Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 36

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 36
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fornleifafræðingar á vegum Bolognaháskóla á Ítalíu eru þess fullvissir um að þeim hafi tekist að draga upp raunsanna tölvugerða mynd af ítalska stórskáldinu Durante Degli Alighieri, sem þekktastur er í daglegu tali innan heimsbók- menntanna sem Dante. Fjöldi málverka er til af skáldinu. Kosturinn við tölvugerðu myndina er sá að hún sýnir mun fríðari mann en þá sem sést á málverkunum, að nefinu undanskildu. Það er hins vegar fjarri að Dante hafi verið með fríðustu mönnum, eins og tölvugerða mynd- in sýnir, að sögn sérfræðinganna sem studdust við höfuðkúpu Dantes, sem mæld var hátt og lágt þegar gröf skáldsins var opnuð á þriðja áratug síðustu aldar. Reyndar vantaði kjálkann, en tölva var notuð til að reikna út stærð hans og lögun. Við mótun andlitsfalls Dantes var stuðst við nýjustu tækni í réttarmeinafræðum. Farið var eftir fræðunum í flestu en hrukkur kringum augu og munn eru byggðar á líkum. Niðurstaðan er sú, að stórskáld Ítala hafi verið meðalmaður í útliti en með fremur einkennilega lagað nef. Dante lést árið 1321, skömmu eftir að meist- araverk hans, Hinn guðdómlegi gleðileikur, kom út. Hvorki fleiri né færri en þrjátíu svokallaðar hel- eða dauðagrímur voru gerðar af andliti hans að honum gengnum. Á þeim er nef hans beint. Tölvugerða myndin af skáldinu sýnir hins vegar að nefið hefur verið bogið og kræklótt, líkt og það hafi einhvern tíma fengið slæmt högg, að því er prófessor Giorgio Gruppioni, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið. Að hans sögn bendir flest til að málarar, sem máluðu myndir af skáldinu hafi gert það löngu eftir dauða hans og lagað nefið til eftir hentugleika. Þá eru nokkrar dauða- grímur enn til sem Gruppioni telur að hafi verið gerðar eftir hans dag en þær sýna sömuleiðis að nef hans hafi verið fremur beint, ólíkt því sem fornleifafræðingarnir telja í dag. Var stórskáld Ítala með arnarnef? Tölvugerðar myndir af Dante sýna að hann var ólíkur því sem málverk af honum gefa til kynna. Það horfir ekki vænlega fyrir fyrsta iPhone-síma bandaríska tölvurisans Apple, sem kynnti þessa nýju gerð farsíma á ráð- stefnu sinni í San Francisco á þriðjudag fyrir rúmri viku. Bandaríska tölvufyrirtækið Cisco hefur kært Apple á þeim forsend- um að fyrirtækið eigi nafnið og hafi stolið vörumerkinu. Stjórn Cisco virðist full alvara með kærunni þótt Apple hafi vísaði kærunni á bug og sagt hana fáránlega, enda hafi nafnið iPhone lengi verið notað yfir net- síma. Stjórn Cisco bendir hins vegar á að það hafi átt réttinn að vöru- merkinu iPhone lengi og hafi fyrirtækið átt í samningavið- ræðum við Apple um notkun nafnsins síðastliðin fimm ár. Vörumerkið komst í eigu Cisco árið 2000 þegar það keypti tæknifyrirtæk- ið Infogear Technology. Það fyrirtæki hafði hins vegar tryggt sér vörumerk- ið fjórum árum fyrr, árið 1996. Stjórn Apple mun fyrst hafa komið að máli við stjórn Cisco um kaup á nafninu iPhone árið 2001. Talsmenn vörumerkjaskráninga og einkaleyfisskrifstofa vestanhafs segja að málsvörn Apple muni að öllum lík- i n d u m byggj - ast á þ v í a ð fyrirtækinu takist að sanna að þótt iPhone hafi verið þekkt lengi og skráð vörumerki sé Apple fyrst fyrirtækja til að nota nafn- ið á farsíma. - jab Apple