Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 32
MARKAÐURINN H U G T A K V I K U N N A R 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R VERG ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA er við- urkennd mælieining um efnahag ríkja en hún tekur til verðmætis allra vara og þjónustu sem þjóðin framleiðir. Svo er til hrein þjóðarframleiðsla, en þá er búið að reikna afskriftir inn í dæmið og draga frá. Svipað hugtak er verg landsfram- leiðsla, sem nær yfir verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem fram- leidd er í landinu á einu almanaksári. Vergar þjóðartekjur eru svo allar tekj- ur þjóðarinnar á tímabilinu. Vergur er gamalt íslenskt orð sem áður þýddi óhreinn eða mengaður. Núna er orðið notað sem þýðing á dönskuslettunni „brúttó“ eða enska orðinu „gross“. Greiningardeild Landsbankans áætlar að fjárfestingargeta fjár- málafyrirtækja og fjárfestingar- félaga nemi samanlagt um 440 milljörðum króna um þessar mundir. Þetta samsvarar 46 pró- sentum af landsframleiðslunni. Fjárfestingarfélögin Exista, FL Group og Atorka Group geta ráð- ist í ný verkefni fyrir um 240 milljarða króna, þar af hefur FL Group burði til þess að leggjast í 150 milljarða króna verkefni. Allt eru þetta félög með um 50 prósenta eiginfjárhlutfall. Greiningardeildin áætlar að eigið fé bankanna, sem hægt væri að nota til útrásar án þess að það kæmi niður á innri vexti þeirra, sé á bilinu 20-80 milljarð- ar króna. Það gefur þeim með gírun samtals tvö hundruð millj- arða í fjárfestingagetu. Landsbankinn reiknar með að bankarnir vilji yfirtaka innláns- stofnanir eða fjármálafyrirtæki sem eru með „sjálfstæða“ fjár- mögnun. Í þessu sambandi sótti Kaupþing nýtt hlutafé fyrir um 55 milljarða í október síðastliðn- um. Þá býst Landsbankinn við áframhaldandi útrás Kauphallarfélaga í kjölfar mik- ils ytri vaxtar á síðustu árum með yfirtökum og sameiningum. Að mati bankans eru þrettán af nítján félögum mjög líkleg til erlendra fyrirtækjakaupa á þessu ári, einkum í Evrópu og Asíu. „Mörg íslensku félögin eru orðin áberandi á sínum mark- aði og eiga því erfiðara en áður með að finna góð kauptækifæri,“ segja sérfræðingar bankans. Því er líklegt að erlend fyrirtækja- kaup færi hluthöfunum ekki jafn mikinn ávinning og oft áður. - eþa Með 440 milljarða getu til fjárfestinga Þrettán félög líkleg til nýrrar útrásar árið 2007. Kreditkortavelta í desember í fyrra nam 21,1 milljarði króna en það er 24 prósenta meiri velta en frá sama mánuði ári fyrr og jafn- gildir sextán prósenta raunaukn- ingu, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Erlend greiðslukortanotkun jókst mun meira, sé tekið tillit til veikingar krónunnar á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í gær að þessar tölur bendi til að litlu hafi verið til sparað um síðustu jól. Reyndar er bent á að neysla landans yfir jólahátíðina liggi ekki ljós fyrir fyrr en janúar- reikningurinn skilar sér í hús. Erlend greiðslukortavelta jókst hins vegar meira eða um 29,4 prósent samanborið við 23 prósenta aukna veltu innanlands. Greiningardeild Glitnis bendir á að gengi krónunnar hafi veikst um rúm tíu prósent á milli ára og því sé erlend greiðslukortanotk- un enn meiri á föstu gengi, eða rúmlega 44 prósent. Veikingin nægði þrátt fyrir það ekki til að slá á erlenda neyslu landans. Engu að síður megi búast við að eitthvað dragi úr vexti kredit- kortaveltu erlendis á þessu ári - jab Kortavelta eykst Óli Kristján Ármannsson skrifar Í stað 0,2 prósenta hagvaxtar á þessu ári spáir greiningardeild Kaupþings því nú að hann verði 3,4 prósent. Hætta er sögð á að efnahagslífið nái ekki að lenda eftir háflug síðustu missera og þensla og verðbólguþrýstingur verði viðvarandi. Í greiningu sem bankinn kynnti í gær á morgunverðarfundi segir að horfurnar geti ekki talist góðar fréttir fyrir heimili landsins, sem muni horfa á eftir stórum hluta kaupmáttaraukningar sinnar í verðbætur og vaxtagjöld. „Ennfremur veikir þetta samkeppnisstöðu atvinnulífs hérlendis sem þarf að bera hækkun fjármagns- og launa- kostnaðar en sú staða getur leitt til töluverðra ruðningsáhrifa í hagkerfinu. Það gæti síðan í versta falli leitt til þess að aðlögunin verði fyrr eða síðar knúin í gegn utanfrá þegar erlenda fjármögn- un brestur fyrir áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd,“ segir í greiningunni og áréttað að þar með séu komnar forsendur fyrir annarri atburðarás í líkingu við þá sem átti sér stað með gengisfalli krónunnar síðasta vor. Breytingin frá fyrri spám er töluverð og sögð ráðast að mestu af þremur ástæðum. „Í fyrsta lagi virðast landsmenn hafa endurheimt bjartsýni sína og neyslugleði sem þeir virtust hafa tapað í vor við gengisfall og neikvæða umræðu. Þetta sést af því að væntingavísitalan náði sögulegu hámarki í desember og jólavertíðin hjá kaupmönnum virð- ist hafa gengið einstaklega vel.