Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 57

Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 57
ÍSLAND, BEST Í HEIMI? ALÞJÓÐLEGT ORÐSPOR OG ÍMYND 13:00 SKRÁNING 13:30 RÆÐA FORMANNS VÍ ERLENDUR HJALTASON, FORSTJÓRI EXISTA 13:50 COMPETITIVE IDENTITY OF ICELAND SIMON ANHOLT, SÉRFRÆÐINGUR Í ÍMYNDARMÁLUM ÞJÓÐA 14:50 KAFFIHLÉ 15:20 AFHENDING NÁMSSTYRKJA VÍ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, MENNTAMÁLARÁÐHERRA 15:30 RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA GEIR H. HAARDE 15:50 VIÐBRÖGÐ VIÐSKIPTALÍFSINS UMRÆÐUR UNDIR STJÓRN EVU MARÍU JÓNSDÓTTUR 16:20 HVERNIG VERÐUR ÍSLAND BEST Í HEIMI? HALLA TÓMASDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍ 16:30 MÓTTAKA Í BOÐI VIÐSKIPTARÁÐS SKRÁNING Á VIÐSKIPTAÞING FER FRAM Á WWW.VI.IS EÐA Í SÍMA 510 7100 VIÐSKIPTAÞING 2007 ERLENDUR HJALTASON FORSTJÓRI EXISTA SIMON ANHOLT SÉRFRÆÐINGUR Í ÍMYNDARMÁLUM ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA GEIR H. HAARDE FORSÆTIS- RÁÐHERRA HALLA TÓMASDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTARÁÐS JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FORSTJÓRI BAUGUR GROUP RÓBERT WESSMAN FORSTJÓRI ACTAVIS LÝÐUR GUÐMUNDSSON STJÓRNARFORMAÐUR EXISTA OG BAKKAVÖR GROUP SVAFA GRÖNFELDT REKTOR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK JÓN KARL ÓLAFSSON FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP FUNDARSTJÓRI EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR DAGSKRÁR- GERÐARMAÐUR UMRÆÐUSTJÓRN VIÐBRÖGÐ VIÐSKIPTALÍFSINS: Á NORDICA HÓTELI MIÐVIKUDAGINN 7. FEBRÚAR 2007 KL. 13:30 - 16:30 Menningarsjóður Glitnis styrkti í síðustu viku fjögur málefni um samtals 52 milljónir króna. Styrkhafar eru verkefnið „Líf og starf fatlaðra barna á Íslandi“, Unifem á Íslandi, Spes-barnaþorp og nýr Afrekskvennasjóður Glitnis og Íþróttasambands Íslands. Sjóðurinn, sem fagnar 19 ára afmæli í ár, hefur veitt samtals 450 milljónum krónum í styrki frá upphafi. Stærsta styrknum, 20 milljónum króna, verður varið til að setja á laggirnar Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en tilgangur hans er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári, 2 milljónum í hvort sinn. Næsthæsta styrkinn hlaut SPES, hugsjónafélag sem byggir og rekur þorp fyrir foreldralaus og yfirgefin börn í Tógó. Þá var 10 milljónum króna varið til verkefn- isins „Líf og starf fatlaðra barna á Íslandi“ sem Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir í samstarfi við ljósmyndarann Mary Ellen Mark og kvikmynda- gerðarmanninn Martin Bell auk þess sem 10 millj- ónir runnu til Unifem, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Um leið gerðist Glitnir bak- hjarl Unifem hér á landi. Tilgangurinn er að leggja Unifem lið í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum um allan heim, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. - jab Glitnir styrkti fjögur verkefni Forsvarsmenn dansk-sænska mjólkurvöruframleiðandans Arla Foods segjast vongóðir um að hagur fyrirtækisins batni í Mið-Austurlöndum á þessu ári. Fyrirtækið lenti í miklum vand- ræðum vegna birtingar danska dagblaðsins Jótlandspóstsins á skopteikningum af Múhameð spá- manni haustið 2005 og neyddist til að grípa til ýmissa ráðstafana þegar viðskiptavinir fyrirtækisins í arabaríkjunum hunsuðu vörur þess, auk þess sem margar versl- anir í löndunum neituðu að selja vörur frá Arla. Væntingar standa til að tekj- ur fyrirtækisins nemi 13,8 millj- örðum danskra króna, eða 174 milljörðum króna, á yfirstandandi rekstrarári. Fyrirtækið ætlaði að hækka greiðslur sínar til mjólkurfram- leiðenda í Danmörku og Svíþjóð um 6 danska aura á árinu en hefur hins vegar ákveðið að halda því óbreyttu á milli ára í 2,22 dönsk- um krónum fyrir lítrann, eða 28 íslenskum krónum. Að sögn Jørn Wendel Andersen, fjármálastjóra Arla, er rekstrarvandi fyrirtæk- isins í Mið-Austurlöndum helsta ástæða þess að gjaldið hefur ekki verið hækkað. Hann er engu að síður bjartsýnn á árið og býst við minna tapi en í fyrra. - jab Hagur Arla batnar í Mið-Austurlöndum Prentsmiðjan Oddi hefur gefið út verðskrá með upplýsingum um meira en eitt þúsund prent- verkefni, allt frá nafnspjöldum upp í 400 blaðsíðna bækur. Þar er að finna lýsingu og verð á flestum þeim prentverkefn- um sem fyrirtæki og stofnanir þurfa á að halda. Einnig verð fyrir bókaútgefendur á kiljum eða harðspjaldabókum í mis- munandi upplagi og blaðsíðu- fjölda. Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Odda, segir að með þessu sé verið að létta þokunni af verðlagn- inu á prentverki hér á landi. „Prentkaupendur hafa hingað til þurft að leita upplýsinga eða tilboða hjá prentsmiðj- um fyrir nánast hvert einasta prentverkefni,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu frá prentsmiðjunni. Oddi áætlar að þrjátíu til fimmtíu þúsund manns komi með einum eða öðrum hætti að ákvörðunum um prentvinnslu hér á landi á hverju ári. - hhs Þoku létt af verðinu Könnunarfarið New Horizon, sem skotið var á loft fyrir ári, nálgast nú óðfluga plánetuna Júpíter og undirbýr að nýta sér aðdráttar- afl plánetunnar til að stytta sér leið til 134340, sem allt fram til september á síðasta ári kallaðist reikistjarnan Plútó. Búist er við að könnunarfarið komist nógu nálægt Júpíter undir lok næsta mánaðar til að geta nýtt sér kraftinn frá gashnettin- um geysistóra og stytt leiðina til ystu marka sólkerfisins um heil þrjú ár. Það er hins vegar fjarri að New Horizon komi á allra næstu dögum til stjörnunnar sem fram á haustdaga hét Plútó því ef allt gengur að óskum ættu ferða- lok að nást um mitt ár 2015. Ferðin hefur fram til þessa gengið fádæma vel enda hafa engin mælitæki geimfarsins bilað enn sem komið er, sam- kvæmt upplýsingum frá geim- vísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. - jab New Horizon nálgast Júpíter 21MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.