Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 69

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 69
[Hlutabréf] Samþykkt var á hluthafafundi Ice- landic Group í gær að taka víkj- andi lán fyrir allt að 5 milljarða króna með sérstökum skilyrðum sem meðal annars veita lánar- drottni rétt til að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hlutafé. Þá var jafnframt samþykkt að stjórn félagsins skyldi vera heim- ilt að hækka hlutafé í Icelandic Group um allt að 1,1 milljarð króna að nafnverði til að efna skuldbindingar sínar. Hluthafar falla jafnframt frá forgangsrétti til áskriftar að þeim hlutum sem gefnir verða út en nýju hlutirnir veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hluta- fjárhækkunar, að því er segir í til- kynningu. Hlutafjár- hækkun hjá IG Breska fata- og húsbúnaðarkeðjan Laura Ashley greindi frá því í gær að afkoma fyrirtækisins hefði batnað mikið á milli ára. Þetta er talsvert betri afkoma en mörg fyrirtæki í Bretlandi hafa greint frá í upphafi árs. Sala jókst um 8,7 prósent í öllum vöruflokkum hjá Lauru Ashley um allan heim. Þar af jókst sala í Bret- landi um 12,5 prósent í Bretlandi í fyrra. Það er nokkru minna en á fyrstu níu mánuðum ársins en þá nam aukningin 13,1 prósenti. Endanlegar afkomutölur liggja ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður verslunarinnar hafi auk- ist um tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan. Gengi hlutabréfa í samstæðu Lauru Ashley, sem sjálf lést árið 1985, hækkaði um tíu pró- sent í kauphöll Lundúna í Bret- landi vegna fréttanna. Gott ár hjá Lauru Ashley Úrvalsvísitalan Kauphallarinnar endaði í 6.885 stigum í gær, sem er næsthæsta gildi hennar frá upp- hafi. Metið 6.925 stig, sem var sett um miðjan febrúar í fyrra, gæti því fallið í dag miðað við þær hækkanir sem orðið hafa á hluta- bréfum frá áramótum. Frá árs- byrjun hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 7,4 prósent. Actavis, FL Group og Lands- bankinn hafa hækkað mest af stóru félögunum það sem af er ári en Exista, Glitnir og Kaupþing fylgja þeim fast á hæla. Í vikunni hafa hlutabréf í Acta- vis hækkað um 5,2 prósent í mikilli veltu eftir að Landsbankinn mælti sérstaklega með félaginu. Fjörutíu stig- um frá metinu Innflutningur vinnuafls í uppsveifl- unni sem verið hefur í efnahagslífinu hefur haldið aftur af þenslu og verð- bólgu með töluverðum ábata fyrir íslenskan almenning. Í nýrri úttekt greiningardeildar Kaupþings kemur fram að útlendingar hafi mannað störf sem landsmenn hafi ekki getað eða viljað sinna. „Í maí á þessu ári opnaðist íslensk- ur vinnumarkaður fyrir nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins og segja má að í kjölfarið hafi orðið algjör sprenging í innflæði til lands- ins og í kjölfarið mikið rætt um áhrif þess á íslenskt samfélag,“ segir Þóra Helgadóttir, sérfræðingur greiningar- deildarinnar sem vann rannsókn á málinu. Hún segir niðurstöðuna þá að fólk sem hingað komi frá útlöndum til að vinna leggi meira til samfélagsins en það kosti. Þannig yngi erlent vinnu- afl í raun upp þjóðina enda sé þar á ferðinni fólk á vinnufærum aldri og rannsóknir sýni að atvinnuleysi sé hverfandi í hópnum, eða 0,5 prósent. Þóra segir því ljóst að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að erlent vinnu- afl sé íþyngjandi fyrir þjóðina. Annað áhyggjuefni sem orð hefur verið haft á er að aðkoma útlendinga dragi úr atvinnutækifærum þeirra sem fyrir eru. Þóra segir hins vegar reynsluna annars staðar frá vera þá að aðkoma útlendinga skapi störf og auki tækifæri í landinu. „Reynsla Breta og Íra sýnir að innflæði vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum ESB hefur ekki haft neikvæð áhrif á þarlenda vinnu- markaði,“ segir Þóra og kveður grein- ingardeild Kaupþings spá því að reynsla okkar verði svipuð og Breta og Íra, enda vinnumarkaðurinn hér þekktur fyrir sveigjanleika. Erlent vinnuafl hefur góð áhrif HVER ER SINNAR KÆFU SMIÐUR Góða skemmtun NÝ TVÖFÖLD SAFNPLATA MEÐ ÖLLUM VINSÆLUSTU LÖGUM LADDA ER KOMIN Í VERSLANIR!! 1. Austurstræti 2. Ég er í svaka stuði 3. Fatafrík 4. Flikk flakk 5. Þú verður tannlæknir 6. Freknótta fótstutta mær 7. Jón Spæjó 8. Gibba Gibb 9. Hr. Smæl 10. Hann á við meiðsli að stríða 11. Skammastu þín svo 12. Of feit fyrir mig 13. Tóti tölvukall 14. Hrói Höttur 15. Tarzan apabróðir 16. Spánarfljóð 17. Hvítlaukurinn 18. Í Vesturbænum 19. Já, þetta er lífið 20. Marta Pálína 21. Nesti og nýja skó 22. Nútímastúlkan hún Nanna 23. Sagan af Ulf Hellerup á Íslandi 1. Búkolla 2. Royi Roggers 3. Skúli Óskarsson 4. Ég pant spila á gítar, mannanna 5. Upp undir Laugarásnum 6. Það var úti á Spáni 7. Sandalar 8. Stórpönkarinn 9. Tvær úr Tungunum 10. Skúli rafvirki 11. Tygg-igg-úmmí 12. Þar standa hegrarnir 13. Það er fjör 14. Æskuást 15. Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot 16. Ég er afi minn 17. Grínverjinn 18. Með Haley lokk (og augað í pung) 19. Pabbi minn 20. Prinsippmál 21. Er það satt sem þeir segja um landann 22. Superman 23. Í Köben 24. Mamma og ég Pl at a 1 Pl at a 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.