Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 58
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T ríðarlegar breytingar hafa orðið í Búlgaríu frá falli kommúnismans í Austur-Evrópu við lok níunda áratugar síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Um síðustu áramót varð landið formlega hluti af Evrópusambandinu og má því gera ráð fyrir að breytingar verði áfram hluti af daglegu lífi þeirra sjö og hálfrar milljónar manna sem landið byggja. „Það er allt að opn- ast í Búlgaríu og nóg af tækifærum þar á mörgum sviðum,“ segir Tanja Tzoneva, sem kom hingað fyrst til að læra íslensku og hefur nú verið búsett hér í tólf ár. Hún nefnir sem dæmi að ferðamannaiðnaðurinn bjóði mikla möguleika, ekki síst vegna legu landsins við Svartahafið. „Þarna er heitt á sumrin og kalt á veturna og bæði hægt að fara á skíði og á ströndina. Það eru ekki mörg lönd í Evrópu sem hafa upp á það sama að bjóða.“ TÆKIFÆRI FYRIR SÉRÍSLENSKAR VÖRUR Tanja er frá lítilli borg, á búlgarskan mælikvarða, sem heitir Kazanlak. Þar eru meðal annars ræktað- ar rósir og úr þeim framleitt það sem Tanja segir vera „bestu rósaolíu í heimi“. Hún hefur þó ekki tekið upp á því sjálf að flytja olíuna til Íslands og seg- ist bíða spennt eftir því að einhver geri það. Tanja telur að ýmsar íslenskar vörur gætu vel átt upp á pallborðið hjá búlgörskum neyt- endum. „Séríslenskar vörur sem fást hvergi annars staðar gætu vel gengið í Búlgaríu, eins og vörur sem eru unnar úr íslensku nátt- úrunni. Ég held líka að íslenskir hönnuðir gætu markaðssett sig í stærri borgunum. Stéttaskipting hefur aukist í landinu og bilið á milli ríkra og fátækra aukist. Nú er til ríkt fólk í Búlgaríu sem vill kaupa eitthvað öðruvísi, eitthvað sem enginn annar á.“ Fremur lítið er um bein vöru- skipti milli Íslands og Búlgaríu. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 voru vörur fluttar þangað fyrir 154,3 milljónir króna og inn fyrir 133,6 milljónir samkvæmt tölum af vef Hagstofunnar. Hins vegar hefur nokkuð verið um fjárfestingar þar og fer þá mest fyrir fyrrnefndum Björgólfi Thor Björgólfssyni og félögum tengdum honum. Hann er einn umsvifa- mesti erlendi fjárfestirinn þar í landi og var í lok árs 2005 útnefndur fjárfestir ársins af búlg- arska ríkisútvarpinu. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs, á um 75 prósent í búlgarska símanum BTC og 34 prósenta hlut í búlgarska bankanum EIBank. Þá á og rekur Actavis, sem Björgólfur á 35 prósenta hlut í og gegnir stjórnarformennsku fyrir, fjórar verksmiðjur í landinu. VANN SIG UPP ÚR HÁLOFT- UNUM Tanja er mikil mála- manneskja og talar búlgörsku, rússnesku, þýsku, ensku og sænsku, að ógleymdri íslensku sem hún fer betur með en margir barn- fæddir Íslendingar. Það er því ekki að undra að fyrsta starfið sem hún fékk hér á landi, og draumastarfið á þeim tíma, var sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún var í háloft- unum í fimm ár, þangað til henni bauðst starf hjá lyfjafyrirtækinu Actavis. Þetta var um það leyti er félagið var að kaupa búlgörsku lyfjaverksmiðjuna Balkanpharma og var Tönju falið að sjá um ýmis samskipti við heimaland sitt. Á þessum tólf árum hefur hún jafnframt náð sér í BA-próf í íslensku og MA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum auk þess sem hún er löggiltur skjalaþýðandi úr íslensku yfir í búlgörsku. SAMBÖND OG ÞEKKING MIKILVÆG FJÁRFESTUM Gríðarlegar þjóðfélagsbreyt- ingar hafa orðið í Búlgaríu frá því að Tanja flutti til Íslands, sem fyrr segir. „Um það leyti er ég kom hingað var Búlgaría að ganga í gegnum efnahagslega kreppu. Þá ríkti mikil óvissa og enginn vissi hvað tæki við eftir kommúnismann. Nú er allt að færast til betri vegar og nútíma- væðast. Búlgaría er loksins komin í Evrópusambandið og fólk er því bjartsýnna og líður almennt betur en þegar ég fór þaðan.“ Eitt af skilyrðunum sem Búlgaría þurfti að uppfylla til þess að fá inngöngu i Evrópusambandið var að útrýma spillingu í landinu. Tanja telur að vel hafi tekist til með það verkefni en þó skipti miklu máli að vanda valið við að finna viðskiptaaðila. „Það skiptir máli að velja gaumgæfilega það fólk sem á að vinna með og finna einhvern sem er hægt að treysta. Svo er líka mjög mikilvægt að hafa góða innlenda innsýn og vaða ekki bara inn á markaðinn, einn og óstuddur.“ Allt að opnast og nútímavæðast Á vinsælum bar í miðborg Reykjavíkur situr hópur uppá- búinna og glaðbeittra manna sem öðru hvoru lyfta glösum og skála fyrir sigrum dagsins. Þeir hafa ástæðu til þess að fagna því blek- ið er rétt að þorna á samningi með undirskriftum þeirra allra um kaup á mikilli verksmiðju í Evrópu. Mönnunum er mikið niðri fyrir og þeir láta sig dreyma um frekari landvinninga. „Hvar eigum við að fjárfesta næst?