá bls. 10 Kaupþing áhugavert fyrir erlendan banka Fox-Pitt Kelton sér það fyrir sér að Kaupþing sjálft verði yfirtekið af erlendum banka. Hluturinn í Kaupþingi gæti þá farið á allt að 50 prósenta yfirverði. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir á þessu ári í nýjum endurskoðuðum hagspám bæði Kaupþings og fjármálaráðuneyt- isins. Spár komu frá báðum í gær- morgun, en eru þær þó ekki alveg samhljóma. Í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, í stað eins prósents í síðustu spá. Heldur meiri sveifla er hins vegar í spá Kaupþings, sem gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti í stað 0,2 prósenta áður. Munurinn á spánum endur- speglast að stórum hluta í forsend- unum sem að baki þeim liggja en Kaupþing reiknar með áhrifum af stækkun álversins í Straumsvík og metur þau á um eitt prósent. Fjármálaráðuneytið hefur hins vegar þá stefnu að taka ekki með í reikninginn framkvæmdir fyrr en búið er að fastsetja þær, en nokk- ur óvissa er enn um stækkunina. Almenn er ráð fyrir því gert að á árinu takist að ná verðbólgu niður í markmið Seðlabanka Íslands, en að á næsta ári taki svo verðbólga að aukast á ný. Landsbankinn, sem birti fyrir helgi álit sitt á þróun verðbólgu, gengisvísitölu og stýrivaxta, gerir þannig ráð fyrir að Seðlabankinn hefji ekki lækkunarferli stýrivaxta fyrr en í júlí, en hafði áður gert ráð fyrir að lækkun hæfist í mars. Bankinn telur þó ekki líkur á að stýrivextir verði hækkaðir frekar á árinu, „enda eru horfur á að áfram dragi úr verðbólgu jafnvel þó að horft sé framhjá áhrifum lækkunar á virðisaukaskatti á matvælum“. Landsbankinn telur hins vegar líka að verðbólga muni hækka á ný árið 2008. Sjá síður 2 og 4 / - óká Ráð gert fyrir meiri hagvexti Landsbanki, Kaupþing og fjármálaráðuneyti hafa endurskoðað spár sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.