Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 56

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 56
MARKAÐURINN Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikja- fyrirtækisins CCP, lét langþráðan draum rætast þegar hann sýndi myndskot úr fjölþátttökuleiknum EVE-Online á bíótjaldi í einum af hliðarsölum Háskólabíós á opnum fyrirlestri um fyrirtækið á vegum Viðskipta- og hagfræði- skorar Háskóla Íslands í síðustu viku. Hilmar ræddi um forsögu CCP allt frá því að hugmynd- in kom upp á yfirborðið undir lok síðustu aldar, framgang og uppgang þess og öll þau auka- verkefni sem starfsmenn CCP þurftu að taka sér á hendur til að láta enda ná saman. Hilmar segir að ef ekkert annað upplýs- ingatæknifyrirtæki líti dagsins ljós á næstu árum hér á landi muni CCP standa fyrir helmingi af öllum tekjum Íslands í útflutn- ingi í upplýsingatækni árið 2011. Hilmar tæpti á sögu CCP þegar sú hugmynd kom upp að búa til tölvuleik í þrívídd sem mörg þúsund manns gætu spilað í rauntíma og keypt í áskrift á netinu. CCP var svo stofnað í kringum leikinn um mitt ár 1997. Á meðan unnið var að hugmynd- inni unnu starfsmenn fyrirtækis- ins að ýmsum verkefnum, þróuðu meðal annars útlit Latabæjar og bjuggu til borðspilið Hættuspil, svo eitthvað sé nefnt, til að tryggja fjárhagslegar stoðir CCP. „Það hljómar kannski furðulega að gera fjölskylduborðspil þegar maður ætlar að gera tölvuleik. Þeir sem hafa spilað Hættuspilið og EVE-Online átta sig kannski á því að það er ákveðinn sameig- inlegur þráður í gegnum báðar þessar vörur,“ benti Hilmar á og bætti við að leikirnir gengju báðir út á að fólk spilaði hvert við annað fremur en tölvuna sjálfa líkt og í einmenningsleikjum. TÖLVUFYRIRTÆKI MEÐ TÓMA VASA Velheppnað útboð viku eftir að netbólan sprakk vestanhafs árið 2000 gerði CCP kleift að gera helminginn af EVE-Online en leit að frekara fjármagni til að tryggja rekstur til þriggja ára var erfiðari. Fyrirtækinu tókst engu að síður að safna fjármagni til tveggja og hálfs árs. Enn harðnaði í ári eftir því sem á leið og undir lok árs 2002 voru peningarnir á þrot- um. „Við áttum enga peninga og rákum fyrirtækið án þess að greiða laun í þrjá mánuði. Það voru 30 manns í vinnu hjá okkur þá sem eyddu tímanum fyrir hádegi í að redda sínum eigin fjármálum en tímanum eftir hádegi til að búa til tölvu- leikinn,“ sagði Hilmar. Sama ár landaði CCP útgáfu- samningi við bandaríska útgáfu- fyrirtækið Simon & Schuster. Það gerði CCP kleift að ljúka leiknum, sem leit dagsins ljós í maí 2003, að vísu hálfkláraður, að sögn Hilmars. Bandaríska fyrir- tækið ákvað síðan öllum að óvör- um að hætta útgáfu tölvuleikja og varð CCP að gera hvað það gat til að ná útgáfusamningnum til sín á ný. Hilmar benti á að það hefði verið strembið, ekki síst vegna þess að Simon & Schuster væri rekið af strangtrúuðum gyðing- um sem væru þekktir fyrir að hafa náð góðum samningum í fjögur þúsund ár og væru ekki vanir því að tapa í viðskiptum. CCP tókst áætlunarverk sitt og fór inn í árið 2004 með alla virðis- keðjuna fyrir tölvuleikinn á eigin hendi. CCP ÞREFALDAST Á RÚMU ÁRI Samfara þessu hóf CCP að bjóða netverjum leikinn í beinni sölu á netinu en það merkir að við- skiptavinurinn sinnir öllum við- skiptum sínum varðandi EVE- Online á vefsíðu leiksins. „Síðan við byrjuðum á þessu hefur leik- urinn um það bil tvöfaldast á hverju ári fram til dagsins í dag,“ benti Hilmar á og bar vöxtinn saman við útflutning