Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 40
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR12
Ú T T E K T
mræðan um stöðu í nútímasamfé-
laginu sprettur af og til upp með
látum. Flestir virðast þá gera sér
grein fyrir því að það sé öllum
Íslendingum jafnmikilvægt að
virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur
vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og
hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karl-
menn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða
til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku
innan stjórna fyrirtækja.
Þessi umræða spratt einmitt upp eftir
námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags
kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins á Hótel Nordica á dög-
unum. Stundum virðist hún þó hafa lítil
áhrif, því hægt þykir miða í baráttunni.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og
þeirra sem gegna stjórnarformennsku hefur
verið það sama frá árinu 1999, í kringum 22
prósent. Í haust birti Hagstofan jákvæðar
tölur sem sýndu að hlutfall kvenna sem
framkvæmdastjóra fyrirtækja hefði aukist
úr 15,4 prósentum árið 1999 í 18,2 prósent
árið 2005. Flestar eru þær í fyrirtækjum sem
eru með innan við tíu starfsmenn og starfa
við verslun og þjónustu. Hlutfall kvenna í
stjórnum og framkvæmdastjórnum stærstu
hundrað fyrirtækja landsins er enn lægra.
Jafnréttiskennitalan, sem Rannsóknarsetur
vinnuréttar og jafnréttismála birti í vor í
fyrsta sinn, sýnir að konur eru 10,5 pró-
sent æðstu stjórnenda, tólf prósent stjórnar-
Þokast í jafnréttisátt ... á hrað
Flestir virðast sammála um að bæta þurfi hlut kvenna í æðstu stjórnunarstöðum. Hól
leitaði svara við því hvers vegna þeim fjölgar, þrátt fyrir það, lítið sem ekkert á milli á
„Fyrsta skrefið er að vita hvað er verð-
mætt í því sem maður hefur fram að
færa. Ef maður getur það ekki er
ekki smuga að neinn annar
geti það. Konur eru snill-
ingar í þessu. Við höfum
margt fram að færa en
við bíðum eftir því
að þessir tuttugu
karlar í herberg-
inu uppgötvi
hvað við erum
æðislegar.“