Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 51

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 51
MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 S K O Ð U N Áður en stöður eru auglýstar er ráðlegt að skoða nánar hver þörfin er á nýjum starfsmanni. Ráðlegt er að greina starfið og skoða hvort möguleiki sé að skipta starfinu niður á aðra starfsmenn eða hvort hægt sé að fá starfsmenn í hlutastarf til að sinna starfinu. Greining tryggir að ráðning nýs starfsmanns sé vel ígrunduð og byggð á sannri þörf fyrir starfsmann. Vinsælt er að nota dagblaðs- auglýsingar þegar leita á að starfsmönnum, en einnig hafa auglýsingar verið birtar í kvik- myndahúsum, fagtímaritum, á heimasíðum fyrirtækja og í útvarpi, allt eftir markhópum sem verið er að höfða til. Auglýsingar ættu að innihalda þætti sem hvetja viðeigandi umsækjendur til að sækja um. Þær ættu einnig að bægja frá þeim umsækjendum sem ekki hafa rétta hæfni í starfið með því að tilgreina réttar hæfnis- og námskröfur. Í íslenskum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 13. grein: „Atvinnurekendur skulu sérstak- lega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.“ Einnig segir í 24. grein um auglýsingar: „Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyn- inu en hinu.“ Starfsauglýsingar ættu að innihalda jákvæða en nákvæma lýsingu á starfinu. Nauðsynlegt er að tilgreina hvernig mann- eskju er verið að leita eftir, s.s. með því að tilgreina hæfniskröf- ur og námskröfur. Titill starfsins þarf að vera lýsandi og í stað þess að auglýsa eftir „sérfræð- ingi á málstöð“ þegar leitað er að aðila sem er hæfur í þýsku er hægt að auglýsa eftir „sérfræð- ingi í þýsku“. Þannig skapast meiri möguleikar á að fá réttu umsækjendurna. Auglýsingin ætti einnig að innihalda stutta málsgrein um fyrirtækið sem lýsir því, gildum þess og stefnu og tilgreina þarf aðila sem hægt er að hafa samband við varð- andi starfið. Þá ætti heimilis- fang fyrirtækis, netfang, fax og símanúmer að fylgja með í aug- lýsingu. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðningarferli er dýrt ferli og þess vegna þarf að fulltryggja að upplýsingar í auglýsingum séu nákvæmar. Þannig skapast meiri möguleikar á að fá réttu umsækjendurna. Sif Sigfúsdóttir, MA í mann- auðsstjórnun. Innihald atvinnu- auglýsinga S T A R F S M A N N A M Á L Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfis- ins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum enda- laust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxta- veislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eigna- safni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hóf- stillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastælt- ur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirð- ur með sístöðu sem er reynd- ar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkan- irnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Krónan er steri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.