Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 -6% -3% Actavis 3% 8% Alfesca 1% -1% Atlantic Petroleum 1% -1% Atorka Group -1% 3% Bakkavör -1% 0% FL Group 3% 11% Glitnir 2% 6% Hf. Eimskipafélagið 2% 2% Kaupþing 0% 8% Landsbankinn 0% 9% Marel -2% -1% Mosaic Fashions 1% -1% Straumur 1% 4% Össur 0% 0% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnaðist um 2,5 milljarða króna við sölu á 19 prósenta hlut í gríska fjarskiptafélaginu Forthnet. Ætla má að hluturinn hafi hækkað um 50-60 prósent á rúmum tveimur árum. Félag Björgólfs fékk 90 millj- ónir evra fyrir hlutinn, eða um 6,4 milljarða króna, en heldur eftir sem áður utan um tæplega fimmtungshlut. Auk Novators seldu tveir af stærstu eigendum Forthnet, Cycladic Catalyst Master Fund og Foundation for Research and Technology, samtals tvö prósent. Seljendur ákváðu að auka það magn sem í boði var vegna mikils áhuga fjárfesta. - eþa Novator græðir í Grikklandi Óli Kristján Ármannsson skrifar Hagvöxtur verður 2,2 prósent í ár, en ekki eitt prósent, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem kynnt var í gær. Þá er í spánni gert ráð fyrir að hagvöxtur á nýliðnu ári verði heldur minni en áður var gert ráð fyrir, 2,5 prósent í stað fjögurra. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu ráðuneytisins, kynnti nýja spá en í henni hefur verið tekið tillit til framvindu efnahagsmála frá því síðasta spá var gefin út í október og til breyttra forsenda. Þjóðhagsreikningar Hagstofunnar fyrir þrjá fyrstu fjórðunga síðasta árs eru sagðir veita mikil- vægar vísbendingar um framvinduna, en í spánni er efnahagsþróunin á nýliðnu ári sögð hafa einkennst öðru fremur af vaxandi ójafnvægi sem birtist í vax- andi viðskiptahalla við útlönd, aukinni verðbólgu á miðju ári og sveiflum í gengi krónunnar. Þorsteinn segir breytingar að stórum hluta til komnar vegna nýrra hagtalna um jöfnuð þáttatekna. „Þær hafa að gera með flæði peninga inn og út úr hagkerfinu og ekki auðvelt að spá fyrir um slíkar stærðir,“ segir hann. Á þessu ári er gert ráð fyrir miklum samdrætti í fjárfestingu við lok núverandi stóriðjufram- kvæmda og nokkrum samdrætti einkaneyslu vegna veikingar á gengi krónunnar og auknu aðhaldi í efnahagsstjórn. Vegna áframhaldandi bata í utan- ríkisviðskiptum er spáð 3,1% hagvexti árið 2008. Greiningardeild Kaupþings birti í gær hagvaxt- arspá þar sem gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði rúmu prósenti meiri en í þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins. Munur liggur í að ráðuneytið tekur ekki með í reikninginn áhrif af mögulegri stækkun álversins í Straumsvík, líkt og bankinn, enda enn óvíst að af henni verði. „Við höfum það sem vinnureglu að taka þessa hluti ekki inn fyrr en þeir hafa verið ákveðnir,“ segir Þorsteinn og kveð- ur stóriðju því einn af óvissuþáttunum í spánni. Sömuleiðis segir hann óvissu um þróun mála á fjármálamarkaði þar sem landið sé orðið næmara fyrir breytingum, auk þess sem óvissa sé um gengi krónunnar bæði tengt útgáfu erlendra skuldabréfa í krónum, svokallaðra jöklabréfa, á fyrri hluta árs og innlausnar jöklabréfa á seinni hluta ársins. Í spánni segir að búist sé við meiri viðskiptahalla en áður hafi verið gert ráð fyrir og það þrýsti á gengi krónunnar. Á þessu ári er því gert ráð