“ Í öðru lagi segir bankinn nú ljóst að ríkisútgjöld hækki og skatt- ar lækki meira en gert var ráð fyrir í október. Þar skipti mestu að lækkun tekju- og virðisauka- skatta muni hvetja einkaneyslu áfram á árinu. „Í þriðja lagi gerir Greiningardeild núna ráð fyrir því að nýr áfangi í stóriðjuframkvæmdum hefjist í Hafnarfirði með stækkun á álveri Alcans. Sá áfangi telur líklega eitthvað um 130 milljarða sem falla að vísu til á nokkrum árum.“ Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildarinnar, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að hvern þessara þátta mætti meta sem eitt prósent í auknum hagvexti. „Við gerum enn ráð fyrir að einkaneysla dragist saman, en mun minna en áður var gert ráð fyrir.“ Ásgeir segir ljóst að blikur séu á lofti hvað varði verðbólguna. Kaupmáttaraukningu í byrjun árs, sem meta megi á um fimm prósent, segir hann enda þrýsta á aukna verðbólgu. Hann segir matarskattslækkunina í mars líklega til að fela en ekki stöðva verðbólgu. Þannig telur greining- ardeildin að verðbólga verði í kringum markmið Seðlabankans um mitt þetta ár en fari svo á kreik á ný undir lok árs 2007. Greiningardeildin segir að krónan verði veik fyrir en hviki þó tæpast langt frá raungildi sínu í kringum 130 stig. Nokkrir óvissuþættir eru hins vegar sagðir í spánni, svo sem spenna á á vinnumarkaði, óvissa um hvort lækkun matarskattsins skili sér beint inn í verðlag og um gengi krónunnar, en ójafnvægið í hagkerfinu gæti leitt til snarprar dýfu á spátíma- bilinu sem myndi skila sér í verðbólguskoti líkt og í byrjun síðasta árs. Almenningur kyndir undir með neyslugleði Í nýrri hagspá greiningardeildar Kaupþings er spáð 3,4 pró- senta hagvexti á þessu ári. Í haust var spáð 0,2 prósentum. Lengra er í lendingu eftir þenslutímabil en áður var talið. Greiningardeild Landsbankans býst við því að ört vaxandi gjald- eyrisforði bankanna bendi til þess að einn eða fleiri íhugi að færa eigið fé yfir í erlenda mynt. Á morgunverðarfundi Lands- bankans nýverið benti Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðing- ur hjá Landsbankanum, á að krón- an væri flokkuð sem hávaxta- og áhættumynt í stað þess að vera í hópi mynta lítilla og opinna hátekjulanda þar sem hún ætti að vera. „Gagnvart fyrirtækjunum, og bönkunum sérstaklega, snýst vandamálið fyrst og fremst um það að komast upp í úrvalsdeild í gjaldeyrismálum. Þangað héldum við að við værum að stefna fyrir nokkrum árum þegar við tókum upp núverandi fyrirkomulag í gengismálum.“ Að mati Björns Rúnars hafa bankarnir ekki tíma til þess að bíða eftir því að krónan komist upp í efstu deild. Það gæti gerst með ábyrgri hagsstjórn en óvíst er um þann tíma sem það ferli getur tekið. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vaxtalækkunar- ferli Seðlabanks hefjist síðar en hún reiknaði með. Bankinn spáir því að Seðlabankinn haldi stýri- vöxtum óbreyttum í 14,25 prósent- um á næstu tveimur vaxtaákvörð- unardögum en lækki þá um 0,25 prósentur í júlí. Eftir það lækki vextir hratt og verði komnir niður í ellefu prósent um áramót. Þá spáir Landsbankinn að verð- bólga verði lág, um 1,8 prósent, á árinu. Verðbólga lækkar hratt á næstu mánuðum þegar áhrif af lækkun virðisaukaskatts af mat- vælum koma til kastanna. Krónan mun sveiflast töluvert við núverandi gengisvísitölu, í 126 stigum, sem jafnframt er núver- andi jafnvægisgildi krónunnar að mati Landsbankans. Þegar líða tekur á árið reiknar bankinn með styrkingu krónunnar í átt að vísi- tölugildinu 120 um áramótin. - eþa Eigið fé banka á leið úr krónunni Verð á laxi breyttist ekkert á erlendum mörkuðum í síðustu viku, að því er norska hagstofan greindi frá í gærmorgun. Greiningardeild Glitnis bendir á að kílóverðið hafi lækkað hratt, eða um 34 prósent frá júlí og fram á haust, en sveiflast til um þrjár norskar krónur upp frá því og farið frá 26 norskum krónum á kíló eða 287 íslenskum krónum upp í 29 norskar krónur eða allt upp í 320 krónur. Ástæðurnar má finna að nokkru leyti í því að með- alverð á kíló stóð í hámarki í júní eða í um 43,1 norskri krónu á kíló en það jafngildir tæpum 476 krón- um á kíló. - jab Laxaverð kjurrt SPRON Verðbréf Peningamarkaðssjóður SPRON 15,2% ávöxtun* H im in n o g h af – S ÍA Framúrskarandi *Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.09. 2006 til 01.01. 2007.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.