Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 57

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 57
ÍSLAND, BEST Í HEIMI? ALÞJÓÐLEGT ORÐSPOR OG ÍMYND 13:00 SKRÁNING 13:30 RÆÐA FORMANNS VÍ ERLENDUR HJALTASON, FORSTJÓRI EXISTA 13:50 COMPETITIVE IDENTITY OF ICELAND SIMON ANHOLT, SÉRFRÆÐINGUR Í ÍMYNDARMÁLUM ÞJÓÐA 14:50 KAFFIHLÉ 15:20 AFHENDING NÁMSSTYRKJA VÍ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, MENNTAMÁLARÁÐHERRA 15:30 RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA GEIR H. HAARDE 15:50 VIÐBRÖGÐ VIÐSKIPTALÍFSINS UMRÆÐUR UNDIR STJÓRN EVU MARÍU JÓNSDÓTTUR 16:20 HVERNIG VERÐUR ÍSLAND BEST Í HEIMI? HALLA TÓMASDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍ 16:30 MÓTTAKA Í BOÐI VIÐSKIPTARÁÐS SKRÁNING Á VIÐSKIPTAÞING FER FRAM Á WWW.VI.IS EÐA Í SÍMA 510 7100 VIÐSKIPTAÞING 2007 ERLENDUR HJALTASON FORSTJÓRI EXISTA SIMON ANHOLT SÉRFRÆÐINGUR Í ÍMYNDARMÁLUM ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA GEIR H. HAARDE FORSÆTIS- RÁÐHERRA HALLA TÓMASDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTARÁÐS JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FORSTJÓRI BAUGUR GROUP RÓBERT WESSMAN FORSTJÓRI ACTAVIS LÝÐUR GUÐMUNDSSON STJÓRNARFORMAÐUR EXISTA OG BAKKAVÖR GROUP SVAFA GRÖNFELDT REKTOR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK JÓN KARL ÓLAFSSON FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP FUNDARSTJÓRI EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR DAGSKRÁR- GERÐARMAÐUR UMRÆÐUSTJÓRN VIÐBRÖGÐ VIÐSKIPTALÍFSINS: Á NORDICA HÓTELI MIÐVIKUDAGINN 7. FEBRÚAR 2007 KL. 13:30 - 16:30 Menningarsjóður Glitnis styrkti í síðustu viku fjögur málefni um samtals 52 milljónir króna. Styrkhafar eru verkefnið „Líf og starf fatlaðra barna á Íslandi“, Unifem á Íslandi, Spes-barnaþorp og nýr Afrekskvennasjóður Glitnis og Íþróttasambands Íslands. Sjóðurinn, sem fagnar 19 ára afmæli í ár, hefur veitt samtals 450 milljónum krónum í styrki frá upphafi. Stærsta styrknum, 20 milljónum króna, verður varið til að setja á laggirnar Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en tilgangur hans er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári, 2 milljónum í hvort sinn. Næsthæsta styrkinn hlaut SPES, hugsjónafélag sem byggir og rekur þorp fyrir foreldralaus og yfirgefin börn í Tógó. Þá var 10 milljónum króna varið til verkefn- isins „Líf og starf fatlaðra barna á Íslandi“ sem Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir í samstarfi við ljósmyndarann Mary Ellen Mark og kvikmynda- gerðarmanninn Martin Bell auk þess sem 10 millj- ónir runnu til Unifem, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Um leið gerðist Glitnir bak- hjarl Unifem hér á landi. Tilgangurinn er að leggja Unifem lið í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum um allan heim, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. - jab Glitnir styrkti fjögur verkefni Forsvarsmenn dansk-sænska mjólkurvöruframleiðandans Arla Foods segjast vongóðir um að hagur fyrirtækisins batni í Mið-Austurlöndum á þessu ári. Fyrirtækið lenti í miklum vand- ræðum vegna birtingar danska dagblaðsins Jótlandspóstsins á skopteikningum af Múhameð spá- manni haustið 2005 og neyddist til að grípa til ýmissa ráðstafana þegar viðskiptavinir fyrirtækisins í arabaríkjunum hunsuðu vörur þess, auk þess sem margar versl- anir í löndunum neituðu að selja vörur frá Arla. Væntingar standa til að tekj- ur fyrirtækisins nemi 13,8 millj- örðum danskra króna, eða 174 milljörðum króna, á yfirstandandi rekstrarári. Fyrirtækið ætlaði að hækka greiðslur sínar til mjólkurfram- leiðenda í Danmörku og Svíþjóð um 6 danska aura á árinu en hefur hins vegar ákveðið að halda því óbreyttu á milli ára í 2,22 dönsk- um krónum fyrir lítrann, eða 28 íslenskum krónum. Að sögn Jørn Wendel Andersen, fjármálastjóra Arla, er rekstrarvandi fyrirtæk- isins í Mið-Austurlöndum helsta ástæða þess að gjaldið hefur ekki verið hækkað. Hann er engu að síður bjartsýnn á árið og býst við minna tapi en í fyrra. - jab Hagur Arla batnar í Mið-Austurlöndum Prentsmiðjan Oddi hefur gefið út verðskrá með upplýsingum um meira en eitt þúsund prent- verkefni, allt frá nafnspjöldum upp í 400 blaðsíðna bækur. Þar er að finna lýsingu og verð á flestum þeim prentverkefn- um sem fyrirtæki og stofnanir þurfa á að halda. Einnig verð fyrir bókaútgefendur á kiljum eða harðspjaldabókum í mis- munandi upplagi og blaðsíðu- fjölda. Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Odda, segir að með þessu sé verið að létta þokunni af verðlagn- inu á prentverki hér á landi. „Prentkaupendur hafa hingað til þurft að leita upplýsinga eða tilboða hjá prentsmiðj- um fyrir nánast hvert einasta prentverkefni,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu frá prentsmiðjunni. Oddi áætlar að þrjátíu til fimmtíu þúsund manns komi með einum eða öðrum hætti að ákvörðunum um prentvinnslu hér á landi á hverju ári. - hhs Þoku létt af verðinu Könnunarfarið New Horizon, sem skotið var á loft fyrir ári, nálgast nú óðfluga plánetuna Júpíter og undirbýr að nýta sér aðdráttar- afl plánetunnar til að stytta sér leið til 134340, sem allt fram til september á síðasta ári kallaðist reikistjarnan Plútó. Búist er við að könnunarfarið komist nógu nálægt Júpíter undir lok næsta mánaðar til að geta nýtt sér kraftinn frá gashnettin- um geysistóra og stytt leiðina til ystu marka sólkerfisins um heil þrjú ár. Það er hins vegar fjarri að New Horizon komi á allra næstu dögum til stjörnunnar sem fram á haustdaga hét Plútó því ef allt gengur að óskum ættu ferða- lok að nást um mitt ár 2015. Ferðin hefur fram til þessa gengið fádæma vel enda hafa engin mælitæki geimfarsins bilað enn sem komið er, sam- kvæmt upplýsingum frá geim- vísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. - jab New Horizon nálgast Júpíter 21MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.