Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 42
2 Skattaumhverfið getur reynst flók- ið í augum ungs fólks og því hefur Ríkisskattstjóri brugðist við með því að setja upp sérstakan skólavef á vefsíðu embættisins rsk.is. Á skóla- vefnum er fróðleikur um skattamál ætlaður nemendum í efstu bekkj- um grunnskóla. Þar er spurningum svarað eins og: Hvað eru skattar? Hvernig er staðgreiðsla reiknuð? Til hvers er skattkort? og hvernig telur maður fram á netinu? Skatta- umhverfið vefst þó fyrir fleirum en ungu fólki og getur vefurinn því nýst öllum, enda eru þar útskýrðir hlutir eins og barnabætur og vaxtabætur. Útskýringar eru einfaldar og á síðunni er að finna reiknivél þar sem hægt er að reikna út hversu mik- inn skatt þarf að greiða af tekjum og hversu mikið af laununum fer í viðbótar- lífeyrissparnað og fleira. Ungt fólk frætt um skattinn Á vefsíðunni rsk.is er svæði sem kallast skólavefurinn þar sem tekjuskattur, vaxtabætur og fleira er útskýrt á einfaldan máta. { fjármál heimilanna } Inn um lúguna streyma nú alls kyns uppgjör og yfirlit frá bönkum og vinnuveitendum. Það er erfitt að vita hvað skiptir máli og hverju má henda. Í augum Matthíasar Björns- sonar, ráðgjafa hjá Debet, er málið hins vegar mjög einfalt. „Það er um að gera að halda öllu til haga og ekki henda neinu,“ segir Matthías. „Þetta er reyndar orðið mun betra núna, auðveldara að nálgast upp- lýsingar á rafrænu formi og mikið af þeim kemur sjálfkrafa inn í skattaskýrsluna.“ Villur í framtölum vegna ónógra gagna og klaufaskaps eru ekki óal- gengar og sérstaklega þegar kemur að lánum. „Lán koma sjálfkrafa inn séu þau frá Íbúðalánasjóði og Glitnir bauð upp á það sem valkost í fyrra. Ég veit ekki hvað bankarnir munu gera nú í ár en það er yfir- leitt hægt að sjá slíka hluti í heima- bankanum,“ segir Matthías. „Fólk gleymir oft að taka öll lán fram en það er mikilvægt að gera þeim góð skil bæði vegna þess að það er skylda og vegna þess að vaxtabæt- ur kunna að skerðast gleymi fólk sér.“ Matthías segir að framtal skatta sé stöðugt að verða einfaldara mál en þá komi á móti að fólk sé stöðugt að gera flóknari hluti í fjármálum. „Lánin eru flóknari og fólk sýsl- ar með hlutabréf og annað,“ segir Matthías. „Þar koma einnig inn í húsbyggingar og arfur og annað sem getur flækt framtalið.“ Fyrir þá sem sjá fram á flókin framtöl mælir Matthías með aðstoð fagmanna, hvort sem það sé hjá Debet eða öðrum. „Við tökum þá við öllum skjölum sem viðskipta- vinir hafa undir höndum og gerum framtalið í umboði þeirra,“ segir Matthías. „Ef einhver skjöl vantar reddum við þeim svo fólk þurfi ekki að hafa óþarfa áhyggjur og sé á síð- ustu stundu með skil.“ - tg Algengt að fólk gleymi láni Það verður stöðugt einfaldara að skila skattaskýrslu en fjármál fólks verða að sama skapi stöðugt flóknari. Sennilega hefur auglýsingaherferð Glitnis um aukin sparnað senni- lega farið framhjá fáum. Eigðu afganginn er ný sparnaðarleið sem bankinn auglýsir og er ætlað að auðvelda fólki að spara. Hún virkar þannig að maður skráir sig í þjónustuna annaðhvort í netbank- anum, á vefsíðunni, með símtali í þjónustuverið eða í næsta útibúi. Við skráningu velur maður um að láta hækka allar debetkortafærslur upp í næstu 100, 500 eða 1.000 kr. og þann sparnaðarreikning sem á að leggja afganginn inn á. Reikn- ingurinn sem lagt er inn á er því skilyrði háður að vera reikningur hjá Glitni, en þarf ekki að vera í eigu debetkortshafans. Þannig getur fólk stutt við bakið á góð- gerðarsamtökum eða lagt afgang- inn inn á sparireikning barnanna. Við noktun á kortinu hækkar greiðslan sjálfkrafa upp í þá upp- hæð sem valin var við skráningu. „Viðbrögðin við þessu hafa verið svakalega góð,“ segir Finnur Bogi Hannesson hjá markaðsdeild Glitn- is. „Við erum sífellt að finna leiðir til að auðvelda viðskiptavininum að leggja fyrir og líta á sparnað sem eðlileg útgjöld.“ Eigðu afganginn Glitnir býður viðskiptavinum sínum nýja leið til að spara. Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni greiðir lántakandi sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman, eftir því sem líður á láns- tímann og höfuðstóll lánsins minnkar, dregur úr vægi vaxtagreiðslna en vægi afborgana vex. Lán með jöfnum afborgunum er hins vegar þannig að greitt er mest í upphafi, þegar vaxtagreiðslur eru háar, en minnst undir lokin þegar höfuðstóllinn er orðinn lítill og vaxtagreiðslur lágar. Afborgunin er sú sama hverju sinni en vextirnir sem greiddir eru fara lækkandi. Heimild: Vísindavefurinn Jafngreiðslulán Svo virðist sem best sé að fólk hugi að starfslokum sem fyrst, til að starfs- lokasjóðurinn sé feitur og góður þegar að þeim kemur. Þeir sem eru í fastri vinnu taka kannski viðbót- arlífeyrissparnað og/eða leggja fasta upphæð til hliðar mánaðarlega. Þeir sem vinna sjálfstætt eða sem verktakar og eru kannski ekki með jafn reglulegar tekjur sinna þessu oft ekki sem skyldi. Líður þó að starfs- lokum hjá öllum og er þá mikilvægt að eiga einhverja peninga til að lifa á. Verktakar og aðrir þeir sem starfa sjálfstætt ættu þó að huga að því að spara með reglulegum sparnaði. Til dæmis er hægt að ákveða að tuttugu prósent af tekjunum sé lögð inn á sparnaðarreikning og sé það óháð hvenær tekjurnar berast. Best er að líta á sparnaðinn sem hluta af útgjöldum, sé það erfitt að koma því við að byrja að spara. Kaupþing er einn þeirra banka sem bjóða upp á ráðgjöf og þjónustu fyrir þá sem huga að starfslokum. Starfslok undirbúin Erlendis tíðkast það að fólk búi sig undir starfslokin snemma á ævinni og byrja að leggja fyrir. Sá hugsunar- háttur er nýr af nálinni á Íslandi og eru bankarnir aðeins byrjaðir að taka við sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.