kært fyrir nafnastuld Maður nokkur í Ontario í Kanada hefur höfðað mál á hendur banda- ríska tölvuframleiðandanum Dell. Maðurinn, sem á Inspiron- fartölvu, segir fyrirtækið hafa vísvitandi selt fartölvur sem áttu á hættu að ofhitna með þeim afleiðingum að móðurborð nokk- urra fartölva af allt að fimm gerðum Inspiron-tölva skemmd- ust. Í málshöfðuninni kemur fram að Dell hefði átt að vita af gallan- um en leitt hann hjá sér. Gallinn kom upp í fartölvunum skömmu eftir að ársábyrgð þeirra rann út, að því er fram kemur í máls- höfðuninni. Dell innkallaði rúmlega fjórar milljónir rafhlaðna í fartölvum fyrirtækisins í fyrra vegna galla í þeim sem varð til þess að þær ofhitnuðu og gat orðið til þess að eldur kviknaði í tölvunum. Ekki er hins vegar talið að eldur hafi komið upp í fartölvum Dell vegna ofhitnunarinnar nú. Japanski framleiðandinn Sony framleiddi rafhlöðurnar sem fylgdu fjölda fartölva frá þekkt- um framleiðendum og varð fyrir- tækið að innkalla um tíu milljónir rafhlaðna um allan heim vegna þessa. Fyrirtækið varð fyrir mikl- um skakkaföllum vegna þessa og varð að skera hagnaðartölur sínar niður um helming vegna innköllunarinnar. - jab Segir Dell vísvitandi hafa selt gallaðar fartölvur Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundr- uð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fund- ust. Á meðal þess sem fannst voru útskorin fílabein og gildrur, sem virðast hafa verið notaðar til að fanga lítil dýr á borð við héra og kanínur. Fundurinn þykir sýna að fyrstu íbúar Evrópu hafi komið frá Afríku fyrir um 42 þúsund til 45 þúsund árum, sem er um fimm þúsund árum fyrr en fram til þessa hefur verið talið. Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að frummennirnir yfirgáfu Afríku og fóru til kaldari staðar þar sem loftið var þurrara en suðurfrá. Líkur virðast benda til að mennirn- ir sem fóru austur eftir hafi ekki verið af ætt Neanderdalsmanna, sem dreifðu úr sér í Evrópu um svipað leyti. Megi því gera ráð fyrir að Neanderdalsmenn hafi verið í minnihluta eða alls ekki þar sem nú er Rússland og því hafi þessi tiltekni hópur frummanna ákveðið að byggja sér dvalarstað þar þrátt fyrir að hafa ekki verið búnir til dvalar í köldu landi. - jab Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Margir velta því fyrir sér hvern- ig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikja- tölvu undir lok síðasta árs. Nýjasta leikjatölva Sony, PlayStation 3, kom á markað í Japan í nóvember á síðasta ári, rúmum hálfum mánuði áður en Wii-tölvan frá Nintendo leit dags- ins ljós. Sala Sony í Japan er hins vegar talsvert undir væntingum. Fyrirtækið áætlaði að selja allt að einnni milljón leikjatölva frá útgáfudegi, 11. nóvember, til árs- loka. Reyndin er hins vegar sú að salan nemur tæplega 467.000 leikjatölvum. Nintendo hefur á sama tíma farið langt fram úr Sony og selt um tvöfalt fleiri leikjatölvur frá byrjun desember, þegar leikja- tölvan kom út í Japan, til loka síðasta árs. Microsoft rekur svo lestina á leikjatölvumarkaðnum þrátt fyrir að hafa náð umtalsverðu forskoti með því að setja Xbox 360-leikja- tölvuna á markað í desember í hitteðfyrra. Fyrirtækið hefur fram til þessa selt tæpar 300.000 leikjatölvur og ljóst að það hefur ekki náð að nýta sprettinn eins vel og vonir stóðu til. - jab Nintendo sigurvegari

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.