fyrir að gengisvísitalan verði að meðaltali 129 stig í stað 126 og 130 stiga á næsta ári. Þorsteinn segir ráð fyrir því gert að hagkerfið sé að komast í meira jafnvægi og að verðbólga verði komin á markmið Seðlabankans á síðari hluta árs- ins, en verði um 2,3 prósent á næsta ári. Hagvöxtur verður meiri en ráðgert var Nýjar tölur um peningaflæði inn og út úr hagkerfinu benda til þess að hagvöxtur verði meiri en áður hafði verið spáð. Vaxandi ójafnvægi er sagt hafa einkennt nýliðið ár. Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafn- vægisgildi sínu, 125 til 135 stig- um. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. Steingrímur kynnti spá grein- ingardeildarinnar um gengi krónunnar á morgunverðarfundi bankans í gær. Hann kvaðst þó tæpast öfundsverður af hlutverki sínu, enda ríkti alltaf mikil óvissa um gjaldeyrisspádóma. Hann benti á að hér hefðu átt sér stað vatnaskil á gjaldeyrismarkaði og innreið erlendra fjárfesta gerði að verkum að sjaldan eða aldrei hefðu fleiri verið að nota krón- una. „Að sama skapi hafa geng- issveiflur aukist töluvert mikið,“ bætir hann við. Töluvert fleiri þættir eru enda farnir að hafa áhrif á gengið að sögn Steingríms. Þar vísar hann meðal annars til erlendra grein- inga og frétta af efnahagsmálum og þá hreyfist krónan orðið í takt við aðrar hávaxtamyntir og geti því orðið fyrir áhrifum. „Þannig getur söluþrýstingur í Brasilíu smitast hingað,“ segir hann og bætir við að eins séu í dæminu óræðari áhrif. - óká Óbreytt króna næsta hálfa árið Latcharter, lettneskt leiguflug- félag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320-farþegaflug- vélum til þriggja ára. Jafnframt hefur Loftleiðir-Icelandic fram- lengt leigu á Boeing 767-300ER- breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Verðmæti samninganna nemur jafnvirði rúmra 3,5 millj- arða króna. Loftleiðir eignuðust Latcharter á miðju síðasta ári. Félagið hafði þá tvær Airbus-vélar í rekstri, en flotinn tvöfaldast frá og með þessum samningi. - jab Latcharter semur við IsrairÍ fyrra var 844 einstaklingum af erlendum uppruna veitt íslenskt ríkisfang. Það eru 118 fleiri en árið áður, eða rúmlega sextán prósentum fleiri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Greiningardeild Kaupþings vekur á því athygli að mikil breyting hafi orðið á milli ára- tuga, en á síðasta áratug 20. aldar hafi fjöldi þeirra sem veitt hefur verið íslenskt ríkisfang að jafn- aði aukist um níu prósent á milli ára. Sprenging hafi hins vegar orðið frá aldamótum. Þannig hafi árin 2003 og 2004 árleg fjölgun ríkisfangsveitinga verið í kring- um tuttugu prósent að meðaltali. „Konur hafa allt frá 1992 verið fjölmennari en karlar í hópi ríkisfangsþega og sem dæmi má nefna að árið 2001 voru þær tvöfalt fleiri,“ segir í greiningunni og bent á að að jafnaði hafi þær þó verið um og yfir þriðjungi fleiri. „Og virðist það hlutfall nokkuð stöðugt þrátt fyrir mikla fjölgun verkamanna í byggingariðnaði sem flestir eru karlar.“ Þar með er dregin sú ályktun að vinnuaflsþörfin hafi verið mikil í umönnunar- og þjónustustörfum hér á landi. „En þeirri þörf hefur verið mætt að einhverju leyti með vinnuafli erlendra kvenna.“ - óká Kynjahlutfall óbreytt þrátt fyrir framkvæmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.