á hugbún- aði og tölvuþjónustu frá Íslandi á stöplariti sem Seðlabanki Íslands hafði tekið saman fram til ársins 2005. Að ósk Hilmars var CCP skilið frá öðrum fyrirtækjum og gat hann með því móti fram- reiknað hlut CCP samanborið við önnur upplýsingafyrirtæki allt fram til 2011. Hluti upplýsinganna var skáld- aður, að sögn Hilmars, miðað við áætlaðan vöxt í greininni en aðrir byggðust á framtíðarvexti CCP. Hlutur CCP í útflutningi á íslenskum hugbúnaði nam miðað við þetta 16 prósentum fyrir tveimur árum en 28 prósentum miðað við við vöxt í tekjum CCP og vöxt greinarinnar almennt í fyrra. „Ef einhver fer ekki að standa sig í upplýsingatækni og álbræðslu verður tölvuleikur- inn EVE-Online helmingurinn af öllum útflutningi í upplýsinga- tækni árið 2011,“ sagði Hilmar og benti á að flestir þættir CCP hefðu tvö- til þrefaldast á síðast- liðnum fjórtán mánuðum. Sama máli gegndi um starfsmanna- fjöldann, sem hefði þrefaldast, en um 700 manns vinna fyrir CCP um allan heim. „Þetta er í raun gjörbreytt fyrirtæki,“ sagði Hilmar. Hilmar tíundaði að fjöldi erlendra starfsmanna fyrirtækis- ins hefði flutt hingað til lands sér- staklega til að vinna við leikinn. Um sprenglært starfsfólk væri að ræða enda krefðist leikurinn mikillar sérþekkingar, ekki síst á sviði stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði, sem skiljanlega væri stór þáttur í leiknum. VERÐBÓLGA Í TÖLVULEIK ER HÆTTULEG Hagfræði er einn af veigamestu þáttunum í EVE-Online og sagði Hilmar að hagkerfi leiksins væri sem líkast því sem gerðist í raun- veruleikanum. CCP heldur utan um hagkerfi leiksins og þjónar eins konar hlutverki Seðlabanka, sem dælir fjármagni inn í hann þegar við á. „Við sturtum pen- ingum inn í hagkerfið, eiginlega tilviljanakennt, og reynum svo einhvern veginn að ná þeim inn aftur með því að selja fólki eitt- hvað, innheimta skatta, gjöld og fleira,“ segir hann og bætti við að stjórnendurnir frystu eignir þeirra sem gerðust brotlegir við reglur samfélagsins. Stjórnendur CCP vilja ekki sjá verðbólgu í leiknum, að sögn Hilmars, sem sendi sneið til raun- heimsins í máli sínu. „Verðbólga í leik sem þessum er mjög alvarlegt mál. Ef þú byrjar leikinn og getur strax keypt stærsta geimskipið af því það eru svo miklir peningar í umferð er búið að klippa þrjá mánuði af æviskeiði notanda,“ sagði Hilmar en innbyggt ferli er í leiknum sem fylgir þróun spilarans í netsamfélaginu. „Ef of miklir peningar eru í umferð kaupir fólk sér einbýlishús á hundrað prósent láni. Eðlilegasta ferlið væri að byrja fyrst í blokk, fara síðan í raðhús, parhús og að lokum í einbýlishús,“ sagði Hilmar og benti á nauðsyn þess að varna því að spilarar í EVE- Online yrðu eins og Íslendingar, sem yrðu ölvaðir af öllum pen- ingunum sem fengjust allt í einu ókeypis í samfélaginu. 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Mig hefur langað til að spila þetta í bíói“ Framkvæmdastjóri CCP spilaði í fyrsta sinn myndskot úr fjölþátttökuleiknum EVE-Online á bíótjaldi í síðustu viku. Verðbólga í hagkerfi tölvuleiksins er hættulegt fyrirbæri, að hans sögn. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson hitti Hilmar Veigar Pétursson í Háskólabíói á dögunum. „Við sturtum peningum inn í hagkerfið, eiginlega tilviljanakennt, og reynum svo einhvern veginn að ná þeim inn aftur með því að selja fólki eitthvað, inn- heimta skatta, gjöld og fleira.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.