Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 50

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 50
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR14 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Að undanförnu hefur umræða um kosti og galla þess að taka upp evru aukist til muna. Óánægja með núverandi gengisfyrirkomu- lag virðist fara hratt vaxandi, bæði á meðal almennings og á meðal forystumanna atvinnulífs- ins. Stórar sveiflur í gengi krón- unnar og hátt vaxtastig eru þau atriði sem hallmælendur núver- andi fyrirkomulags eru helst óánægðir með. Eitt sjónarmið sem lítið hefur verið áberandi í þessari umræðu er það að á Íslandi búum við í frjálsu landi og öllum er því frjálst að nota evrur eins og þeim sýnist. Almenningur og fyrirtæki á Íslandi geta því í raun meira eða minna sagt skilið við krón- una hvenær sem þeim sýnist. Frumkvæði stjórnvalda í þessum efnum er alls ekki jafn nauðsyn- legt og margir virðast halda. Auðvitað er það svo að ákveð- ið hagræði hlýst af því að stærst- ur hluti viðskipta sem á sér stað á Íslandi er í sama gjaldmiðli. En vandinn við það að nota fleiri en einn gjaldmiðil er samt mun minni en flesta grunar. Tökum dæmi. Segjum að versl- un eins og ELKO eða Hagkaup tæki allt í einu upp á því að verðleggja vörur sínar í evrum í stað þess að verðleggja þær í krónum. Flestir landsmenn hafa reynslu af því að nota íslensku kreditkortin sín til þess að kaupa vörur erlendis sem verðlagðar eru í öðrum gjaldmiðlum. Slíkt er á engan hátt flóknara en að kaupa vörur á Íslandi sem verð- lagðar eru í krónum. Enn frem- ur er í fjölda verslana á Íslandi (t.d. í Leifsstöð) hægt að greiða fyrir vörur með fleiri en einum gjaldmiðli (en maður fær allt- af til baka í krónum). Verslanir sem verðlegðu í evrum gætu tekið upp svipað fyrirkomulag (en gefið til baka í evrum) fyrir þá viðskiptavini sem vilja greiða með reiðufé. Óhagræðið af þessu fyrirkomulagi væri óverulegt nema hvað viðskiptavinir versl- ananna þyrftu að venjast því að hugsa um vöruverð í evrum. Segjum að þessar sömu versl- anir tækju einnig upp á því að greiða starfsfólki sínu laun í evrum. Starfsfólkið gæti hæg- lega opnað evrureikning í bank- anum sínum og látið leggja laun- in sín inn á hann. Það gæti síðan fært fé á milli evrureiknings síns og krónureiknings síns eins og það vildi. Þær verslanir sem ef til vill gætu séð sér mestan hag í því að verðleggja vörur sínar í evrum eru verslanir sem selja dýrar innfluttar vörur, svo sem bíla og heimilistæki. Verðlagning í evrum myndi minnka gengisá- hættu slíkra aðila og viðskipta- vinir sem keyptu vörur á rað- greiðslum myndu þar að auki fá mun lægri vexti. Það sem stendur ef til vill helst í vegi fyrir því að þessi þróun eigi sér stað er það að framkvæmd greiðslna í evrum í gegnum íslenska bankakerfið er dýrari en framkvæmd greiðslna í krónum. Þetta er vegna þess að íslensku bankarnir hafa komið sér upp mjög hagkvæmu greiðslukerfi í krónum sem rekið er af Reiknistofu bankanna en þeir hafa ekki komið sér upp sams konar kerfi í öðrum gjald- miðlum. Bankarnir hafa einnig greiðan aðgang að stórgreiðslu- kerfi í krónum sem rekið er af Seðlabanka Íslands. En þeir hafa í dag ekki jafn greiðan aðgang að stórgreiðslukerfi í evrum. Einni helstu hindruninni, sem stendur í vegi fyrir því að íslenskur almenningur og íslensk fyrirtæki geti einfaldlega skipt krónunni út í eins miklum eða litlum mæli og þeim sýnist, mætti ryðja úr vegi með því að íslensku bankarnir kæmu sér upp hagkvæmum greiðslukerf- um í evrum og tækju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alla þjónustu jafnt í evrum og krón- um. Bankarnir hafa sumir hverj- ir að undanförnu verið ákafir talsmenn þess að taka upp evru. Með því að koma sér upp hag- kvæmum greiðslukerfum í evru gætu þeir í raun tekið þessi mál í sínar eigin hendur í meiri mæli en þeir virðast telja að þeir geti. Í lögum um Seðlabanka Íslands er reyndar ákvæði