“ segir einn þeirra. „Kannski í Rússlandi?“ leggur annar til, nokkuð niðri fyrir. „Jááá, hvernig væri það?“ segir sá þriðji. „Spurningin er bara hvar við eigum að finna einhvern sem talar rússnesku?“ Á næsta borði situr maður sem kemst ekki hjá því að heyra það sem mönnunum fór á milli. Hann veltir því fyrir sér hvort hann ætti að benda þeim á það að hér á landi búa meira en tvö hundruð manns frá Rússlandi, sem margir hverjir tala bæði reiprennandi rússnesku og íslensku. ÓVENJULEG SAMSETNING Þessi sanna saga er ef til vill lýsandi fyrir íslenskan raunveru- leika. Á sama tíma og íslensk fyrirtæki keppast um að kaupa fyrirtæki í útlöndum eykst hröð- um skrefum fjöldi útlendinga sem kjósa sér að búa á Íslandi. Hlutfall fólks af erlendu bergi brotnu var um aldamótin rétt um þrjú prósent. Í lok árs 2006 var það hlutfall orðið sex prósent. 18.411 manns eiga því rætur sínar að rekja til 125 landa víðs vegar um heim. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á báða bóga er lítið um að íslensk fyrirtæki leiti til nýju Íslendinganna um hjálp á þeirra heimamörkuðum. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins, segir að margt sé ólíkt með innflytjend- um á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Samsetning innflytjend- anna, ástæður að baki búferla- flutningunum þeirra og atvinnu- þátttaka fylgi allt öðru mynstri hér en þar. „Sum lönd í Evrópu telja þá einungis til innflytjenda sem koma utan Evrópu. Sjötíu og fimm prósent innflytjenda á Íslandi eru evrópsk og myndu því víða ekki vera flokkuð sem slík. Í öðrum löndum er það gjarnan vandamál hve atvinnuleysi inn- flytjenda er hátt en hér er það í algjöru lágmarki. Þar að auki er hlutfall flóttamanna af mannfjölda 0,1 prósent hér, miðað við um fimm prósent á Norðurlöndunum. Fólk flyst því ekki hingað af neyð held- ur fyrst og fremst til að vinna,“ segir hann. Innflytjendur hér á landi eru oft á tíðum vel menntaðir en eiga það ósjaldan sameiginlegt að vinna störf þar sem sú menntun nýtist ekki. Sögurnar af kvensjúkdóma- lækninum sem eldar ofan í íslensk leikskólabörn, lögfræðingnum sem vinnur sem húsvörður og fyrrum blaðafulltrúa filippeyska forsetaembættisins sem skúrar á Landspítalanum eru allar dag- sannar. VANNÝTT ÞEKKING Á ÍSLANDI Íslendingar eru þekktir fyrir að ganga mjög hreint til verks á erlendum mörkuð- um, með sín eigin gildi og viðmið að leiðarljósi. Jafnan gera þeir ráð fyrir að þeir sem eigi við þá viðskipti aðlagist þeirra aðferð- um. Þetta hefur stundum verið talið til þeirra þátta sem stutt hafi við íslensku útrásina. Ýmsir finna þeim þetta þó til foráttu. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja leita ýmissa leiða til að undirbúa innrás sína á erlenda markaði og eyða oft háum fjárhæðum í ráð- gjöf. Það myndi örugglega ekki saka fyrir þá að kynna sér betur siði og venjur þeirra þjóða sem átt er í viðskiptum við. Þar gæti hinn stóri hópur nýrra Íslendinga hjálp- að. Þekkingargrunnur þjóðarinnar hefur aukist með tilkomu þeirra og sjálfsagt að nýta hann. Stundum koma íslensk fyrir- tæki auga á kostinn sem fylgir því að leita til útlendinga sem búsett- ir eru hér á landi. Saga Tönju Tzonevu hjá lyfjafyrirtækinu Actavis er dæmi um það. Hún var fengin til liðs við félagið til að sjá um samskipti við heimaland sitt, Búlgaríu, á þeim tíma sem félagið var að auka umsvif sín verulega þar í landi. Tanja er fyrst þeirra sem Markaðurinn fær að forvitnast um í nýjum dálki undir nafninu „Heimskringlan“ á næstu misserum. Í hverju tölublaði verð- ur útlendingur búsettur á Íslandi fenginn til að segja frá sinni sýn á viðskiptatækifæri milli Íslands og hans heimalands, aðstæðunum þar, hvað ber að varast og þar fram eftir götunum, allt eftir því hvað hver og einn þeirra hefur fram að færa. Það verður vonandi til þess að varpa ljósi á leynd tækifæri er finnast víða um heim. Þá ekki síður til að vekja athygli á þeim mikla mannauði sem leynist í þeim fjölda fólks af erlendum uppruna sem búsettur er hér á landi. Ósýnilega auðlindin ... eru samskipti formleg og til siðs að nota formleg ávörp á borð við „herra“ og „frú“ samkvæmt því. ... er til siðs að gefa konum blóm við ýmis tækifæri. Aldrei skyldi þó fjöldi blóma í vendi vera slétt tala, það á einungis við í jarðar- förum. ... kinkar fólk kolli til merkis um neitun en hristir höfuðið til sam- sinnis, öfugt við siði á Íslandi. F R Ó Ð L E I K S M O L A R Í Búlgaríu ... BÚLGARÍA Mannfjöldi: 7,7 milljónir Hagvöxtur: 5,5 prósent Verðbólga: 5 prósent Atvinnuleysi: 13,7 prósent Gjaldmiðill: Leva (1 leva = 47 krónur) Heimild: Heimasíða Alþjóðabankans. Tölur miðast við árið 2005. H E I M S K R I N G L A N M Á L I Ð E R Heimskringlan Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.