þess efnis að íslenska krónan sé lögeyrir á Íslandi. Hvað felst í þessu er ekki fullkomlega ljóst. Ef þetta þýðir einungis að allir séu skyldugir til þess að taka við krónum sem greiðslu í viðskiptum á Íslandi er þetta fremur meinlaust ákvæði. En ef það þýðir að fólki sé bann- að að verðleggja vörur, greiða laun og gefa út verðbréf í öðrum einingum en krónum er vitaskuld um mjög bagalegt ákvæði að ræða. Hugtakið lögeyrir virðist raunar vera nokkuð úrelt hugtak. Það væru mistök af stjórnvöld- um að halda til streitu víðtæku banni á notkun annarra gjald- miðla en íslensku krónunnar ef almenningur og fyrirtæki á Íslandi sýndu öðrum gjaldmiðl- um verulegan áhuga. Einnig eru ákvæði um verð- merkingar í lögum. Þar er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur skuli merkja þær með verði sem sé áberandi og auðvelt fyrir neyt- andann að sjá. Neytendastofu er jafnframt heimilt að gefa fyrir- tækjum fyrirmæli um að „gera ráðstafanir til að auðvelda við- skiptavinum að meta verð og gæði“. Óljóst er hvort í þessu felst að vörur skuli verðlagðar í íslenskum krónum. Eins og fyrr segir hafa margir haldið því fram að undanförnu að íslensku krónunni fylgi veru- legt óhagræði. Ef þetta óhagræði er nægilega mikið ættum við að sjá Íslendinga í auknum mæli hætta að nota krónuna og taka að notast við aðra gjaldmiðla, svo sem evru. Hagræðið af notkun evru eykst vitaskuld eftir því sem fleiri aðilar á Íslandi taka að nota hana. Það er því erfitt fyrir einn aðila að taka af skarið og skipta yfir í evru. Stórir aðil- ar í íslensku viðskiptalífi, svo sem bankarnir, geta hins vegar haft veruleg áhrif og frumkvæði stjórnvalda er ekki nauðsynlegt. Aukin notkun evru myndi hins vegar kalla á viðbrögð frá stjórn- völdum. Æskileg viðbrögð myndu felast í því að haga peningamála- stefnunni þannig að sveiflur í gengi krónunnar gagnvart evru minnkuðu. Öllum er frjálst að nota evru O R Ð Í B E L G Jón Steinsson Doktorsnemi í hagfræði við Harvard-háskóla Bankarnir hafa sumir hverjir að undanförnu verið ákafir talsmenn þess að taka upp evru. Með því að koma sér upp hagkvæmum greiðslukerfum í evru gætu þeir í raun tekið þessi mál í sínar eigin hendur í meiri mæli en þeir virðast telja að þeir geti. Árið 1883 var tekin ákvörðun um það hjá útgáfustjórn Financial Times, sem þá var fimm ára gamalt blað, að prenta blaðið á laxa- bleikan pappír. Þessi ráðstöfun reyndist gifturík fyrir blaðið. Markmiðið með þessari ákvörðun var að skapa sér sérstöðu gagn- vart keppinautunum. Það tókst og skapaði blaðinu leiðandi stöðu sem fjármálablað í Bretlandi. Önnur blöð sem sérhæft hafa sig í umfjöllun um efnahagsmál, viðskipti og atvinnulíf hafa fylgt hefð Financial Times og eru flest prentuð á bleikan pappír. Financial Times hélt upp á hundrað ára afmæli fyrsta bleika blaðsins með því að koma út á hvítum pappír 4. janúar 1993. Markaðurinn er nú tæplega tveggja ára gamall. Þegar blaðið var í mótun fyrir tveimur árum var vilji til þess að fara þá leið að prenta blaðið á slíkan pappír. Þá voru tæknilegar hindranir í því. Slíkar hindranir eiga ekki að stöðva góðar hugmyndir og því var haldið af stað á hvítum pappír. Rétt eins og fyrir hundrað árum er markmiðið að skera sig úr. Ekki frá öðrum blöðum, heldur að Markaðurinn verði sýnilegri sem fylgirit Fréttablaðsins og skerpi á sérstöðu sinni innan þeirrar fjölskyldu. Við sem vinnum á blaðinu erum spennt fyrir þessari breytingu og teljum hana skapa okkur möguleika til frekari sóknar. Við vonum einnig að les- endur okkar kunni að meta breytinguna. Markaðurinn hefur fengið góðar við- tökur allt frá fyrsta degi. Tímamót eins og þessi breyting gefa tilefni og tæki- færi til að þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið og gaukað að okkur hrósi og hlýlegum orðum. Við höfum einnig þegið með þökkum uppbyggilega gagnrýni og ábendingar um það sem betur má fara. Markaðurinn er fjölmiðill og hlýtur sem slíkur að vera í sífelldri mótun. Tilurð blaðsins markast af því að efnahagsmál, atvinnulíf og viðskipti eru vaxandi þáttur í samfélaginu. Þann þátt mannlífsins þarf að endurspegla eins og aðra iðju í samfélaginu. Þetta höfum við leitast við að gera undanfarin ár með þær dyggðir í farteskinu sem prýða mega góða blaðamennsku. Fram undan eru spennandi tímar í samfélaginu. Við blasir að núver- andi hagsveifla er komin yfir tindinn og fram undan eru tímar í efnahagslífinu sem enginn veit fyllilega hvað bera í skauti sér. Viðskiptalífið er á fullri ferð og vænta má talsverðra tíðinda á árinu. Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi við vinnslu blaðsins að margir þættir mannlífins hafi hagræna hlið. Við viljum fylgjast með og leitast við að upplýsa lesendur okkar um hvaðeina sem snýr að þessum þáttum mannlífsins. Fjölmiðlaheimur er síbreytilegur og ekki á vísan að róa. Alltaf er þó hægt að gæla við þá hugmynd að eitt tölublað Markaðarins verði hvítt þegar haldið verði upp á daginn eftir hundrað ár. Markaðurinn mun framvegis koma út á bleikum pappír. Skýrari sérstaða innan fjölskyldunnar Rétt eins og fyrir hundrað árum er markmiðið að skera sig úr. Ekki frá öðrum blöð- um, heldur að Markaðurinn verði sýnilegri sem fylgi- rit Fréttablaðsins og skerpi á sér- stöðu sinni innan þeirrar fjölskyldu. Við sem vinnum á blaðinu erum spennt fyrir þess- ari breytingu og teljum hana skapa okkur möguleika til frekari sóknar. Við vonum einnig að lesendur okkar kunni að meta breytinguna. Capacent Ráðgjöf býður uppá fjölbreytt námskeið fyrir fyrirtæki ásamt lengra námi og tímasettum námskeiðum fyrir stjórnendur, sérfræðinga, sölumenn og starfsfólk fyrirtækja og stofnana. CAPACENT KYNNIR HAGNÝTA ÞJÁLFUN OG NÁMSKEIÐ www.capacent.is Nánari upplýsingar Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir í síma 540 1000, namskeid@capacent.is og á www.capacent.is/namskeid Meðal námskeiðsflokka má nefna: Liðsheildarnámskeið Persónuleg færni Stjórnendaþjálfun Viðskipta- og sölustjórnun Olíuverð og útflytjendur Economist | Breska vikuritið Economist gerir snarpar verðlækkanir á hráolíuverði á árinu að umtalsefni í vikunni. Verðlækkanirnar hafa komið stjórnvöldum margra landa illa, ekki síst Mexíkó, en þriðjungur af innflutningstekjum landsins kemur frá sölu á svartagullinu. Getur svo farið að stjórnvöld þar verði að endurskoða fjár- hagsáætlun sína fyrir árið vegna verðlækk- ananna, að sögn tímaritsins. Agustín Carstens, fjármálaráðherra Mexíkó, vísar þessu hins vegar á bug því fjárhagsáætlun ríkisins eigi inni fyrir enn frekari verðlækkunum. Í fjárhagsætluninni er gert ráð fyrir að verð á hráolíu geti farið niður í allt að 42,80 Bandaríkjadali á tunnu á árinu en það er umtalsvert fall úr því sögulega hámarki sem verðið fór í um mitt síðasta sumar. Tímaritið áréttar engu að síður að í endurskoðaðri áætlun þurfi stjórnvöld að gera ráð fyrir enn frekari lækkunum; allt að einum dal minna á tunnu. Besta fyrirtækið Fortune | Besta fyrirtækið til að vinna hjá á þessu ári er bandaríski netleitarrisinn Google í Sílikondal, að mati bandaríska fjármálatímaritsins Fortune. Fortune segir fyrirtækinu berast 1.300 umsóknir frá fólki víða um heim á degi hverjum. Og skyldi engan undra því um sælureit og sannkall- aða paradís er að ræða, ef marka má u m f j ö l l u n tímaritsins. Starfsmenn hjá Google fá allar máltíðir fríar í öllum ellefu mötuneytum fyrirtækisins. Í höfuð- stöðvum Google er jafnframt sundlaug og gufubað auk þess sem læknisþjónusta skrifast á reikning fyrirtækisins. Þá þarf starfsfólk í fullu starfi ekki að nýta nema 80 prósent af vinnutíma sínum í verkefni tengd Google en afganginn í eigin gæluverkefni. Af öðrum fyrirmyndarfyrirtækjum vestanhafs var líftæknifyrirtækið Genentech í öðru sæti en matvælafyrirtæki í næstu þremur sætum. Þar af er Whole Food Markets, sem m.a. selur íslenskar landbúnaðarafurðir, í fimmta sæti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.